Json

Námskrá

Titill: Fagnám fyrir starfsþjálfa (Staðfestingarnúmer 401) 18-401-3-170
Lýsing: Námskráin „Fagnám fyrir starfsþjálfa“ byggir á starfaprófílnum „Starfsþjálfi“. Námskráin lýsir námi á 2. og 3. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, skipt í 17 námsþætti. Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfsþjálfun á sínum vinnustað. Markmið námsins er að starfsþjálfar hafi þá hæfni sem þarf til að sinna skilgreindum viðfangsefnum starfsþjálfa samkvæmt hæfnigreiningu starfsins. Starf starfsþjálfa er skilgreint þannig: Starfsþjálfun fer fram á vinnustað og er hluti af skipulögðu námi og/eða þjálfun. Tilgangurinn er að flýta fyrir yfirfærslu náms á starf og félagslegri aðlögun starfsmanns að starfi/starfsgrein. Starfsþjálfi er sá sem heldur utan um námið/þjálfunina í samráði við skipuleggjanda (fræðsluaðila, skóla, vinnuveitanda) og er skipaður til verksins af vinnuveitanda /yfirmanni sínum. Starfsþjálfun fer fram eftir fyrirfram skipulögðu ferli og hefur tiltekin markmið og er hvoru tveggja lýst í námskrá, námslýsingu eða þjálfunaráætlun sem skipuleggjandi lætur starfsþjálfa í té. Mat á árangri starfsþjálfunar byggist á hæfniviðmiðum sem sett eru fram í námskrá, námslýsingu eða þjálfunaráætlun. Starfsþjálfi þekkir vel til verka á sínu starfssviði og miðlar af reynslu sinni og sérþekkingu. Starfsþjálfi hefur góða yfirsýn yfir starfsemi fyrirtækisins og leitar eftir aðstoð annarra starfsmanna fyrirtækisins ef þekkingu hans þrýtur. Aðferðir starfsþjálfa og viðhorf við starfsþjálfun einkennast af víðsýni og fjölbreytni í leiðum til að efla námsmanninn og meta árangur námsins. Helstu verkefni starfsþjálfa eru; kynning á starfsemi og skipulagi fyrirtækis, skipulagning á framkvæmd náms á vinnustað, mat á árangri námsmanna, stuðningur við námsmanninn og stuðla þannig að frekara námi hans. Önnur atriði sem lýsa starfi starfsþjálfa: Starfsþjálfi þekkir verksvið sitt sem starfsþjálfi og tekur ekki að sér verkefni sem eiga heima hjá öðrum svo sem kennara, yfirmanni og/eða meðferðaraðila. Starfsþjálfa er ekki ætlað að sinna kennslu sem samkvæmt skipulagi námsins/námslýsingu á að fara fram hjá fræðsluaðila eða í skóla, ef um slíkt skipulag er að ræða. Starfsþjálfa er heldur ekki ætlað að skilgreina og vinna úr persónulegum vandamálum námsmannsins. Námið er 170 klukkustundir að lengd, sem mögulegt er að meta til 8 eininga á framhaldsskólastigi.

Grunnupplýsingar

Inntökuskilyrði: Námið er ætlað fullorðnu fólki á vinnumarkaði sem hefur stutta formlega menntun en umtalsverða reynslu og hæfni á sínu starfssviði. Námsmenn þurfa að hafa hæfni í almennri starfshæfni á þrepi 2 og ritunarfærni og hæfni í notkun upplýsingatækni á þrepi 2 samkvæmt starfaprófíl. Jafnframt þurfa námsmenn að hafa hæfni í vöruþekkingu á þrepi 3 og hafa þekkingu á starfsumhverfinu á þrepi 2 samkvæmt starfaprófíl.
Skipulag: Viðurkenndur fræðsluaðili ber ábyrgð á framkvæmd námsins og skipar verkefnastjóra náms. Hlutverk hans er að hafa umsjón með náminu og framkvæmd þess, sjá til þess að námsþættir séu samþættir og tryggja rökrétta samfellu þeirra. Hann skipuleggur hvernig tíma hvers námsþáttar er varið, undir leiðsögn leiðbeinanda annars vegar og í sjálfstætt nám hins vegar. Lögð er áhersla á að leiðbeinendur noti fjölbreyttar kennsluaðferðir sem henta fullorðnum námsmönnum. Æskilegt er að leiðbeinendur hafi í huga alla námsþætti námskrárinnar til að tryggja samþættingu námsþátta og leitist við að nota raunveruleg viðfangsefni. Miðað er við að vinnustaðaþjálfun fari fram samhliða náminu til að styðja við yfirfærslu náms. Heimavinna fylgir náminu en getur verið mismikil eftir námsþáttum og einstaklingum.
Námsmat: Námsárangur er metinn út frá þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum námsins með fjölbreyttum matsaðferðum sem fræðsluaðili samþykkir og lýst er í kennsluáætlun. Áhersla er lögð á að leiðbeinandi og námsmenn fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist og hvernig námsmönnum gangi að ná hæfniviðmiðum námsins. Námsmati er ætlað að nýtast sem staðfesting á námsárangri og jafnframt sem lærdómur, hvatning og endurgjöf á námstímanum.
Starfsnám: Gert er ráð fyrir að hluti námsins fari fram á vinnustað í formi starfsþjálfunar. Þann hluta útfærir fræðsluaðili í takt við þarfir samstarfsaðila og námsmanna hverju sinni.
Markhópar
 • einstaklingar með stutta skólagöngu að baki
 • einstaklingar á vinnumarkaði með stutta formlega skólagöngu að baki
 • einstaklingar sem vilja efla starfshæfni sína
 • starfsmenn í atvinnulífi með þörf fyrir aukna þekkingu og hæfni,
 • einstaklingar með þörf fyrir að afla viðurkenningar á gildi náms sem fellur utan hins formlega framhaldsskóla- og háskólakerfis
 • einstaklingar með nám og reynslu sem aflað hefur verið utan hins formlega skólakerfis
Hæfni-, þekkingar- og leikniviðmið
 • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á gagnlegum aðferðum í samskiptum og samstarfi.
 • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á mismunandi námsnálgun einstaklinga.
 • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á hlutverki sínu sem starfsþjálfa.
 • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á skipulagi kennslu og þjálfunar.
 • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að eiga árangursrík samskipti.
 • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að greina fræðsluþarfir og námstækifæri á vinnustað.
 • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að skipuleggja þjálfun nýliða.
 • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að veita endurgjöf og meta árangur.
 • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að vinna sjálfstætt við skipulag og framkvæmd nýliðaþjálfunar.
 • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að styðja við starfsþróun annarra.


Nemendastundir Fjöldi klukkustunda til að ljúka námskrá

170  klst.

Kjarni Námsþættir í námskrá


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Vinnustundir
Credits Percentage
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir námsþættir sem hægt er að velja/meta í námskránni

Lýsing: Heimilt er, með skriflegu samþykki FA, að fella niður námsþætti og bæta skyldum námsþáttum við, án þess þó að draga úr heildarfjölda námsstunda enda fari breytingin ekki í bága við markmið eða tilgang námskrárinnar.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
Námshæfni:
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
Jafnrétti:
Menntun til sjálfbærni:
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
Heilbrigði:
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
Lýðræði og mannréttindi: