Json

Námskrá

Titill: Nám trúnaðarmanna (Staðfestingarnúmer 261) 17-261-2-94
Lýsing: Trúnaðarmannanámið lýsir námi á 2. þrepi hæfniramma um íslenskt menntakerfi, skipt í 11 námsþætti. Námið er ætlað trúnaðarmönnum stéttarfélaga á vinnustöðum. Tilgangur námsins er að auðvelda trúnaðarmönnum að takast á við verkefni sem þeim eru falin, að þeir efli sjálfstraust sitt og lífsleikni auk þess að námið stuðli að jákvæðu viðhorfi til áframhaldandi náms. Trúnaðarmenn eru fulltrúar stéttarfélaga á vinnustaðnum og tenging við félagsmenn. Hlutverk trúnaðarmanna er að kynna sér helstu málefni og vandamál sem brenna á starfsmönnum og leita hugsanlegra lausna. Þeim ber að vinna að bættum kjörum starfsmanna og grípa til nauðsynlegra aðgerða ef þörf er á, þeir eru talsmenn félagslegs öryggis og atvinnuöryggis, skynsamlegra stjórnunarhátta á vinnustaðnum og eru samráðsaðilar vegna breytinga á vinnustaðnum. Ný námsskrá byggir á tveimur námsskrám, Trúnaðarmannanámskeið I og Trúnaðarmannanámskeið II.

Grunnupplýsingar

Inntökuskilyrði: Námið er ætlað einstaklingum á vinnumarkaði, eldri en 20 ára og með stutta skólagöngu að baki.
Skipulag: Námsmenn fá tækifæri til að spreyta sig á margvíslegan hátt. Verkefnavinna, hlutverkaleikir, verklegar æfingar upp á eigin spýtur eða í hópi, rökræður, umræður og sjálfsmat eru dæmi um aðferðir sem notaðar eru í því skyni að sem flestir finni námstækni og námshraða við sitt hæfi. Í trúnaðarmannanáminu er lögð áhersla á að námsmenn læri að læra og efli sjálfstraust sitt.
Námsmat: Námsárangur er metinn út frá hæfniviðmiðum námsskrár. Leiðbeinandi metur námsferlið og notar símatsaðferðir til að staðfesta að námsmenn hafi náð lokamarkmiðum námsins á viðunandi hátt svo og markmiðum námsþátta námsins. Í trúnaðarmannanáminu eru ekki lögð fyrir formleg próf en mikil áhersla lögð á að leiðbeinandi og námsmenn fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist og framfarir hjá námsmönnum séu tryggðar. Leiðbeinandi á að hafa færni til að meta árangur námsmanna án þess að nota hefðbundin próf, meta námsferlið og nota símatsaðferðir. Í lok hvers hluta fyrir sig, fara námsmenn yfir hverju námið hefur skilað. Námsmenn bera saman stöðu sína í lok námsins við væntingar sem þeir gerðu sér í upphafi. Þeir leggja mat á námið, markmið námssins, skipulag vinnunnar, leiðbeinendur og aðra þætti.
Starfsnám: Nei
Markhópar
 • einstaklingar með stutta skólagöngu að baki
 • einstaklingar á vinnumarkaði með stutta formlega skólagöngu að baki
 • einstaklingar sem vilja efla starfshæfni sína
 • starfsmenn í atvinnulífi með þörf fyrir aukna þekkingu og hæfni,
 • einstaklingar með þörf fyrir að afla viðurkenningar á gildi náms sem fellur utan hins formlega framhaldsskóla- og háskólakerfis
Hæfni-, þekkingar- og leikniviðmið
 • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á í hverju starf trúnaðarmannsins á vinnustöðum er fólgið og hvaða kröfur eru gerðar til þeirra, ákvæðum laga og kjarasamninga sem fjalla um trúnaðarmenn á vinnustöðum.
 • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á uppbyggingu stéttarfélaga, störfum þeirra og hlutverkum og gerð mismunandi kjarasamninga.
 • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á hlutverki og samsetningu þjóðfélagsins, lýðræði, siðareglum, gildum og skyldum þegna samfélagsins, fólksfjöldaspám og mannaflaþörf á vinnumarkaði.
 • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á meginreglum íslenskrar vinnulöggjafar og uppbyggingu kjarasamninga og launakerfa á almennum og opinberum vinnumarkaði, uppbyggingu launaseðla og útreikningum launa samkvæmt lögum og reglugerðum.
 • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á helstu réttindum sjúkratrygginga, sjúkra –og slysadagpeninga sem og tryggingarákvæði kjarasamninga, skyldutryggingum, almannatryggingum og einstaklingstryggingum og skyldu atvinnurekenda vegna tryggingarákvæða kjarasamninga og laga.
 • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á uppbyggingu lífeyrissjóða, hlutverki þeirra og helstu breytum sem hafa áhrif á framtíðarskuldbindingar þeirra.
 • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á grunnhugtökum hagfræðinnar og samhengi þeirra við störf stéttarfélaga og trúnaðarmanna.
 • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á grunnþáttum rökfræði, helstu atriðum fundarskapa og ræðuforma og heimildum í kjarasamningum er varða vinnustaðafundi.
 • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á hugtökunum: sjálfstraust, sjálfsvirðing og sjálfsímynd.
 • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á helstu hugtökum samningatækni, þeim erfiðleikum sem koma upp við samningagerð og mikilvægi þess að upplýsa og virkja þá aðila sem verið er að semja fyrir.
 • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á helstu lögum, reglum og samningum er varða aðbúnað, hollustu og öryggi á vinnustöðum, hlutverki og ábyrgð öryggistrúnaðarmanna, öryggisvarða og félagslega kjörinna trúnaðarmanna samkvæmt lögum og reglugerðum sem snerta vinnuvernd.
 • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að sýna frumkvæði og sjálfstæði í grunnvinnubrögðum er tengjast trúnaðarmannastarfinu.
 • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að eiga í góðum tjáskiptum við aðra og gera sér grein fyrir mikilvægi árangursríkra samskipta við starfsmenn, stéttarfélög og stjórnendur.
 • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að túlka mismunandi kjarasamninga og nota þekkingu og staðreyndir máli sínu til stuðnings.
 • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að afla sér upplýsinga um kjör starfsstétta, fylgjast með breytingum á launum og öðrum kjörum á vinnumarkaði og koma upplýsingum á framfæri og aðstoða við útreikning launa.
 • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að nýta sér þekkingu á undirstöðum hagfræðinnar.
 • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að miðla upplýsingum um réttindi og skyldur á vinnumarkaði og beita þeirri leikni í starfi trúnaðarmannsins.
 • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að vera fær um að koma máli sínu á framfæri á skipulegan hátt, bæði í rituðu og töluðu máli og beita viðeigandi fundarsköpum.
 • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að sjá birtingarmyndir góðrar/lélegrar sjálfsmyndar og þekkja einkenni meðvirkni og finna leiði til að stuðla að betri líðan.
 • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að setja fram raunhæf markmið í samningaviðræðum.
 • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að gera áætlun um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað.
 • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að útskýra uppbyggingu vinnumarkaðar og hlutverk hagsmunaaðila.
 • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að geta lagt mat á umkvartanir frá samstarfsmönnum, stýrt samtölum til upplýsingaöflunar og mikilvægi upplýsingamiðlunar.
 • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að geta sýnt frumkvæði að því að virkja aðra og aðstoða við skipulag verkefna.
 • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að samþætta og túlka víðtækar upplýsingar sem tengjast kjarasamningum og launakerfum og áttað sig á mismunandi sjónarmiðum hagsmunaaðila.
 • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að túlka víðtækar og flóknar upplýsingar um velferðar-, lífeyris- og tryggingarkerfið og vinna úr upplýsingum og gera sér grein fyrir hlutverki og ábyrgð einstakra aðila/stofnana.
 • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að beita hagfræðilegum hugtökum í starfi trúnaðarmannsins.
 • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að setja upplýsingar fram með skilmerkilegum hætti.
 • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að átta sig á hvernig stéttarfélög standa að úrlausn ágreiningsmála.
 • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að fara yfir launaseðla og ganga úr skugga um að framsetning sé í samræmi við kröfur.
 • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að stuðla að góðum og uppbyggilegum samskiptum við aðra og móta gott andrúmsloft á vinnustað.
 • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að standa fyrir framan hóp af fólki og flytja mál sitt og stýra vinnustaðafundum eftir gildandi fundarsköpum.
 • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að virða eigin mörk og auka þar með lífsgæði.
 • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að stuðla að öruggara starfsumhverfi starfsmanna og leiðbeina um úrbætur sem gera má betur þar sem öryggi er krafist.


Nemendastundir Fjöldi klukkustunda til að ljúka námskrá

94  klst.

Kjarni Námsþættir í námskrá


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Vinnustundir
Credits Percentage
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir námsþættir sem hægt er að velja/meta í námskránni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
Námshæfni:
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
Jafnrétti:
Menntun til sjálfbærni:
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
Heilbrigði:
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
Lýðræði og mannréttindi: