Json

Námskrá

Titill: Efling stafrænnar hæfni: grunnnám í forritun (Staðfestingarnúmer 512) 22-512-2-80
Lýsing: Námskráin Efling stafrænnar hæfni: grunnnám í forritun lýsir námi á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námið skiptist í fjóra námsþætti og er ætlað að ná utan um grunnþætti forritunar í hönnun og forritun, rökhugsun, sköpun, þrautalausnir og kynna helstu forritunarmálin. Markmið námskrárinnnar er að efla skilning og hæfni einstaklinga á grunnþáttum forritunar, þekkingu á uppbyggingu forrita, notkun hugtaka forritunar og að tengja saman forritunartungumál og hugtök forritunar. Þátttkendur læra hvernig hægt er að koma hugmyndum sínum í framkvæmd með hugmyndafræði forritunar, lögð er áhersla á öguð og viðurkennd vinnubrögð við greiningu og hönnun tölvuforrita. Að loknu grunnnámi í forritun hafa einstaklingar fengið þjálfun í að búa til forrit, teymisvinnu, sjálfstæðum vinnubrögðum og greinandi hugsun í forritunarumhverfi.

Grunnupplýsingar

Inntökuskilyrði: Engin formleg inntökuskilyrði eru í þetta nám.
Skipulag: Námið er bæði bóklegt og verklegt. Námskrána á að vera hægt að laga að mismunandi forritunarkerfum í takt við framfarir í tækni og framboð kerfa. Lögð er áhersla á að leiðbeinendur noti fjölbreyttar kennsluaðferðir sem henta fullorðnum námsmönnum og að þeir hafi með sér samráð um samþættingu námsþátta og taki tillit til markmiða og reynslu námsmanna. Viðurkenndur fræðsluaðili ber ábyrgð á framkvæmd námsins og skipar verkefnastjóra sem hefur umsjón með náminu og framkvæmd þess.
Námsmat: Námsárangur er metinn út frá þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum námsins með fjölbreyttum matsaðferðum sem fræðsluaðili samþykkir og lýst er í kennsluáætlun. Áhersla er lögð á að leiðbeinandi og námsmenn fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist. Námsmati er ætlað að nýtast sem staðfesting á námsárangri og jafnframt sem lærdómur, hvatning og endurgjöf á námstímanum.
Starfsnám: Á ekki við.
Markhópar
 • einstaklingar með stutta skólagöngu að baki
 • einstaklingar á vinnumarkaði með stutta formlega skólagöngu að baki
 • einstaklingar sem vilja efla starfshæfni sína
 • starfsmenn í atvinnulífi með þörf fyrir aukna þekkingu og hæfni,
 • einstaklingar sem búa við skerta möguleika til náms eða atvinnuþátttöku
 • einstaklingar með þörf fyrir að afla viðurkenningar á gildi náms sem fellur utan hins formlega framhaldsskóla- og háskólakerfis
 • einstaklingar með nám og reynslu sem aflað hefur verið utan hins formlega skólakerfis
Hæfni-, þekkingar- og leikniviðmið
 • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á undirstöðuatriðum og grunnhugtökum forritunar
 • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á uppbyggingu forrita og stýrikerfa
 • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á hugmyndafræði og aðferðafræði forritunar
 • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að nota forritunartungumál og þá þætti sem það felur í sér
 • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að nota forritunarmál á textaformi til að skrifa einföld forrit
 • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að skapa einföld forrit á læsilegan og skiljanlegan hátt
 • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að finna og laga villur í forritum á sjálfstæðan hátt
 • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að nota forritunarlega hugsun, aðferðafræði og hugmyndafræði forritunar við lausnir vandamála í forritunarumhverfi
 • Námsmaður skal geta nýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að skrifa forrit út frá rökfræði forritunar og skriflegu forritunarmáli
 • Námsmaður skal geta nýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að framkvæma eigin hugmyndir á skipulegan máta í forritunarumhverfi
 • Námsmaður skal geta nýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að vinna skipulega í teymi og deila verkefnum á hagkvæman hátt við lausn vandamála


Nemendastundir Fjöldi klukkustunda til að ljúka námskrá

80  klst.

Kjarni Námsþættir í námskrá


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Vinnustundir
Credits Percentage
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir námsþættir sem hægt er að velja/meta í námskránni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
Námshæfni:
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
Jafnrétti:
Menntun til sjálfbærni:
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
Heilbrigði:
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
Lýðræði og mannréttindi: