Json

Námskrá

Titill: Skref til sjálfshjálpar í lestri og ritun (Staðfestingarnúmer 167) 16-167-1-40
Lýsing: Skref til sjálfshjálpar í lestri og ritun lýsir námi á 1. þrepi hæfniramma um íslenskt menntakerfi, skipt í fimm námsþætti. Námið er ætlað einstaklingum með lestrar- og skriftarörðugleika með það að markmiði að auka færni þeirra í lestri og ritun. Áhersla er lögð á að námsmenn kynnist mismunandi aðferðum við að hjálpa sér sjálfir að bæta sig í lestri og ritun á meðan á námskeiði stendur og eftir að því lýkur. Markmið með náminu er annars vegar að námsmenn upplifi öryggi og sjálfsstyrk í lestri, stafsetningu, ritun og tjáningu og geti nýtt sér upplýsingatæknina sér til aðstoðar. Hins vegar er markmiðið að auðvelda námsmönnum nám innan menntastofnana og þátttöku í hinu daglega lífi. Námsskráin getur hentað til þjálfunar í lestri og ritun á fleiri tungumálum en íslensku, svo sem ensku og dönsku. Námið er 40 klukkustunda langt og mögulegt er að meta það til tveggja eininga á framhaldsskólastigi.

Grunnupplýsingar

Inntökuskilyrði:
Skipulag: Viðurkenndur fræðsluaðili ber ábyrgð á framkvæmd námsins. Fræðsluaðili tryggir gæði náms og felur starfsfólki á sínum vegum verkstjórn sem felur í sér undirbúning, kynningu, framkvæmd og eftirfylgni námsins. Hann skipuleggur hversu miklum tíma námsins er varið undir leiðsögn leiðbeinenda annars vegar og í sjálfstætt nám hins vegar. Æskilegt er að samþætta námsþætti eftir föngum og að leiðbeinendur hafi í huga alla námsþætti námsskrárinnar. Hvort tveggja er, að gagnlegt er að byggja á þeim þáttum sem þegar hefur verið unnið með og svo næst meiri breidd í námið með víðtækri samþættingu. Einhver heimavinna getur fylgt náminu en hún getur verið breytileg eftir námsþáttum og einstaklingum. Námið er byggt á hugmyndum um fjölskynjun þar sem flest skynfæri eru virkjuð. Í náminu er bóklegu og verklegu námsefni fléttað saman og byggt þannig upp að það þyngist stig af stigi. Til þess að árangur náist þarf námsmaðurinn að taka virkan þátt og nota þær aðferðir sem námið byggir á.
Námsmat: Námsárangur og námsframvinda eru metin með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsskrár, með fjölbreyttum matsaðferðum. Áhersla er lögð á símat og leiðsagnarmat sem byggir á vinnu og virkni námsmanna. Æskilegt er að stöðumat fari fram áður en námið hefst, þannig gefst námsmönnum tækifæri til að fylgjast með framförum og fá einstaklingsbundna leiðsögn um framhaldið.
Starfsnám: Á ekki við.
Markhópar
  • einstaklingar með stutta skólagöngu að baki
  • einstaklingar á vinnumarkaði með stutta formlega skólagöngu að baki
  • einstaklingar sem vilja efla starfshæfni sína
  • starfsmenn í atvinnulífi með þörf fyrir aukna þekkingu og hæfni,
  • einstaklingar sem búa við skerta möguleika til náms eða atvinnuþátttöku
  • einstaklingar með þörf fyrir að afla viðurkenningar á gildi náms sem fellur utan hins formlega framhaldsskóla- og háskólakerfis
Hæfni-, þekkingar- og leikniviðmið
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á mismunandi lestraraðferðum og hvenær þær henta.
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á tengslum milli hljóða bókstafa og ritunar þeirra.
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á mismunandi framburði bókstafa og orða.
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á mismunandi aðferðum ritunar eftir því sem við á hverju sinni.
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á mikilvægi tjáningar til að koma hugsunum sínum og skoðunum á framfæri við aðra.
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á möguleikum tölvunotkunar við textagerð og til upplýsingaöflunar.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að lesa mismunandi texta, sjálfum sér til gagns og ánægju, með fjölbreyttum lestraraðferðum.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að beita grunnreglum í stafsetningu og málfræði til að stafsetja orð.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að beita virkri hlustun og tjá sig á öruggan hátt.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að nota ritvinnsluforrit og samfélagsmiðla við textagerð og samskipti.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að beita mismunandi aðferðum til að skrifa ýmsar gerðir af textum.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að setja upp skipulegan texta á mismunandi hátt.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að nýta fjölbreyttar aðferðir til að stafsetja orð og rita texta með viðeigandi hjálpartækjum.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að greina efnisinntak orðræðu við lestur.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að hlusta, tjá sig og vinna með öðrum á jákvæðan og skipulegan hátt.


Nemendastundir Fjöldi klukkustunda til að ljúka námskrá

40  klst.

Kjarni Námsþættir í námskrá


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Vinnustundir
Credits Percentage
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir námsþættir sem hægt er að velja/meta í námskránni

Lýsing: Skipuleggjanda er heimilt að gera breytingar sem nema allt að 10% af heildarlengd námsins ef þær fara ekki í bága við markmið eða tilgang þess. Breytingar sem nema meira en 10% eru aðeins heimilaðar með samþykki Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
Námshæfni:
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
Menntun til sjálfbærni:
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
Heilbrigði:
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
Lýðræði og mannréttindi:
Jafnrétti: