Json

Námskrá

Titill: Starf í íþróttahúsi (Staðfestingarnúmer 481) 21-481-2-200
Lýsing: Námsskráin byggir á starfaprófíl fyrir starf í íþróttahúsi og eldri námsskrá. Námsskráin lýsir námi á 2. þrepi samkvæmt hæfniramma um íslenskt menntakerfi og er ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á starfa við íþróttahús. Við gerð námsskrárinnar var einkum horft til starfsmanna ríkis og sveitarfélaga á þessum vettvangi, en námið getur jafnframt hentað starfsmönnum einkageirans. Markmið námsins er að tryggja að starfsfólk íþróttamannvirkja hafi þá hæfni sem þarf til að sinna skilgreindum viðfangsefnum í samræmi við starfaprófílinn. Starf í íþróttahúsi er skilgreint á eftirfarandi hátt: „Starfsmaður í íþróttahúsi tekur á móti og þjónustar fjölbreyttan hóp viðskiptavina. Hann ber ábyrgð á að iðkendur komi að hreinu og öruggu húsi og heldur starfsemi gangandi þannig að tímaskipulag haldi og veitir þeim sem húsið sækja sem besta þjónustu. Hann sinnir eftirliti, þrifum og baðvörslu ásamt aðstoð við börn og einstaklinga með sérþarfir. Starfsmaður hefur eftirlit með búnaði og húsnæði og sinnir minniháttar viðhaldi ásamt því að sjá um innkaup á daglegum rekstrarvörum. Hann kappkostar að fyllsta hreinlætis og öryggis sé gætt og reglum sé fylgt. Starfsmaður þarf að geta brugðist við og tekið sjálfstæðar ákvarðanir en um leið fylgt verk- og starfslýsingum. Hann vinnur á vöktum, vinnur stundum í miklum hávaða og vinna við þrif getur verið líkamlega erfið. Starfsmaður er oft við viðkvæmar aðstæður sem geta tengst nekt, kyni og menningarmun og hann þarf að fylgja ströngum reglum varðandi persónuvernd og þagnarskyldu.“ Í náminu er lögð áhersla á að námsmaður öðlist hæfni í móttöku og þjónustu við fjölbreyttan hóp viðskiptavina og að tryggja öryggi og velferð þeirra er íþróttahús sækja. Mikil áhersla er lögð á að hann öðlist hæfni í að vinna samkvæmt verklagi um öryggi og geti fylgt þeim kröfum sem settar eru fram samkvæmt lögum og reglum. Jafnframt er lögð áhersla á að námsmaður tileinki sér sjálfstæð og öguð vinnubrögð og efli samvinnu- og samskiptafærni sína. Tilgangur námsins er að styrkja jákvæð viðhorf námsmanna til starfsgreinarinnar, efla færni og faglega þekkingu til að takast á við helstu viðfangsefni og aukna ábyrgð í fjölbreyttu og krefjandi umhverfi í starfi í íþróttahúsum. Sérstaklega á sviði móttöku og þjónustu við viðskiptavini til aukinna gæða og öryggi þjónustunnar. Námið er 200 klukkustundir að lengd, það byggist upp á fimm námsþáttum. Við námslok er möguleiki á að óska eftir mati á náminu í framhaldsskóla allt að 10 framhaldsskólaeiningar. Slíkt mat getur verið breytilegt eftir námsbrautum og skólum en skólastjórnendur hvers skóla eru ábyrgir fyrir mati skólans á námi frá öðrum fræðslustofnunum. Athugið að til viðbótar þessu námi þarf starfsmaður í íþróttahúsi að hafa gilt skyndihjálparskírteini.

Grunnupplýsingar

Inntökuskilyrði: Engin formleg inntökuskilyrði eru í þetta nám en námið er ætlað fullorðnu fólki á vinnumarkaði með þá hæfni sem þarf til að takast á við alla hluta námsins.
Skipulag: Viðurkenndur fræðsluaðili ber ábyrgð á framkvæmd námsins og skipar verkefnastjóra náms. Hlutverk hans er að hafa umsjón með náminu og framkvæmd þess, sjá til þess að námsþættir séu samþættir og tryggja rökrétta samfellu þeirra. Hann skipuleggur hvernig tíma innan hvers námsþáttar er varið, undir leiðsögn leiðbeinanda annars vegar og í sjálfstætt nám hins vegar. Áhersla er lögð á að leiðbeinendur noti fjölbreyttar kennsluaðferðir sem henta fullorðnum námsmönnum. Æskilegt er að leiðbeinendur taki mið af öllum námsþáttum námskrárinnar til að tryggja samþættingu þeirra og leitist við að nota raunveruleg viðfangsefni. Miðað er við að verkþjálfun fari fram samhliða náminu til að styðja við yfirfærslu náms. Áhersla er lögð á að verkefnastjóri náms fylgist með framvindu, tryggi að þjálfun nái til allra þátta í náminu og styðji námsmenn í því sem snýr að þjálfun á vinnustað. Það má til dæmis gera með lokaverkefni þar sem unnið er með alla þætti námsins.
Námsmat: Námsárangur er metinn út frá þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum námsins með fjölbreyttum matsaðferðum sem fræðsluaðili samþykkir og lýst er í kennsluáætlun. Áhersla er lögð á að leiðbeinandi og námsmenn fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist og hvernig námsmönnum gangi að ná hæfniviðmiðum námsins. Námsmat er staðfesting á námsárangri, það skal jafnframt nota sem lærdóm, hvatningu og endurgjöf á námstímanum.
Starfsnám:
Markhópar
 • einstaklingar með stutta skólagöngu að baki
 • einstaklingar á vinnumarkaði með stutta formlega skólagöngu að baki
 • einstaklingar sem vilja efla starfshæfni sína
 • starfsmenn í atvinnulífi með þörf fyrir aukna þekkingu og hæfni,
Hæfni-, þekkingar- og leikniviðmið
 • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á reglum og verkferlum sem varða öryggismál og hollustuhætti.
 • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á reglum og verkferlum sem varða persónuvernd og þagnarskyldu.
 • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á ólíkum þörfum einstaklinga eftir bakgrunni þeirra.
 • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að miðla upplýsingum til fjölbreytts hóps viðskiptavina.
 • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í samskiptum við ólíka einstaklinga.
 • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í notkun viðeigandi eftirlits- og öryggisbúnaðar sem og hjálpar-, stýris- og tækjabúnaðar.
 • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að umgangast hættuleg efni.
 • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að tryggja öryggi gesta.
 • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að veita gestum góða þjónustu og sinna upplýsingagjöf til fjölbreytts hóps viðskiptavina.
 • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að halda búnaði og húsnæði hreinu og í góðu ásigkomulagi.


Nemendastundir Fjöldi klukkustunda til að ljúka námskrá

200  klst.

Kjarni Námsþættir í námskrá


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Vinnustundir
Credits Percentage
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir námsþættir sem hægt er að velja/meta í námskránni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
Námshæfni:
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
Menntun til sjálfbærni:
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
Heilbrigði:
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
Lýðræði og mannréttindi:
Jafnrétti: