Json

Námskrá

Titill: Skrifstofunám (Staðfestingarnúmer 162) 16-162-2-160
Lýsing: Skrifstofunám er sérhæft nám fyrir fólk sem hefur áhuga á að ná sér í góðan undirbúning fyrir skrifstofustörf eða hugar að frekara námi í þeim geira. Markmiðið er að veita fólki á vinnumarkaði sem er 20 ára eða eldra, hæfni til að starfa við sem fjölbreyttust störf á skrifstofu og verða fjölhæfur og góður starfskraftur. Lögð er áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og starfsfærni og fái verkfæri og verkferla sem nýtist þeim í starfi. Að námi loknu eiga námsmenn að vera færir um að starfa á skrifstofu og geta unnið þar öll helstu störf sem þarf að sinna. Þeir eiga að hafa tileinkað sér sjálfstæð vinnubrögð, hafa góða innsýn í rekstur fyrirtækja og góða bókhaldsþekkingu. Námið er 160 klukkustunda langt og mögulegt að meta það til 8 eininga á framhaldsskólastigi.

Grunnupplýsingar

Inntökuskilyrði: Skrifstofunám er ætlað fólki á vinnumarkaði sem er 20 ára eða eldra og hefur stutta formlega skólagöngu að baki. Vinnur almenn skrifstofustörf eða hefur hug á því. Námsmaður skal hafa hæfni til að takast á við námið, hafi þar til bæra hæfni sem hann hefur öðlast á vinnumarkaði þ.e. reynslu af skrifstofustörfum, eða hafi lokið námskránni Skrifstofuskóli frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins eða sambærilegu námi.
Skipulag: Skrifstofunám er 240 kennslustunda nám eða 160 klukkustundir og mögulegt að meta það til 8 eininga á framhaldsskólastigi. Námið fer fram í formi fyrirlestra, verklegra og skriflegra verkefna og hópavinnu. Námið er að mestu leyti bóklegt. Samþætting námsþátta er æskileg þar sem því verður við komið. Lögð er áhersla á að námsmenn nái hæfni til að takast á við hin ýmsu störf á skrifstofu og geti starfað að mestu sjálfstætt. Námsaðferðir eru aðallega byggðar á hagnýtum viðfangsefnum sem auðvelt er að yfirfæra á almenn skrifstofustörf og ætlast er til að leiðbeinendur noti fjölbreyttar kennsluaðferðir sem henta fullorðnum námsmönnum.
Námsmat: Námsmat byggist á leiðsagnarmati og sjálfsmati. Námsmat getur verið byggt á verkefnum, umræðum, kynningum og prófum í samræmi við reglur um nám og kennslu í stofnuninni. Mikil áhersla er lögð á að leiðbeinandi og námsmenn fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist til að ýta undir stöðugar framfarir hjá námsmönnum. Leiðbeinandi metur reglulega námsferlið og námsárangur og gerir hverjum og einum námsmanni grein fyrir niðurstöðum matsins.
Starfsnám: Nei
Markhópar
 • einstaklingar á vinnumarkaði með stutta formlega skólagöngu að baki
 • einstaklingar sem vilja efla starfshæfni sína
 • starfsmenn í atvinnulífi með þörf fyrir aukna þekkingu og hæfni,
Hæfni-, þekkingar- og leikniviðmið
 • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á grunnatriðum skrifstofustarfa.
 • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á hvað jákvætt viðmót og jákvæð samskipti skipta miklu máli.
 • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á hvernig hann getur bætt eigin færni.
 • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á mikilvægi sjálfstæðis og frumkvæðis í starfi.
 • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á réttindum og skyldum á vinnumarkaði.
 • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að skipuleggja eigið starf.
 • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að veita framúrskarandi þjónustu.
 • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að greina og leysa vandamál.
 • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að nota upplýsingatækni til að framkvæma verk sín.
 • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að miðla upplýsingum skriflega og á skiljanlegan hátt.
 • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að skipuleggja tíma sinn betur og auka eigin starfshæfni.
 • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að setja fram hugmyndir sínar á skýran og einfaldan hátt.
 • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að sýna vönduð vinnubrögð.
 • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að vera virkur starfskraftur.


Nemendastundir Fjöldi klukkustunda til að ljúka námskrá

160  klst.

Kjarni Námsþættir í námskrá


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Vinnustundir
Credits Percentage
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir námsþættir sem hægt er að velja/meta í námskránni

Lýsing:

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
Námshæfni:
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
Menntun til sjálfbærni:
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
Heilbrigði:
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
Lýðræði og mannréttindi:
Jafnrétti: