Json

Námskrá

Titill: Fagnám í umönnun fatlaðra (Staðfestingarnúmer 296) 17-296-2-324
Lýsing: Námskráin Fagnám í umönnun fatlaðra lýsir námi á 2. þrepi sem skiptist í 12 námsþætti. Markmið námsins er að auka færni og þekkingu námsmanna á aðstæðum og þörfum fatlaðs fólks til að efla lífsgæði þeirra og virkni. Í náminu er lögð áhersla á sjálfseflingu, lífsgæði og réttindi fatlaðs fólks með því að veita þeim viðeigandi þjónustu. Námið er ætlað þeim sem starfa eða vilja starfa við umönnun fatlaðra, en í því felst að vinna við þjónustu á heimilum og stofnunum fyrir fatlaða. Það getur einnig hentað þeim sem starfa í þjónustu við aldraða og sjúka og fyrir þá sem vinna með börnum og unglingum í vanda. Breyttar áherslur í starfi kalla á aukna fagmennsku og markvissa starfsþróun þannig að starfsfólk geti veitt framsækna og metnaðarfulla þjónustu. Námið var upphaflega þróað af Fræðslusetrinu Starfsmennt árið 2002 í samstarfi við fjölda hagsmunaðila en það hefur tekið nokkrum breytingum í samræmi við breyttar kröfur og nýjungar í þjónustunni. Námið spannar 324 klukkustundir. Mögulegt er að meta námið til 16 eininga á framhaldsskólastigi.

Grunnupplýsingar

Inntökuskilyrði: Fullorðið fólk á vinnumarkaði, með stutta formlega menntun.
Skipulag: Viðurkenndur fræðsluaðili ber ábyrgð á framkvæmd námsins og skipuleggur hversu miklum tíma hvers námsþáttar er varið undir leiðsögn leiðbeinanda annars vegar og í sjálfstætt nám hins vegar. Fræðsluaðili skipar verkefnastjóra náms. Hlutverk hans er að hafa umsjón með náminu og framkvæmd þess, sjá til þess að námsþættir séu samþættir og tryggja rökrétta samfellu þeirra. Hann sér einnig um samstarf við lykilstarfsfólk á vinnustöðum og ber ábyrgð á þjónustu við námsmenn. Lögð er áhersla á að leiðbeinendur noti fjölbreyttar kennsluaðferðir sem henta fullorðnum námsmönnum. Æskilegt er að leiðbeinendur hafi í huga alla námsþætti námskrárinnar og leitist við að nota raunveruleg viðfangsefni. Í því skyni að sem flestir finni námsnálgun og námshraða við sitt hæfi er mikilvægt að bjóða fjölbreytt verkefni, til dæmis fyrirlestra, einstaklingsverkefni, vettvangsferðir, dæmisögur, verklegar æfingar sem námsmenn leysa einir eða í hópi, rökræður og umræður. Kennslufyrirkomulag miðar að þjálfun á færni á vinnustað samhliða náminu en fræðsluaðila er heimilt að auka vægi lokaverkefna sem styðja við yfirfærslu náms þannig að þeir sem stunda námið án þess að starfa í greininni geti lokið því með fullnægjandi hætti.
Námsmat: Námsárangur er metinn út frá þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum námsins með fjölbreyttum matsaðferðum sem fræðsluaðili samþykkir og lýst er í kennsluáætlun. Áhersla er lögð á að leiðbeinandi og námsmenn fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist og hvernig námsmönnum gangi að ná hæfniviðmiðum námsins. Námsmati er ætlað að nýtast sem staðfesting á námsárangri og jafnframt sem lærdómur, hvatning og endurgjöf á námstímanum. Viðmið frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins um almenna starfshæfni á 2. þrepi má leggja til grundvallar við námsmat.
Starfsnám: Einn hluti námsins er starfsþjálfun (F-STFH2SÞ_12). Tilgangur þess námshluta er að styðja við yfirfærslu náms á vinnustað og þjálfa þá hæfni og leikni sem námið hefur byggt upp. Fræðsluaðili ásamt vinnuveitanda skipuleggja starfsþjálfun. Starfsreynsla og vinna með námi er metin í þessum námsþætti eða vægi verkefna vinnu aukið eftir því sem fræðsluaðili ákveður. Aukið vægi verkefnavinnu á eingöngu við ef námsmaður hefur ekki tækifæri til að taka þátt í starfsþjálfun.
Markhópar
  • einstaklingar með stutta skólagöngu að baki
  • einstaklingar á vinnumarkaði með stutta formlega skólagöngu að baki
  • einstaklingar sem vilja efla starfshæfni sína
  • starfsmenn í atvinnulífi með þörf fyrir aukna þekkingu og hæfni,
  • einstaklingar með þörf fyrir að afla viðurkenningar á gildi náms sem fellur utan hins formlega framhaldsskóla- og háskólakerfis
  • einstaklingar með nám og reynslu sem aflað hefur verið utan hins formlega skólakerfis
Hæfni-, þekkingar- og leikniviðmið
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á grunnatriðum í hugmyndafræði sem unnið er eftir í þjónustu við fatlað fólk.
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á almennri þjónustu við fatlað fólk sem ríki, sveitarfélög og hagsmunasamtök veita.
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á manneskjunni og þörfum hennar.
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á skipulagi og framkvæmd þjónustu við fatlað fólk.
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á starfsumhverfi, reglum og vinnuferlum á vinnustað.
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á gagnlegum aðferðum í samskiptum.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að beita aðferðum sem henta mismunandi þörfum notenda þjónustunnar.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að vinna með öðrum við lausn vandamála.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að taka þátt í uppbyggilegum samskiptum.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að setja markmið í einkalífi og starfi.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að vinna sjálfstætt eftir skipulagi á vinnustað.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að nýta góða starfshætti í samræmi við stefnu vinnustaðar.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að greina og leysa algeng verkefni á vinnustað með fullnægjandi hætti.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að tileinka sér jákvætt viðmót.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að eiga árangursrík samskipti við samstarfsfólk og notendur þjónustunnar.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að veita notendum viðeigandi þjónustu, aðstoð og leiðsögn.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að sýna trú á eigin getu.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að vera fær um að setja sig í spor þeirra sem búa við fötlun.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að auka faglega vitund sína og skilnings í starfi.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að stuðla að bættum lífsgæðum notenda þjónustunnar.


Nemendastundir Fjöldi klukkustunda til að ljúka námskrá

324  klst.

Kjarni Námsþættir í námskrá


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Vinnustundir
Credits Percentage
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir námsþættir sem hægt er að velja/meta í námskránni

Lýsing: Skipuleggjanda er heimilt að gera breytingar sem nema allt að 10% af heildarlengd námsins ef þær fara ekki í bága við markmið eða tilgang þess. Breytingar sem nema meira en 10% eru aðeins heimilaðar með samþykki Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
Námshæfni:
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
Jafnrétti:
Menntun til sjálfbærni:
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
Heilbrigði:
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
Lýðræði og mannréttindi: