Json

Námskrá

Titill: Grunnnámskeið fyrir fiskvinnslufólk (Staðfestingarnúmer 160) 16-160-1-128
Lýsing: Námsskráin lýsir námi fyrir fiskvinnslufólk á 1. þrepi hæfniramma um íslenskt menntakerfi, skipt í 13 námsþætti. Námið er ætlað þeim sem starfa við verkun og vinnslu sjávarafla, það er í flakavinnslu, frystingu, söltun, skreiðarverkun, rækju- og skelvinnslu. Markmið námsins er að auka þekkingu námsmanna á vinnslu sjávarafla og meðferð aflans allt frá veiðum og að borði neytandans ásamt því að styrkja faglega hæfni námsmanna. Námið er sniðið að þeim sem eru 18 ára eða eldri og hafa stutta formlega skólagöngu að baki. Fyrirkomulagi námsins er lýst í 18. kafla kjarasamnings SA og Starfsgreinasambandsins/Flóans frá 29. maí 2015. Námið er 128 klukkustunda langt og mögulegt að meta það til 7 eininga á framhaldsskólastigi.

Grunnupplýsingar

Inntökuskilyrði: Engin inntökuskilyrði eru í námið.
Skipulag: Viðurkenndur fræðsluaðili ber ábyrgð á framkvæmd námsins. Fræðsluaðili tryggir gæði náms og felur starfsfólki á sínum vegum verkstjórn sem felur í sér undirbúning, kynningu, framkvæmd og eftirfylgni námsins. Hann útvegar viðeigandi námsaðstöðu í samráði við stjórnendur á vinnustað, er tengiliður við vinnustað og skipuleggur hversu miklum tíma er varið undir leiðsögn leiðbeinenda/starfsþjálfa annars vegar og í sjálfstætt nám hins vegar. Æskilegt er að samþætta námsþætti eftir föngum og að leiðbeinendur hafi þá í huga alla námsþætti námsskrárinnar. Hvort tveggja er, að gagnlegt er að byggja á þeim þáttum sem þegar hefur verið unnið með og svo næst meiri breidd í námið með víðtækri samþættingu. Einhver heimavinna getur fylgt náminu en getur verið breytileg eftir námsþáttum og einstaklingum. Lögð er áhersla á að leiðbeinendur noti fjölbreyttar kennsluaðferðir sem henta fullorðnum námsmönnum. Ljúka þarf námsþáttunum Fiskvinnsla - veiðar, vinnslugreinar og markaðsmál, Innra eftirlit í fiskvinnslufyrirtækjum og Hreinlæti og gerlagróður á undan námsþáttunum Umhverfismál og ábyrgar fiskveiðar og Gæði og meðferð matvæla - frá veiðum til vinnslu til að tryggja gæði náms.
Námsmat: Námsárangur er metinn út frá hæfniviðmiðum námsskrár. Námsárangur á að meta með fjölbreyttum matsaðferðum þar sem áhersla er lögð á leiðsagnarmat. Námsmati er ætlað að nýtast bæði sem staðfesting á námsárangri en ekki síður sem lærdómur, hvatning og endurgjöf á námstímanum. Lagt er til að námsmenn haldi verkdagbók sem lið í að meta námsframvindu sína. Í verkdagbókina safna námsmenn gögnum úr náminu en það gerir þeim kleift að halda utan um þá þekkingu, leikni og hæfni sem þeir öðlast meðan á náminu stendur. Áhersla er lögð á að leiðbeinandi og námsmenn fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist og hvernig námsmönnum gangi að ná hæfniviðmiðum námsins.
Starfsnám: Einn hluti námsins er starfsþjálfun (F-STSH1ÞJ_8). Tilgangur þess námshluta er að styðja við yfirfærslu náms á vinnustað og þjálfa þá hæfni og leikni sem námið hefur byggt upp. Fræðsluaðili ásamt vinnuveitanda skipuleggja starfsþjálfun. Einnig er æskilegt að skipuleggja aðra hluta námsins að einhverju leyti sem vinnustaðanám.
Markhópar
Hæfni-, þekkingar- og leikniviðmið
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á grunnatriðum við veiðar, vinnslu og meðferð fiskafurða.
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á vinnubrögðum, verkferlum og reglum sem tilheyra starfinu.
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á helstu öryggisatriðum í fiskvinnslu.
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á réttindum og skyldum á vinnumarkaði.
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á umhverfismálum og mikilvægi ábyrgra fiskveiða.
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á mikilvægi góðs sjálfstrausts í samskiptum.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að fylgja fyrirfram ákveðnum verkferlum og reglum á vinnustað.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að vinna í samræmi við hreinlætis- og gæðakröfur.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að beita líkamanum rétt við vinnu.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að veita skyndihjálp.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að beita réttum vinnubrögðum við vinnslu sjávarafla.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að eiga árangursrík samskipti við samstarfsfólk.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt sér þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að auka eigin starfshæfni í fiskvinnslu.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt sér þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að leysa úr þeim viðfangsefnum/verkefnum sem tilheyra starfi hans.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt sér þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að sýna skilning á mikilvægi þess að fylgja fyrirfram ákveðnum verkferlum og reglum á vinnustað.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt sér þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að vera meðvitaður um eigin áhrif í gæðakeðju fyrirtækisins.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt sér þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að tileinka sér jákvætt viðhorf til starfsins.


Nemendastundir Fjöldi klukkustunda til að ljúka námskrá

128  klst.

Kjarni Námsþættir í námskrá


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Vinnustundir
Credits Percentage
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir námsþættir sem hægt er að velja/meta í námskránni

Lýsing: Skipuleggjanda er heimilt að gera breytingar sem nema allt að 10% af heildarlengd námsins ef þær fara ekki í bága við markmið eða tilgang þess. Breytingar sem nema meira en 10% eru aðeins heimilaðar með samþykki Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
Námshæfni:
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
Menntun til sjálfbærni:
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
Heilbrigði:
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
Lýðræði og mannréttindi:
Jafnrétti: