Json

Námskrá

Titill: Smiðja (Staðfestingarnúmer 215) 16-215-2-160
Lýsing: Smiðja lýsir námi á 2. þrepi hæfniramma um íslenskt menntakerfi, skipt í tvo námsþætti. Megintilgangur með námi í Smiðju er að námsmenn kynnist fjölbreyttum vinnuaðferðum þar sem reynir á verkkunnáttu, sköpunarkraft, samhæfingu og fjölbreytt tjáningarform. Í Smiðju er leitast við að styrkja hæfni í verklegum starfsgreinum, með hagnýtum viðfangsefnum þar sem áhersla er lögð á að afla þekkingar og þjálfa leikni við raunhæfar aðstæður. Í því felst að skipuleggja, undirbúa, vinna og skila verki sem er starf, eða hluti af starfi, sem þekkt er á vinnumarkaði og tilheyrir fjölbreyttum atvinnuvettvangi í list- og verkgreinum. Í náminu læra námsmenn að vinna verk sín á vandaðan og hagkvæman hátt, með öryggi sitt og annarra í huga og leggja sig fram um að standa við áætlanir sínar. Jafnframt er áhersla lögð á almenna starfshæfni námsmanna eins og hún hefur verið skilgreind hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA). Námskráin er skrifuð sem snið fyrir fræðsluaðila til að skrifa námslýsingar í list- og verkgreinum. Í því felst að FA staðfestir námslýsingar frá fræðsluaðilum og birtir þær á vef sínum. Viðfangsefnin geta verið fjölbreytt en æskilegt er að Smiðjan henti staðbundnum þörfum á vinnumarkaði. Námskráin byggir á námskránni Opin smiðja sem var þróunarverkefni hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins árið 2010. Námið er 160 klukkustunda langt, þar af eru 80 klukkustundir verkefnavinna án leiðbeinanda. Mögulegt er að meta námið til 8 eininga á framhaldsskólastigi.

Grunnupplýsingar

Inntökuskilyrði: Námið er ætlað einstaklingum á vinnumarkaði, 20 ára eða eldri með stutta formlega menntun.
Skipulag: Námið er verklegt og fer fram í tveimur lotum auk verkefnavinnu. Stígandi er í sjálfstæði og ábyrgð á meðan á náminu stendur. Hæfniviðmið í Verklag og vinnubrögð I eiga við nám byrjenda sem læra í mótuðu ferli með leiðbeiningum og verkstjórn en hæfniviðmið í Verklag og vinnubrögð II eiga við nám nýliða sem læra með nokkru sjálfsforræði samkvæmt verklýsingum en undir eftirliti leiðbeinanda. Í verkefnavinnu vinna námsmenn sjálfstætt að skilgreindum verkefnum á vinnustað eða í smiðjunni. Viðurkenndur fræðsluaðili ber ábyrgð á framkvæmd námsins og skipar verkefnastjóra sem hefur umsjón með gerð námslýsingar, að aðstaða henti verklegri þjálfun og er tengiliður við lykilstarfsfólk á vinnustað. Lögð er áhersla á að leiðbeinendur noti fjölbreyttar kennsluaðferðir sem henta fullorðnum námsmönnum.
Námsmat: Námsárangur og námsframvinda eru metin með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsins, með fjölbreyttum matsaðferðum. Einnig má leggja til grundvallar viðmið frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins um almenna starfshæfni á 1. og 2. þrepi. Áhersla er lögð á símat og leiðsagnarmat sem byggir á vinnu og virkni námsmanna. Æskilegt er að stöðumat fari fram áður en námið hefst, þannig gefst námsmönnum tækifæri til að fylgjast með framförum og fá einstaklingsbundna leiðsögn um framhaldið. Lagt er til að námsmenn haldi verkdagbók sem lið í að meta námsframvindu sína.
Starfsnám: Nei, en verkefnavinna námsmanns er mikilvægur hluti af náminu.
Markhópar
  • einstaklingar með stutta skólagöngu að baki
  • einstaklingar á vinnumarkaði með stutta formlega skólagöngu að baki
  • einstaklingar sem vilja efla starfshæfni sína
  • starfsmenn í atvinnulífi með þörf fyrir aukna þekkingu og hæfni,
  • einstaklingar sem búa við skerta möguleika til náms eða atvinnuþátttöku
  • einstaklingar með þörf fyrir að afla viðurkenningar á gildi náms sem fellur utan hins formlega framhaldsskóla- og háskólakerfis
  • einstaklingar með nám og reynslu sem aflað hefur verið utan hins formlega skólakerfis
Hæfni-, þekkingar- og leikniviðmið
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á vinnubrögðum, verkferlum og reglum sem tilheyra starfinu.
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á mismunandi efnistegundum og aðferðum.
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á einföldum teikningum, verklýsingum, áætlunum og öðrum gögnum.
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á virkni algengra áhalda og tækja sem henta starfinu.
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á mikilvægi góðs sjálfstrausts í samskiptum.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að fylgja fyrirfram ákvörðuðum verkferlum og reglum á vinnustað.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að vinna með öðrum við lausn vandamála.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að nota aðferðir sem hæfa verkefninu.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að nota ólík efni til að ná fram ólíkum áhrifum.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að beita viðeigandi sérhæfðri fagþekkingu.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að nota algeng áhöld og tæki.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að tileinka sér öguð vinnubrögð við verk sem felst í góðum undirbúningi og vel skipulagðri framkvæmd.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að leysa úr þeim viðfangsefnum/verkefnum sem tilheyra starfinu.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að sýna skilning á mikilvægi þess að fylgja fyrirfram ákveðnum verkferlum og reglum á vinnustað.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að tileinka sér jákvætt viðhorf til starfsins.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að vinna að verkefnum í samstarfi við aðra.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að þróa hugmyndir og hagnýta tækni.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að ræða og rökstyðja vinnuna út frá eigin túlkun.


Nemendastundir Fjöldi klukkustunda til að ljúka námskrá

160  klst.

Kjarni Námsþættir í námskrá


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Vinnustundir
Credits Percentage
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir námsþættir sem hægt er að velja/meta í námskránni

Lýsing: Skipuleggjanda er heimilt að gera breytingar sem nema allt að 10% af heildarlengd námsins ef þær fara ekki í bága við markmið eða tilgang þess. Breytingar sem nema meira en 10% eru aðeins heimilaðar með samþykki Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
Námshæfni:
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
Menntun til sjálfbærni:
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
Heilbrigði:
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
Lýðræði og mannréttindi:
Jafnrétti: