Json

Námskrá

Titill: Velferðartækni (Staðfestingarnúmer 422) 18-422-2-40
Lýsing: Námskráin Velferðartækni lýsir námi á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námið skiptist í fimm námsþætti og er tilgangur þess að efla þekkingu og auka hæfni þeirra sem starfa eða hafa hug á að starfa við velferðarþjónustu. Markmiðið er að námsmenn fái aukna þekkingu og leikni til að takast á við tækniþróun í velferðarþjónustu sem snýr að nýsköpun í tækni og nýtist við umönnun, verklega aðstoð, hjálpartæki, skipulag á heimilum, þjálfun, endurhæfingu, sérkennslu og atvinnu með stuðningi. Námslýsingin er hugsuð fyrir námsmenn, leiðbeinendur, vinnuveitendur og framhaldsfræðsluaðila sem vilja bjóða upp á nám fyrir þá sem starfa eða hafa hug á að starfa innan velferðarsamfélagsins.

Grunnupplýsingar

Inntökuskilyrði: Fullorðið fólk á vinnumarkaði með stutta formlega menntun.
Skipulag: Námið samanstendur af bóklegum og verklegum þáttum þar sem tengsl við vinnustaði eru mikilvæg til að þjálfa verklag og styrkja tengsl námsmanna við atvinnulífið. Lögð er áhersla á að leiðbeinendur noti fjölbreyttar kennsluaðferðir sem henta fullorðnum námsmönnum og að þeir hafi með sér samráð um samþættingu námsþátta og taki tillit til markmiða og reynslu námsmanna. Gert ráð fyrir starfsþjálfun á vettvangi velferðarþjónustunnar í þeim verkþáttum og ferlum sem lögð er áhersla á. Viðurkenndur fræðsluaðili ber ábyrgð á framkvæmd námsins og skipar verkefnastjóra sem hefur umsjón með náminu. Samhliða náminu er æskilegt að bjóða upp á stuðning í formi einstaklingsviðtala og ráðgjafar til að kanna hvar áhugi hvers og eins liggur hvað varðar vettvangsnám á vinnustað og eins að kanna atvinnumöguleika.
Námsmat: Námsárangur er metinn út frá þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum námsins með fjölbreyttum matsaðferðum sem fræðsluaðili samþykkir og lýst er í kennsluáætlun. Áhersla er lögð á að leiðbeinandi og námsmenn fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist. Námsmati er ætlað að nýtast sem staðfesting á námsárangri og jafnframt sem lærdómur, hvatning og endurgjöf á námstímanum.
Starfsnám: Á ekki við.
Markhópar
  • einstaklingar með stutta skólagöngu að baki
  • einstaklingar á vinnumarkaði með stutta formlega skólagöngu að baki
  • einstaklingar sem vilja efla starfshæfni sína
  • starfsmenn í atvinnulífi með þörf fyrir aukna þekkingu og hæfni,
  • einstaklingar með þörf fyrir að afla viðurkenningar á gildi náms sem fellur utan hins formlega framhaldsskóla- og háskólakerfis
  • einstaklingar með nám og reynslu sem aflað hefur verið utan hins formlega skólakerfis
Hæfni-, þekkingar- og leikniviðmið
  • Mikilvægi nýsköpunar og tækni í velferðarþjónustu
  • Hvað velferðartækni felur í sér fyrir samfélagið
  • Hvaða áhrif velferðartækni hefur á einstaklinga og lífsgæði
  • Greina notendamiðaðar tæknilausnir
  • Nota lausnir sem hjálpa einstaklingum til að takast á við daglegt líf, stuðla að heilbrigði og lífsgæðum á eigin forsendum
  • Nýta aðferðir sem setja samráð við notendur og þarfir þeirra í forgrunn
  • Endurmeta og innleiða ný vinnubrögð
  • Sýna notandanum skilning og nota þá þekkingu sem skapast til að þróa nýjar lausnir
  • Vera virk í að miðla upplýsingum til notenda um þau tækifæri og áskoranir sem velferðatækni býður upp á


Nemendastundir Fjöldi klukkustunda til að ljúka námskrá

40  klst.

Kjarni Námsþættir í námskrá


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Vinnustundir
Credits Percentage
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir námsþættir sem hægt er að velja/meta í námskránni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
Námshæfni:
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
Jafnrétti:
Menntun til sjálfbærni:
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
Heilbrigði:
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
Lýðræði og mannréttindi: