Json

Námskrá

Titill: Stökkpallur (Staðfestingarnúmer 177) 16-177-1-180
Lýsing: Námsskráin Stökkpallur lýsir námi á 1. þrepi þar sem áhersla er lögð á að byggja upp samskiptafærni, efla sjálfstraust og þjálfa námsmenn til atvinnuþátttöku í mismunandi starfsumhverfi og til áframhaldandi náms. Námsmenn vinna markvisst að eigin færniuppbyggingu með markmiðasetningu, þjálfun í samskiptum og tjáningu, auknu fjármálalæsi, skipulögðum vinnubrögðum við upplýsingaleit og aukinni hæfni til að taka þátt í námi og starfi. Markmið námsins er að auka starfshæfni námsmanna og gera þá meðvitaðri um eigin styrkleika. Námið er ætlað þeim sem horfið hafa frá námi og/eða eru án atvinnu. Tilgangur þess er að virkja þá til þátttöku í atvinnulífi eða til áframhaldandi náms, auðvelda þeim að takast á við verkefni sem þeim eru falin á vinnustað eða hjá fræðsluaðila og stuðla þannig að jákvæðu viðhorfi til vinnumarkaðar og áframhaldandi náms. Námskráin er 180 klukkustundir sem skiptast í 4 námsþætti. Mögulegt er að meta hana til 10 eininga á framhaldsskólastigi.

Grunnupplýsingar

Inntökuskilyrði: Engin inntökuskilyrði eru í þetta nám.
Skipulag: Námið samanstendur af bóklegum og verklegum þáttum þar sem tengsl við vinnustaði eru mikilvæg til að þjálfa verklag og styrkja tengsl námsmanna við atvinnulífið. Lögð er áhersla á að leiðbeinendur noti fjölbreyttar kennsluaðferðir sem henta fullorðnum námsmönnum og að þeir hafi með sér samráð um samþættingu námsþátta og taki tillit til markmiða og reynslu námsmanna. Einhver heimavinna fylgir náminu en getur verið mismunandi eftir námsþáttum og einstaklingum. Viðurkenndur fræðsluaðili ber ábyrgð á framkvæmd námsins og skipar verkefnastjóra sem hefur umsjón með náminu. Samhliða náminu er æskilegt að bjóða upp á stuðning í formi einstaklingsviðtala og ráðgjafar til að kanna hvar áhugi hvers og eins liggur hvað varðar vettvangsnám á vinnustað og eins að kanna atvinnumöguleika.
Námsmat: Viðmið frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins um almenna starfshæfni á 1. þrepi má leggja til grundvallar við námsmat. Leiðbeinandi metur árangur og námsframvindu með fjölbreyttum matsaðferðum án þess að nota hefðbundin próf. Áhersla er lögð á að leiðbeinandi og námsmenn fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist. Námsmati er ætlað að nýtast sem staðfesting á námsárangri og jafnframt sem lærdómur, hvatning og endurgjöf á námstímanum.
Starfsnám: Ekki eru um eiginlegt starfsnám að ræða í þessari námsskrá
Markhópar
  • einstaklingar með stutta skólagöngu að baki
  • einstaklingar á vinnumarkaði með stutta formlega skólagöngu að baki
  • einstaklingar sem vilja efla starfshæfni sína
  • starfsmenn í atvinnulífi með þörf fyrir aukna þekkingu og hæfni,
  • einstaklingar sem búa við skerta möguleika til náms eða atvinnuþátttöku
Hæfni-, þekkingar- og leikniviðmið
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á gagnlegum aðferðum í samskiptum og við samstarf.
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á aðferðum til að ná settum markmiðum.
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á mismunandi vinnuumhverfi og vinnustaðamenningu.
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á helstu leiðum til að afla upplýsinga um nám og störf.
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á starfsumhverfi, reglum og vinnuferlum á vinnustað.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að taka þátt í uppbyggilegum samskiptum.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að setja persónuleg markmið í einkalífi og starfi.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að vinna sjálfstætt eftir skipulagi vinnustaðar.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að vinna í samræmi við öryggis-, hreinlætis- og gæðakröfur.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að sýna trú á eigin getu.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að sýna jákvætt viðhorf til starfa og frekara náms.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að nýta góða starfshætti í samræmi við stefnu vinnustaðar.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að leysa algeng verkefni á vinnustað með fullnægjandi hætti.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að eiga árangursrík samskipti við samstarfsfólk og viðskiptavini.


Nemendastundir Fjöldi klukkustunda til að ljúka námskrá

180  klst.

Kjarni Námsþættir í námskrá


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Vinnustundir
Credits Percentage
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir námsþættir sem hægt er að velja/meta í námskránni

Lýsing: Skipuleggjanda er heimilt að gera breytingar sem nema allt að 10% af heildarlengd námsins ef þær fara ekki í bága við markmið eða tilgang þess. Breytingar sem nema meira en 10% eru aðeins heimilaðar með samþykki Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
Námshæfni:
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
Menntun til sjálfbærni:
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
Heilbrigði:
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
Lýðræði og mannréttindi:
Jafnrétti: