Json

Námskrá

Titill: Tæknilæsi og tölvufærni: vinnuumhverfi samtímans (Staðfestingarnúmer 489) 21-489-2-45
Lýsing: Námskráin “Tæknilæsi og tölvufærni: vinnuumhverfi samtímans” lýsir námi á 2. þrepi hæfniramma um íslenskt menntakerfi og skiptist í 6 námsþætti. Náminu er ætlað að ná til þeirra einstaklinga innan markhóps framhaldsfræðslu sem líklegir eru til að sitja eftir á vinnumarkaði sökum tækniframfara og breytinga á störfum sem þær hafa í för með sér. Markmið námskrárinnar er að auka tæknilæsi og tölvufærni námsmanna með það að leiðarljósi að efla hæfni einstaklinga til að takast á við breytingar og undirbúa þá þannig til að halda í við tækniframfarir í atvinnulífinu. Skilningur á grunnþáttum stafræns umhverfis verður efldur og grunnhæfni í stafrænu vinnuumhverfi samtímans verður þjálfuð. Að loknu námi hafa námsmenn öðlast hæfni og trú á eigin getu til að vinna við upplýsingatækni og í stafrænu umhverfi á þann hátt að þeir geta haft áhrif á vinnuumhverfi sitt með einföldum aðgerðum, geta t.d. stillt eigið notendaviðmót auk þess að átta sig á því hvað er á þeirra verksviði og hvað ekki þegar unnið er í stafrænu umhverfi. Námsmenn geta þannig styrkt stöðu sína á vinnumarkaði og hafa greiðari aðgang að fjölbreyttari störfum. Námskránni er ætlað að vera aðgengileg og að auðvelt verði að laga hana að mismunandi starfsemi, atvinnugreinum eða aðstæðum í atvinnulífinu auk þess sem reynt er að taka tillit til ófyrirséðra tækniframfara og breytinga. Í námskránni eru eftirfarandi hugtök skilgreind á þennan hátt:

Tæki er hugtak sem notað er vítt í námskránni og nær yfir: a) tölva b) netþjónn c) jaðartæki – tæki tengd við tölvuna, t.d. prentari d) snjalltæki - símar, úr, sjónvörp o.s.frv.

Vélbúnaður: a) tölva b) allir íhlutir tækja

Hugbúnaður: a) forrit

Heildarlengd námsins eru 45 klukkustundir, 42 með leiðbeinanda og 3 án leiðbeinanda.

Grunnupplýsingar

Inntökuskilyrði: Fullorðið fólk á vinnumarkaði með stutta formlega menntun.
Skipulag: Námið er bæði bóklegt og verklegt. Námskrána á að vera hægt að laga að mismunandi vinnustöðum og starfsgreinum í takt við framfarir í tækni og stafrænu vinnuumhverfi. Lögð er áhersla á að leiðbeinendur noti fjölbreyttar kennsluaðferðir sem henta fullorðnum námsmönnum og að þeir hafi með sér samráð um samþættingu námsþátta og taki tillit til markmiða og reynslu námsmanna. Viðurkenndur fræðsluaðili ber ábyrgð á framkvæmd námsins og skipar verkefnastjóra sem hefur umsjón með náminu.
Námsmat: Námsárangur er metinn út frá þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum námsins með fjölbreyttum matsaðferðum sem fræðsluaðili samþykkir og lýst er í kennsluáætlun. Áhersla er lögð á að leiðbeinandi og námsmenn fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist. Námsmati er ætlað að nýtast sem staðfesting á námsárangri og jafnframt sem lærdómur, hvatning og endurgjöf á námstímanum.
Starfsnám: Nei.
Markhópar
  • einstaklingar með stutta skólagöngu að baki
  • einstaklingar á vinnumarkaði með stutta formlega skólagöngu að baki
  • einstaklingar sem vilja efla starfshæfni sína
  • starfsmenn í atvinnulífi með þörf fyrir aukna þekkingu og hæfni,
  • einstaklingar sem búa við skerta möguleika til náms eða atvinnuþátttöku
  • einstaklingar með þörf fyrir að afla viðurkenningar á gildi náms sem fellur utan hins formlega framhaldsskóla- og háskólakerfis
  • einstaklingar með nám og reynslu sem aflað hefur verið utan hins formlega skólakerfis
Hæfni-, þekkingar- og leikniviðmið
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á að vélbúnaður og hugbúnaður vinna saman og takmörkum þeirrar samvinnu
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á stillingum á notendaviðmóti stýrikerfa
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á að skýjalausnir eru gagnageymsla og vinnslusvæði og þeim kostum sem felast í því að vinna og vista gögn í skýjalausn
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á birtingarmyndum helstu rafrænna ógna sem tækjum, vél- og hugbúnaði stafar hætta af
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á samskiptum og samvinnu í upplýsingatækni
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á tækjum og hugbúnaði sem notaður er í fjarvinnu
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á að sjálfvirkni og gervigreind getur auðveldað vinnu í upplýsingatækni
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að taka þátt í fjarvinnu og fjarnámi
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að velja vélbúnað og hugbúnað út frá notkun og þörfum eigin vinnuumhverfis
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að stilla notendaviðmót stýrikerfa þannig að þau verði notendavæn fyrir viðkomandi
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að vista og vinna með gögn, deila þeim og hafa samskipti í skýjalausnum
  • Námsmaður skal geta hagnýtt sér þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að móta jákvæð viðhorf gagnvart tækjum og upplýsingatækni
  • Námsmaður skal geta hagnýtt sér þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að hafa trú á eigin getu við vinnu í upplýsingatækni og tileinka sér nýjungar og nýtt skilvirkara vinnulag
  • Námsmaður skal geta hagnýtt sér þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að nýta vélbúnað og hugbúnað sem hæfir viðfangsefni og vinnuumhverfi
  • Námsmaður skal geta hagnýtt sér þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að nota stillingar notendaviðmóts stýrikerfis sem auka skilvirkni og henta vinnuumhverfinu
  • Námsmaður skal geta hagnýtt sér þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að nota vinnuaðferðir í skýjalausnum sem henta vinnuumhverfinu til þess að hagræða og auka skilvirkni
  • Námsmaður skal geta hagnýtt sér þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að viðhalda öryggi tækja, gagna, skýjalausna og netkerfa í sínu nánasta stafræna umhverfi
  • Námsmaður skal geta hagnýtt sér þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að eiga viðeigandi og góð samskipti við aðra í samvinnu og fjarvinnu í upplýsingatækni
  • Námsmaður skal geta hagnýtt sér þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að geta skipulagt vinnu sína í upplýsingatækni og nýtt sjálfvirkni til hagræðingar
  • Námsmaður skal geta hagnýtt sér þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að styrkja grunnþekkingu sína og færni í upplýsingatækni


Nemendastundir Fjöldi klukkustunda til að ljúka námskrá

45  klst.

Kjarni Námsþættir í námskrá


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Vinnustundir
Credits Percentage
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir námsþættir sem hægt er að velja/meta í námskránni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
Námshæfni:
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
Menntun til sjálfbærni:
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
Heilbrigði:
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
Lýðræði og mannréttindi:
Jafnrétti: