Json

Námskrá

Titill: Líf og heilsa - lífsstílsþjálfun (Staðfestingarnúmer 404) 18-404-2-300
Lýsing: Námskráin „Líf og heilsa - lífsstílsþjálfun“ lýsir námi á öðru þrepi sem skiptist í sex námsþætti. Markmið námsins er að auka þekkingu námsmanna á áhrifaþáttum heilsu, leikni þeirra í heilsulæsi og hæfni til að taka ábyrgð á eigin heilsu. Í náminu er lögð áhersla á sjálfseflingu, ígrundun, markmiðasetningu og virkni með samvinnunámi og virkum stuðningi leiðbeinenda. Námið er ætlað fólki sem vill bæta eigin heilsu. Það er fyrst og fremst hugsað sem forvörn en getur einnig nýst fólki með heilsufarsvanda á borð við háan blóðþrýsting, hátt kólesteról eða sykursýki af gerð tvö. Námið spannar 300 klukkustundir og mögulegt er að meta það til 15 eininga á framhaldsskólastigi.

Grunnupplýsingar

Inntökuskilyrði: Engin formleg inntökuskilyrði eru í þetta nám.
Skipulag: Viðurkenndur fræðsluaðili ber ábyrgð á framkvæmd námsins og skipar verkefnastjóra fyrir það. Hlutverk hans er að hafa umsjón með náminu og framkvæmd þess, sjá til þess að námsþættir séu samþættir og tryggja rökrétta samfellu þeirra. Hann skipuleggur hvernig tíma hvers námsþáttar er varið undir leiðsögn leiðbeinanda annars vegar og í sjálfstætt nám hins vegar. Lögð er áhersla á að leiðbeinendur noti fjölbreyttar kennsluaðferðir sem henta fullorðnum námsmönnum. Æskilegt er að leiðbeinendur hafi í huga alla námsþætti námskrárinnar, til að tryggja samþættingu þeirra og leitist við að nota raunveruleg viðfangsefni. Heimavinna fylgir náminu en getur verið mismikil eftir námsþáttum og einstaklingum. Röð námsþátta þarf að vera í rökréttri samfellu, þannig að námsþátturinn Eftirfylgni komi í lok námsins þar sem aðrir námsþættir eru skilgreindir sem grunnþjálfun. Gert er ráð fyrir að lífsstílsþjálfunin nái yfir 12 mánaða tímabil. Því er lagt til að leiðbeinendur og/eða skipuleggjendur bjóði upp á viðtal í upphafi og lok grunnþjálfunar og einnig að lokinni eftirfylgni. ● Í fyrsta viðtalinu yrði farið yfir markmið, heilsu og aðstæður námsmanns. ● Í öðru viðtalinu, við lok grunnþjálfunar, yrði farið yfir árangur og markmiðin endurskoðuð. ● Í þriðja viðtalinu, í lok námsins yrði farið yfir árangur af náminu, þær lífsstílsbreytingar sem orðið hafa og markmiðasetningu í framhaldinu. Með viðtölunum gefst tækifæri til að skapa góð tengsl og bjóða upp á markvissari einstaklingsmiðun náms og aðgengi að leiðbeinanda og/eða verkefnastjóra á milli hóptíma. Stærsti hluti námsins er á ábyrgð námsmanns auk þess sem hópurinn er hvattur til að vinna saman og deila sinni reynslu. Hægt er að skipuleggja lífsstílsþjálfun sem hluta af vinnustaðanámi eða heilsueflingarverkefnum hjá stofnunum, sveitarfélögum og fyrirtækjum. Mikilvægt að þeir sem taka þátt séu að taka þá ákvörðun sjálfir en séu ekki skikkaðir í lífsstílsþjálfun. Í því skyni að sem flestir finni námsnálgun og námshraða við sitt hæfi er mikilvægt að bjóða upp á fjölbreytta nálgun með virkum umræðum, fyrirlestrum, myndböndum, vettvangsnámi, dæmisögum og fjölbreyttri þjálfun og æfingum sem námsmenn prófa einir og/eða í hóp. Skipuleggjendur og leiðbeinendur þurfa að vera vakandi yfir heilsu og líðan þátttakenda og vísa þeim á viðeigandi úrræði og faglegan stuðning, ef við á, í nærumhverfi nemenda. Þeir verða því að hafa þekkingu á þeirri velferðar- og heilbrigðisþjónustu sem er í boði.
Námsmat: Námsárangur er metinn út frá þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum námsins með fjölbreyttum matsaðferðum sem fræðsluaðili samþykkir og lýst er í kennsluáætlun. Áhersla er lögð á að fara í hverjum tíma yfir það sem hefur áunnist og hvernig námsmönnum gangi að ná hæfniviðmiðum námsins. Námsmati er ætlað að nýtast sem staðfesting á námsárangri og jafnframt sem lærdómur, hvatning og endurgjöf á námstímanum.
Starfsnám: Á ekki við
Markhópar
 • einstaklingar með stutta skólagöngu að baki
 • einstaklingar á vinnumarkaði með stutta formlega skólagöngu að baki
 • einstaklingar sem vilja efla starfshæfni sína
 • starfsmenn í atvinnulífi með þörf fyrir aukna þekkingu og hæfni,
 • einstaklingar sem búa við skerta möguleika til náms eða atvinnuþátttöku
 • einstaklingar með þörf fyrir að afla viðurkenningar á gildi náms sem fellur utan hins formlega framhaldsskóla- og háskólakerfis
 • einstaklingar með nám og reynslu sem aflað hefur verið utan hins formlega skólakerfis
Hæfni-, þekkingar- og leikniviðmið
 • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á áhrifaþáttum heilsu.
 • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á þjónustu og faglegum stuðningi sem er í boði í nærumhverfi hans.
 • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að lesa í áhrifaþætti eigin heilsu.
 • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að miðla á jákvæðan hátt til annarra þekkingu sinni og reynslu af lífsstílsbreytingu sinni.
 • Námsmaður skal geta hagnýtt sér þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að taka ábyrgð á eigin heilsu.
 • Námsmaður skal geta hagnýtt sér þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að viðhalda og festa lífsstílsbreytingar í sessi.
 • Námsmaður skal geta hagnýtt sér þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að nýta stuðningsnet í sínu nærumhverfi til að viðhalda lífsstílsbreytingum.
 • Námsmaður skal geta hagnýtt sér þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að meta árangur af eigin þjálfun, aukinni hreyfingu og breyttu mataræði, út frá eigin markmiðum.


Nemendastundir Fjöldi klukkustunda til að ljúka námskrá

300  klst.

Kjarni Námsþættir í námskrá


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Vinnustundir
Credits Percentage
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir námsþættir sem hægt er að velja/meta í námskránni

Lýsing: Fræðsluaðila er heimilt að gera breytingar sem nema allt að 10% af heildarlengd námsins ef þær eru ekki á skjön við markmið og tilgang þess. Breytingar sem nema meira en 10% eru aðeins heimilaðar með samþykkti Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
Námshæfni:
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
Jafnrétti:
Menntun til sjálfbærni:
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
Heilbrigði:
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
Lýðræði og mannréttindi: