Json

Námskrá

Titill: Fræðsla í formi og lit (Staðfestingarnúmer 243) 18-243-1-432
Lýsing: Námskráin Fræðsla í formi og lit lýsir námi á fyrsta þrepi hæfniramma um íslenska menntun og skiptist í átta námsþætti. Markmið námsins er að auka færni námsmanna í myndlist, listasögu og skapandi starfi. Í náminu er lögð áhersla á að námsmenn efli færni sína og sjálfstraust, þjálfi sjónræna athygli sína og persónulega tjáningu á tvívíðan flöt ásamt því að tileinka sér margskonar aðferðir við myndsköpun. Tilgangur námsins er að stuðla að jákvæðu viðhorfi til náms á sviði lista og auðvelda námsmönnum að örva og nýta skapandi hæfileika sína og koma auga á ný tækifæri í framtíðinni. Jafnframt er áhersla lögð á almenna starfshæfni námsmanna á fyrsta þrepi eins og hún hefur verið skilgreind hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Námið er ætlað þeim sem hafa áhuga á skapandi starfi, hugmyndavinnu, myndgerð, framsetningu myndlistar og myndlistarsögu. Það hentar þeim sem vilja nýta námið til að styrkja stöðu á vinnumarkaði í fjölbreyttum atvinnugreinum list- og verkgreina sem og þeim sem vilja nýta það sem grunn að áframhaldandi námi. Námið er 432 klukkustundir. Mögulegt er að meta námið til 21 einingar á framhaldsskólastigi.

Grunnupplýsingar

Inntökuskilyrði: Fullorðið fólk á vinnumarkaði, með stutta formlega menntun.
Skipulag: Viðurkenndur fræðsluaðili ber ábyrgð á framkvæmd námsins og skipar verkefnastjóra náms. Hlutverk hans er að hafa umsjón með náminu og framkvæmd þess, sjá til þess að námsþættir séu samþættir og tryggja rökrétta samfellu þeirra. Lögð er áhersla á að leiðbeinendur noti fjölbreyttar kennsluaðferðir sem henta fullorðnum námsmönnum og eru í samræmi við eðli sköpunar, lista og listasögu. Æskilegt er að leiðbeinendur hafi í huga alla námsþætti námskrárinnar og leitist við að nota raunveruleg viðfangsefni. Leitast er við að laða fram styrk hvers og eins með margþættum aðferðum, sem efla skapandi og frjóa hugsun. Þannig verður námið sveigjanlegt og einstaklingsmiðað sem leiðir af sér aukin tækifæri einstaklinga og sterkari stöðu þeirra, hvort sem er í atvinnuleit, á vinnumarkaði eða í frekara námi. Í námskránni eru eftirfarandi hugtök notuð í tiltekinni merkingu: • Grunnform: hringur, ferningur, þríhyrningur, kúla, kassi, keila. • Skygging: grátónar. • Litafræði - Grunnlitir: blár, gulur, rauður. - Hjálitir: appelsínugulur, fjólublár, grænn. • Myndbygging: samsetning þátta á myndfleti, form, litur, uppröðun, jafnvægi. • Rými: umhverfi, hlutir að innan- og utanverðu, fjarlægð og nálægð. • Hlutföll: mælieiningar á móti fyrirmynd.
Námsmat: Námsárangur er metinn út frá þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum námsins með matsaðferð/um sem fræðsluaðili samþykkir og lýst er í kennsluáætlun. Áhersla er lögð á að leiðbeinandi og námsmenn fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist og hvernig námsmönnum gangi að ná hæfniviðmiðum námsins. Námsmati er ætlað að nýtast sem staðfesting á námsárangri og jafnframt sem lærdómur, hvatning og endurgjöf á námstímanum. Viðmið frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins um almenna starfshæfni á fyrsta og öðru þrepi má leggja til grundvallar við námsmat.
Starfsnám: Starfsþjálfun er lýst í námsþættinum (F-SÉST1SÞ_1). Starfsreynsla og vinna samhliða námi er metin í þessum námsþætti eða vægi verkefnavinnu er aukið eftir því sem fræðsluaðili ákveður.
Markhópar
  • einstaklingar með stutta skólagöngu að baki
  • einstaklingar á vinnumarkaði með stutta formlega skólagöngu að baki
  • einstaklingar sem vilja efla starfshæfni sína
  • starfsmenn í atvinnulífi með þörf fyrir aukna þekkingu og hæfni,
  • einstaklingar sem búa við skerta möguleika til náms eða atvinnuþátttöku
  • einstaklingar með þörf fyrir að afla viðurkenningar á gildi náms sem fellur utan hins formlega framhaldsskóla- og háskólakerfis
  • einstaklingar með nám og reynslu sem aflað hefur verið utan hins formlega skólakerfis
Hæfni-, þekkingar- og leikniviðmið
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á lykilþáttum í sögu listarinnar í Evrópu og á Íslandi.
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á undirstöðuþáttum myndlistar.
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á gagnlegum aðferðum í samskiptum.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að nota fjölbreyttar teikniaðferðir og áhöld.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að beita faglegum vinnubrögðum.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að nota margs konar tækniaðferðir.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að vinna með uppbyggingu á myndfleti með tilliti til lita og forma.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að vinna með öðrum við lausnaleit.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að skynja mikilvægi lista í allri menntun okkar og menningu.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að setja fram myndverk með tilliti til myndbyggingar.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að gera grein fyrir helstu stefnum og stílum listsköpunar á Íslandi og í Evrópu.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að tileinka sér grunnatriði í teikningu.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að tileinka sér grunnatriði í málun, litafræði og myndbyggingu.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að átta sig á tengslum myndlistar við aðrar listgreinar.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að sýna raunsæja trú á eigin getu.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að fanga hugmyndir í skissubók og þróa þær.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að tileinka sér jákvætt viðmót.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að eiga árangursrík samskipti.


Nemendastundir Fjöldi klukkustunda til að ljúka námskrá

432  klst.

Kjarni Námsþættir í námskrá


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Vinnustundir
Credits Percentage
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir námsþættir sem hægt er að velja/meta í námskránni

Lýsing: Skipuleggjanda er heimilt að gera breytingar sem nema allt að 10% af heildarlengd námsins ef þær brjóta ekki í bága við markmið eða tilgang þess. Breytingar sem nema meira en 10% eru aðeins heimilaðar með samþykki Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Jafnrétti:
Námshæfni:
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
Menntun til sjálfbærni:
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
Heilbrigði:
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
Lýðræði og mannréttindi:
Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar: