Námskrá
Titill: | Tæknilæsi og tölvufærni: vinnuumhverfi samtímans (Staðfestingarnúmer 489) 21-489-2-45 |
Lýsing: | Námskráin “Tæknilæsi og tölvufærni: vinnuumhverfi samtímans” lýsir námi á 2. þrepi hæfniramma um íslenskt menntakerfi og skiptist í 6 námsþætti. Náminu er ætlað að ná til þeirra einstaklinga innan markhóps framhaldsfræðslu sem líklegir eru til að sitja eftir á vinnumarkaði sökum tækniframfara og breytinga á störfum sem þær hafa í för með sér.
Markmið námskrárinnar er að auka tæknilæsi og tölvufærni námsmanna með það að leiðarljósi að efla hæfni einstaklinga til að takast á við breytingar og undirbúa þá þannig til að halda í við tækniframfarir í atvinnulífinu. Skilningur á grunnþáttum stafræns umhverfis verður efldur og grunnhæfni í stafrænu vinnuumhverfi samtímans verður þjálfuð. Að loknu námi hafa námsmenn öðlast hæfni og trú á eigin getu til að vinna við upplýsingatækni og í stafrænu umhverfi á þann hátt að þeir geta haft áhrif á vinnuumhverfi sitt með einföldum aðgerðum, geta t.d. stillt eigið notendaviðmót auk þess að átta sig á því hvað er á þeirra verksviði og hvað ekki þegar unnið er í stafrænu umhverfi. Námsmenn geta þannig styrkt stöðu sína á vinnumarkaði og hafa greiðari aðgang að fjölbreyttari störfum.
Námskránni er ætlað að vera aðgengileg og að auðvelt verði að laga hana að mismunandi starfsemi, atvinnugreinum eða aðstæðum í atvinnulífinu auk þess sem reynt er að taka tillit til ófyrirséðra tækniframfara og breytinga. Í námskránni eru eftirfarandi hugtök skilgreind á þennan hátt:
Tæki er hugtak sem notað er vítt í námskránni og nær yfir: a) tölva b) netþjónn c) jaðartæki – tæki tengd við tölvuna, t.d. prentari d) snjalltæki - símar, úr, sjónvörp o.s.frv. Vélbúnaður: a) tölva b) allir íhlutir tækja Hugbúnaður: a) forrit Heildarlengd námsins eru 45 klukkustundir, 42 með leiðbeinanda og 3 án leiðbeinanda. |
Grunnupplýsingar
Inntökuskilyrði: | Fullorðið fólk á vinnumarkaði með stutta formlega menntun. |
Skipulag: | Námið er bæði bóklegt og verklegt. Námskrána á að vera hægt að laga að mismunandi vinnustöðum og starfsgreinum í takt við framfarir í tækni og stafrænu vinnuumhverfi. Lögð er áhersla á að leiðbeinendur noti fjölbreyttar kennsluaðferðir sem henta fullorðnum námsmönnum og að þeir hafi með sér samráð um samþættingu námsþátta og taki tillit til markmiða og reynslu námsmanna. Viðurkenndur fræðsluaðili ber ábyrgð á framkvæmd námsins og skipar verkefnastjóra sem hefur umsjón með náminu. |
Námsmat: | Námsárangur er metinn út frá þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum námsins með fjölbreyttum matsaðferðum sem fræðsluaðili samþykkir og lýst er í kennsluáætlun. Áhersla er lögð á að leiðbeinandi og námsmenn fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist. Námsmati er ætlað að nýtast sem staðfesting á námsárangri og jafnframt sem lærdómur, hvatning og endurgjöf á námstímanum. |
Starfsnám: | Nei. |
Markhópar |
|
Hæfni-, þekkingar- og leikniviðmið |
|
Nemendastundir Fjöldi klukkustunda til að ljúka námskrá
45 klst. |
Kjarni Námsþættir í námskrá
Credits Percentage
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir námsþættir sem hægt er að velja/meta í námskránni
Nei, frjálst val er ekki leyft