Námskrá
Titill: | Að lesa og skrifa á íslensku (Staðfestingarnúmer 35) 16-35-1-100 |
Lýsing: | Að lesa og skrifa á íslensku lýsir námi, á 1. þrepi hæfniramma um íslenskt menntakerfi. Námið er ætlað fólki af erlendum uppruna sem er 20 ára og eldra og er ólæst eða illa læst á latneskt letur. Náminu er ætlað að auka hæfni námsmanna til að lesa og skrifa á íslensku og öðlast öryggi í framburði íslenskra hljóða. Í náminu er lögð áhersla á að námsmenn læri grunn í lestrar- og skriftartækni, þekki og þjálfi íslensk málhljóð og framburð og efli tölvufærni sína, sem og sjálfstraust sitt. Námsskráin er 100 klukkustunda löng, skipt í tvo námsþætti. Umfang námsins samsvarar 5 eininga námi á framhaldsskólastigi. |
Grunnupplýsingar
Inntökuskilyrði: | Engin inntökuskilyrði eru í þetta nám. |
Skipulag: | Námið er fyrst og fremst bóklegt og lögð er áhersla á eftirfarandi þætti: hljóðkerfis- og hljóðavitund, umskráningu, lesfimi, orðaforða, lesskilning og ritun. Jafnframt er lögð áhersla á fjölbreytilegar aðferðir sem hver um sig miðar að því að efla þessa þætti. Til að koma til móts við þarfir markhópsins er æskilegt að samhliða þjálfun í lestri og skrift gefist þeim kostur á íslenskukennslu. Viðurkenndur fræðsluaðili ber ábyrgð á framkvæmd námsins. Fræðsluaðili tryggir gæði náms og felur starfsfólki á sínum vegum verkstjórn sem felur í sér undirbúning, kynningu, framkvæmd og eftirfylgni námsins. Hann skipuleggur hversu miklum tíma námsins er varið undir leiðsögn leiðbeinenda annars vegar og í sjálfstætt nám hins vegar. Æskilegt er að samþætta námsþætti námsskrárinnar. Einhver heimavinna getur fylgt náminu en hún getur verið breytileg eftir námsþáttum og einstaklingum. |
Námsmat: | Námsárangur og námsframvinda eru metin með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsins, með fjölbreyttum matsaðferðum. Áhersla er lögð á símat og leiðsagnarmat sem byggir á vinnu og virkni námsmanna. Æskilegt er að stöðumat fari fram áður en námið hefst, þannig gefst námsmönnum tækifæri til að fylgjast með framförum og fá einstaklingsbundna leiðsögn um framhaldið. |
Starfsnám: | Á ekki við. |
Markhópar |
|
Hæfni-, þekkingar- og leikniviðmið |
|
Nemendastundir Fjöldi klukkustunda til að ljúka námskrá
100 klst. |
Kjarni Námsþættir í námskrá
Credits Percentage
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir námsþættir sem hægt er að velja/meta í námskránni
Lýsing: | Skipuleggjanda er heimilt að gera breytingar sem nema allt að 10% af heildarlengd námsins ef þær fara ekki í bága við markmið eða tilgang þess. Breytingar sem nema meira en 10% eru aðeins heimilaðar með samþykki Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. |