Json

Námskrá

Titill: Að lesa og skrifa á íslensku (Staðfestingarnúmer 35) 16-35-1-100
Lýsing: Að lesa og skrifa á íslensku lýsir námi, á 1. þrepi hæfniramma um íslenskt menntakerfi. Námið er ætlað fólki af erlendum uppruna sem er 20 ára og eldra og er ólæst eða illa læst á latneskt letur. Náminu er ætlað að auka hæfni námsmanna til að lesa og skrifa á íslensku og öðlast öryggi í framburði íslenskra hljóða. Í náminu er lögð áhersla á að námsmenn læri grunn í lestrar- og skriftartækni, þekki og þjálfi íslensk málhljóð og framburð og efli tölvufærni sína, sem og sjálfstraust sitt. Námsskráin er 100 klukkustunda löng, skipt í tvo námsþætti. Umfang námsins samsvarar 5 eininga námi á framhaldsskólastigi.

Grunnupplýsingar

Inntökuskilyrði: Engin inntökuskilyrði eru í þetta nám.
Skipulag: Námið er fyrst og fremst bóklegt og lögð er áhersla á eftirfarandi þætti: hljóðkerfis- og hljóðavitund, umskráningu, lesfimi, orðaforða, lesskilning og ritun. Jafnframt er lögð áhersla á fjölbreytilegar aðferðir sem hver um sig miðar að því að efla þessa þætti. Til að koma til móts við þarfir markhópsins er æskilegt að samhliða þjálfun í lestri og skrift gefist þeim kostur á íslenskukennslu. Viðurkenndur fræðsluaðili ber ábyrgð á framkvæmd námsins. Fræðsluaðili tryggir gæði náms og felur starfsfólki á sínum vegum verkstjórn sem felur í sér undirbúning, kynningu, framkvæmd og eftirfylgni námsins. Hann skipuleggur hversu miklum tíma námsins er varið undir leiðsögn leiðbeinenda annars vegar og í sjálfstætt nám hins vegar. Æskilegt er að samþætta námsþætti námsskrárinnar. Einhver heimavinna getur fylgt náminu en hún getur verið breytileg eftir námsþáttum og einstaklingum.
Námsmat: Námsárangur og námsframvinda eru metin með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsins, með fjölbreyttum matsaðferðum. Áhersla er lögð á símat og leiðsagnarmat sem byggir á vinnu og virkni námsmanna. Æskilegt er að stöðumat fari fram áður en námið hefst, þannig gefst námsmönnum tækifæri til að fylgjast með framförum og fá einstaklingsbundna leiðsögn um framhaldið.
Starfsnám: Á ekki við.
Markhópar
  • einstaklingar með stutta skólagöngu að baki
  • einstaklingar á vinnumarkaði með stutta formlega skólagöngu að baki
  • einstaklingar sem vilja efla starfshæfni sína
  • starfsmenn í atvinnulífi með þörf fyrir aukna þekkingu og hæfni,
  • einstaklingar sem búa við skerta möguleika til náms eða atvinnuþátttöku
  • einstaklingar með þörf fyrir að afla viðurkenningar á gildi náms sem fellur utan hins formlega framhaldsskóla- og háskólakerfis
  • einstaklingar með nám og reynslu sem aflað hefur verið utan hins formlega skólakerfis
Hæfni-, þekkingar- og leikniviðmið
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á bókstöfum, tölustöfum, helstu stærðfræðitáknum og greinarmerkjum í íslensku.
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á gagnsemi smáforrita og kennsluforrita við þjálfun í lestri og ritun.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að lesa stutt orð og einfaldar setningar.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að handskrifa og skrifa á lyklaborð tölvu stutt orð og einfaldar setningar.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að tengja málhljóð saman og lesa stutt orð og einfaldar setningar.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að skrifa stóran staf í upphafi setningar og eiginnafna.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að skrifa stutt orð og einfaldar setningar á læsilegan hátt, til dæmis stutt skilaboð eða setningar við mynd.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að nýta tölvu og einföld forrit til að skrifa.


Nemendastundir Fjöldi klukkustunda til að ljúka námskrá

100  klst.

Kjarni Námsþættir í námskrá


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Vinnustundir
Credits Percentage
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir námsþættir sem hægt er að velja/meta í námskránni

Lýsing: Skipuleggjanda er heimilt að gera breytingar sem nema allt að 10% af heildarlengd námsins ef þær fara ekki í bága við markmið eða tilgang þess. Breytingar sem nema meira en 10% eru aðeins heimilaðar með samþykki Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
Námshæfni:
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
Menntun til sjálfbærni:
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
Heilbrigði:
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
Lýðræði og mannréttindi:
Jafnrétti: