Json

Námskrá

Titill: Félagsliðagátt (Staðfestingarnúmer 511) 21-511-2-1720
Lýsing: Félagsliðagátt er sett fram með það að markmiði að auka þekkingu, fagkunnáttu og færni þeirra sem sinna einstaklingum sem þurfa aðstoð eða sérhæfða þjónustu við athafnir daglegs lífs. Nemar takast á við verkefni samkvæmt verklýsingu og fyrirmælum, efla eigið læsi á aðstæður og verkefni þar sem lausnir eru ekki sjálfgefnar en krefjast þekkingar, hugkvæmni og hæfni í samskiptum, rökvísi og leikni í lýðræðislegum vinnubrögðum. Námið felur í sér þjálfun til að styðja við og efla færni þjónustunotenda við athafnir daglegs lífs, stuðla að auknu sjálfstæði þeirra og jákvæðri sjálfsmynd. Þjálfaðar eru aðferðir til að greina, skilja og virða þarfir fólks til að auka líkamleg, félagsleg, tilfinningaleg og efnisleg lífsgæði þjónustunotenda.
Félagsliðagátt felur einnig í sér undirbúning fyrir nám félagsliða á þriðja þrepi í framhaldsskóla. Nemar sem ljúka námi samkvæmt námskránni starfa á sviði félagslegrar endurhæfingar og virkniúrræða með fólki sem þarf sérstakan stuðning vegna félagslegra aðstæðna, veikinda, öldrunar, þorskaraskana eða hvers konar áfalla.
Námskráin er unnin af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA).

Hæfniþrep
Námskráin Félagsliðagátt er skilgreind á öðru þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Til námsloka sem félagsliði þarf að taka þá áfanga námsins sem eru á þriðja hæfniþrepi hjá framhaldsskóla.
Námskráin er 1720 klukkustundir og samsvarar 86 framhaldsskólaeiningum. Fyrir liggur samkomulag milli FA og Borgarholtsskóla um að námseiningar þessarar námskrár eru að fullu metnar inn í skólann til námsloka félagsliða á þriðja hæfniþrepi. Námskránni fylgir viðauki sem birtur er í pdf skjali námskrárinnar á vef FA (frae.is). Viðaukinn inniheldur m.a. þrjár yfirlitstöflur um námið í heild til að auðvelda yfirsýn yfir möguleika í tengslum við námið. Nemar með mikla starfsreynslu eiga möguleika á mati ákveðinna námsþátta Félagsliðabrautar BHS eins og sjá má í töflu tvö í viðauka. Alls getur slíkt mat náð 35 einingum eða fleiri og heildarfjöldi staðinna eininga getur því orðið um 116 einingar.

Grunnupplýsingar

Inntökuskilyrði: Fullorðið fólk á vinnumarkaði með starfsreynslu sem jafngildir að lágmarki fullu starfi í eitt ár, um 200 – 240 klukkustunda fagtengd námskeið og þá hæfni sem þarf til að takast á við alla hluta námsins. Að standast a.m.k. fyrri námsþátt vinnustaðanáms (sbr. tafla 2 í viðauka pdf útgáfu á vef FA). Þar sem við á getur þurft að taka fyrsta þreps námsþátt í íslensku, ensku eða stærðfræði í upphafi náms. Slíkt er í samræmi við almenn inntökuskilyrði í námið.
Gert er ráð fyrir að umsækjendur standist mat í þeim 8 námsþáttum samkvæmt töflu 2 í viðauka (6*5 og 15+5, alls 50 einingar) sem ekki eru í hluti af námskrá FA.
Skipulag: Námið er starfstengt, mest bóklegt en einnig að hluta verklegt. Verklegir þættir snúa bæði að vinnustaða- og starfsnámi. Námskráin byggir nánast alfarið á skyldufögum en þó er bundið val milli tveggja námsþátta eins og sést í yfirlitstöflu námskrárinnar (áðurnefnt pdf skjal á vef FA).
Gera þarf ráð fyrir ólíkum þörfum námsfólks við upphaf náms með tilliti til viðfangsefna og stuðnings við hæfi til að styrkja og aðstoða nema við að ná hæfniviðmiðum námsins. Námsþættir eru flestir á öðru hæfniþrepi. Verkefnastjóri náms hjá fræðsluaðila metur umsækjendur inn í námið og jafnframt hvort þörf er fyrir undirbúningsnám í tengslum við inntökuskilyrði. Auk þess meta leiðbeinendur forþekkingu við upphaf hvers námsþáttar. Þessi námskrá er hluti af námi til félagsliða að þriðja hæfniþrepi. Námið er öllu jöfnu skipulagt sem fjögurra anna nám en fræðsluaðili getur þó útfært það í samræmi við þarfir markhóps hverju sinni.
Viðurkenndur fræðsluaðili ber ábyrgð á framkvæmd námsins og skipar verkefnastjóra sem hefur umsjón með námsleiðinni, nemendahópnum, leiðbeinendum og allri framkvæmd. Einnig að leiðbeinendur skili og kynni nemendum kennsluáætlun hvers námsþáttar. Til að fá námið metið að fullu í framhaldsskóla verða leiðbeinendur í námsþáttunum Hegðun og atferlismótun og Kynjafræði að hafa sérþekkingu á viðfangsefninu.
Í kennsluáætlun koma fram upplýsingar um kennsluaðferðir, námsefni, hæfniviðmið og námsmat auk tímasetninga á yfirferð efnisþátta og verkefnaskila þar sem við á. Verkefnastjóri sér til þess að námsþættir séu samþættir eins og kostur er og í rökréttu samhengi auk þess að skipuleggja hvernig tíma hvers námsþáttar er varið, undir leiðsögn leiðbeinanda annars vegar og í sjálfstætt nám hins vegar. Áhersla er á að leiðbeinendur noti fjölbreyttar kennsluaðferðir sem henta fullorðnum, beiti samþættingu og leitist við að nota hversdagsleg viðfangsefni í innlögn og verkefni. Heimavinna er mismikil eftir námsþáttum og einstaklingum.
Verkefnastjóri náms og/eða yfirmaður þjálfunar á vinnustað fylgist með framvindu, tryggir að þjálfun nái til allra þátta náms og styðji nema í því sem snýr að starfsþjálfun. Slíkt má til dæmis að hluta gera með lokaverkefni þar sem unnið er með alla þætti námsins.
Námsmat: Námsárangur er metinn út frá hæfniviðmiðum (lærdómsviðmiðum) námsins og er lýst í kennsluáætlun með áherslu á leiðsagnamat og endurgjöf. Við mat á hæfni skoðast þátttaka nema auk mælikvarða á hvaða þekkingu og leikni nemi þurfi að búa yfir til að vera fær um að gera það sem lýst er í hæfniviðmiðum.
Áhersla er lögð á að leiðbeinandi og nemar fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist og hvernig nemum gangi að ná hæfniviðmiðum námsins. Námsmat nýtist sem staðfesting á námsárangri og sem lærdómur, hvatning og endurgjöf á námstímanum.
Námið er að fullu metið til námsloka félagsliða á þriðja hæfniþrepi. Vísast í því samhengi til greinar af vef stjórnarráðsins frá 28. apríl 2020 (sjá pdf skjal á vef FA).
Til að ljúka námsþáttum þessarar námskrár og fá þá metna inn í áframhaldandi nám til námsloka fyrir félagsliða, á þriðja hæfniþrepi, þurfa nemar að uppfylla 50% hæfniviðmiða hvers námsþáttar hið minnsta.
Starfsnám: Bæði vinnustaða- og starfsnám er hluti af námi til félagsliða. Hvorugt er beinn hluti af þessari námskrá en gert er ráð fyrir (raunfærni)mati á starfsreynslu á móti vinnustaðanámi. Vísað er til inntökuskilyrða og til viðauka í pdf útgáfu námskrárinnar á vef FA til nánari skýringa.

Mat á starfsreynslu
Fólk með umtalsverða reynslu af störfum sem tengjast beint þeim sem nám fyrir félagsliða veitir undirbúning fyrir eiga kost á að fá reynsluna metna til námseininga á framhaldsskólastigi. Miðað er við a.m.k. þriggja ára starfsreynslu og að hafa náð 23ja ára aldri til að eiga kost á að komast í slíkt mat.
Markhópar
 • einstaklingar með stutta skólagöngu að baki
 • einstaklingar á vinnumarkaði með stutta formlega skólagöngu að baki
 • einstaklingar sem vilja efla starfshæfni sína
 • starfsmenn í atvinnulífi með þörf fyrir aukna þekkingu og hæfni,
 • einstaklingar sem búa við skerta möguleika til náms eða atvinnuþátttöku
 • einstaklingar með þörf fyrir að afla viðurkenningar á gildi náms sem fellur utan hins formlega framhaldsskóla- og háskólakerfis
 • einstaklingar með nám og reynslu sem aflað hefur verið utan hins formlega skólakerfis
Hæfni-, þekkingar- og leikniviðmið
 • Nemi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á
  - mikilvægi faglegra samskipta
 • - eign ábyrgð í samskiptum
 • - tegundum skerðinga sem leiða til fötlunar
 • - öldrunarferlinu og breytingum sem fylgja því að eldast
 • - margbreytileika mannlegra aðstæðna og mikilvægi þess að sýna fólki virðingu
 • - almennri þjónustu sem veitt er af ríki, sveitarfélögum og hagsmunasamtökum
 • - helstu þáttum félagslegrar þjónustu og forsendum réttinda
 • - helstu stefnum í öldrunarmálum hér á landi.
 • Nemi skal hafa öðlast leikni í að
  - aðstoða einstaklinga við athafnir daglegs lífs og styðja þá til sjálfshjálpar
 • - upplýsa þjónustunotendur um almenna þjónustu sem ríki, sveitarfélög og hagsmunasamtök veita
 • - rýna lög og reglugerðir í tengslum við réttindi til félagslegrar þjónustu
 • - vinna samkvæmt lögum og reglugerðum sem starfið byggir á
 • - setja sig í spor annarra
 • - huga að vinnuvernd, öryggi á vinnustað og veita skyndihjálp ef svo ber við.
 • Nemi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu sem aflað hefur verið til að
  - nýta lausnarmiðuð samskipti við þjónustunotendur, aðstandendur og samstarfsaðila
 • - lesa í þarfir og meta sjálfsbjargargetu einstaklinga
 • - skipuleggja frístundastarf á fjölbreyttan hátt með þarfir ólíkra einstaklinga í huga
 • - leiðbeina einstaklingum og fjölskyldum um val á úrræðum
 • - ástunda sjálfstæð vinnubrögð og yfirfæra reynslu þegar tekist er á við ný verkefni
 • - takast á við áframhaldandi nám til námsloka félagsliða á 3. þrepi.


Nemendastundir Fjöldi klukkustunda til að ljúka námskrá

1720  klst.

Kjarni Námsþættir í námskrá


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Vinnustundir
Credits Percentage
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir námsþættir sem hægt er að velja/meta í námskránni

Lýsing: Heildarnámstími nema er 1720 klukkustundir. Heildarnámstími námskrárinnar hér er 1820 klukkustundir. Af þeim tíma er 100 klukkustunda bundið val milli tveggja námsþátta á öðru þrepi sem er sérhæfing í starfi á fötlurnarlínu eða á öldrunarlínu og útskýrir þennan mun á vinnutíma nema og heildartíma námskrár. Nemar velja annaðhvort Fatlanir og samfélag (F-FÖFR2MF_3) eða Öldrun og samfélag (F-ÖLFR2ÖS_4).

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Jafnrétti:
Námshæfni:
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
Menntun til sjálfbærni:
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
Heilbrigði:
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
Lýðræði og mannréttindi:
Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar: