Json

Námskrá

Titill: Tækniþjónusta (Staðfestingarnúmer 143) 16-143-2-140
Lýsing: Námsskráin Tækniþjónusta er unnin samkvæmt hæfnigreiningu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og byggir á starfaprófílnum „Starfsmaður við tækniþjónustu“. Tækniþjónusta lýsir námi á 2. þrepi, skipt í 8 námsþætti sem byggja á hæfniþáttum starfaprófílsins. Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi við tækniþjónustu. Námið er sniðið að þeim sem eru 20 ára eða eldri og hafa stutta formlega skólagöngu að baki. Námið byggir á hagnýtum viðfangsefnum tengdum tækniþjónustu við viðskiptavini og samstarfsfólk. Í náminu er áhersla lögð á að byggja upp grunnþekkingu á vélbúnaði, stýrikerfum, hugbúnaði og netkerfum og þjálfa námsmenn í að veita almenna þjónustu við uppsetningu og tengingar, greina einfaldar bilanir og bregðast við þeim. Markmið námsins er að starfsfólk í tækniþjónustu hafi þá hæfni sem þarf til að sinna skilgreindum verkefnum starfsins samkvæmt starfaprófíl. Starf við tækniþjónustu er skilgreint þannig: Starfsmaður við tækniþjónustu er tengiliður fyrirtækisins við viðskiptavini þess sem þurfa tæknilega aðstoð. Í starfi sínu fylgir hann fyrirfram ákvörðuðum verkferlum og reglum. Hann tekur við fyrirspurnum/beiðnum innri og ytri viðskiptavina og leysir úr einföldum tæknivandamálum en beinir flóknari erindum í réttan farveg. Hann fylgir málum eftir til enda þannig að viðskiptavinir fái úrlausn vandans. Hann tryggir að meðferð persónuupplýsinga og gagna sé í samræmi við reglur fyrirtækisins og gildandi lög. Viðmót starfsmanns í tækniþjónustu á að einkennast af kurteisi, þolinmæði og vilja til að aðstoða viðskiptavininn. Starfsmaður í tækniþjónustu starfar til dæmis í þjónustuveri og getur starf hans afmarkast af því að veita þjónustu gegnum síma. Hann heyrir undir næsta stjórnanda og vinnur í samvinnu við aðra starfsmenn eftir því sem við á. Helstu verkefni starfsmanns við tækniþjónustu eru; taka á móti þjónustubeiðnum/fyrirspurnum, til dæmis í síma, skrá mikilvægar/viðeigandi upplýsingar (það er, stofna beiðnir fyrir verkefnum samkvæmt verklagsreglum), greina einfaldar bilanir á vél- og hugbúnaði, veita afmarkaða ráðgjöf, til dæmis leiðbeina vegna uppsetninga og aðstoða við tengingar, veita almenna tækniþjónustu, til dæmis stofna notendur, endursetja lykilorð, stofna pósthólf, gefa aðgengi að gagnasvæðum og prenturum og endurheimta gögn fyrir viðskiptavini, yfirtaka vinnustöð notenda tímabundið ef þess gerist þörf, fræða/leiðbeina um almenna notkun hugbúnaðar/vélbúnaðar, beina verkefnum til viðeigandi sérfræðinga ef ekki er hægt að leysa í fyrstu snertingu og að fylgja eftir og loka málum sem send eru áfram með þeim hætti sem verklagsreglur kveða á um. Námið er 140 klukkustunda langt og mögulegt að meta það til 7 eininga á framhaldsskólastigi.

Grunnupplýsingar

Inntökuskilyrði: Engin formleg inntökuskilyrði eru í þetta nám.
Skipulag: Viðurkenndur fræðsluaðili ber ábyrgð á framkvæmd námsins og skipuleggur hversu miklum tíma hvers námsþáttar er varið undir leiðsögn leiðbeinanda/starfsþjálfa annars vegar og í sjálfstætt nám hins vegar. Fræðsluaðili skipar verkefnastjóra náms. Hlutverk hans er að hafa umsjón með náminu og sjá til þess að námsþættir séu samþættir. Hann sér einnig um tengingu og samstarf við vinnustaði. Æskilegt er að námsþættir séu samþættir eftir föngum og að leiðbeinendur hafi í huga alla námsþætti námsskráarinnar og leitist við að nota raunveruleg viðfangsefni ef hægt er. Lögð er áhersla á að leiðbeinendur noti fjölbreyttar kennsluaðferðir sem henta fullorðnum námsmönnum. Röð námsþátta þarf að vera í rökréttri samfellu, þar sem æskilegt er að námsþættirnir Tæknibúnaður og Netkerfi komi á undan námsþáttunum Greining tæknilegra vandamála og bilana, Ráðgjöf og leiðsögn og Tæknileg aðstoð/viðgerðir. Einnig er æskilegt að námsmaður hafi lokið sem flestum námsþáttum áður en námsþátturinn Tækniþjónusta – þjálfun á vinnustað er tekin. Heimavinna getur fylgt náminu en getur verið mismikil eftir námsþáttum og einstaklingum.
Námsmat: Viðmið fyrir hæfniþætti í starfaprófíl eru lögð til grundvallar við námsmat. Námsárangur á að meta með fjölbreyttum mats¬aðferðum þar sem áhersla er lögð á leiðsagnarmat. Námsmati er ætlað að nýtast bæði sem staðfesting á námsárangri en ekki síður sem lærdómur, hvatning og endurgjöf á námstímanum. Lagt er til að námsmenn haldi verkdagbók sem lið í að meta námsframvindu sína. Í verkdagbókina safna námsmenn gögnum úr náminu en það gerir þeim kleift að halda utan um þá þekkingu, leikni og hæfni sem þeir öðlast meðan á náminu stendur. Jafnframt auðveldar það þeim og leiðbeinendum að meta hvort námið skili tilætluðum árangri. Í verkdagbók má til dæmis setja námsdagbók, unnin verkefni og/eða annað sem leiðbeinandi leggur til ásamt mati á árangri námsmanns með hliðsjón af hæfniviðmiðum.
Starfsnám: Einn námsþátturinn er „Þjálfun á vinnustað“. Tilgangur þess námsþáttar er að styðja við yfirfærslu náms á vinnustað og þjálfa þá hæfni og leikni sem námið hefur byggt upp við raunverulegar aðstæður.
Markhópar
  • einstaklingar með stutta skólagöngu að baki
  • einstaklingar á vinnumarkaði með stutta formlega skólagöngu að baki
  • einstaklingar sem vilja efla starfshæfni sína
  • starfsmenn í atvinnulífi með þörf fyrir aukna þekkingu og hæfni,
  • einstaklingar sem búa við skerta möguleika til náms eða atvinnuþátttöku
  • einstaklingar með þörf fyrir að afla viðurkenningar á gildi náms sem fellur utan hins formlega framhaldsskóla- og háskólakerfis
  • einstaklingar með nám og reynslu sem aflað hefur verið utan hins formlega skólakerfis
Hæfni-, þekkingar- og leikniviðmið
  • Námsmaður skal hafa þekkingu og skilning á vinnubrögðum, verkferlum og reglum sem tilheyra starfi starfsmanns við tækniþjónustu.
  • Námsmaður skal hafa þekkingu og skilning á algengum tæknibúnaði og virkni hans.
  • Námsmaður skal hafa leikni í að fylgja fyrirfram ákvörðuðum verkferlum og reglum á vinnustaðnum/í starfgreininni.
  • Námsmaður skal hafa leikni í að aðstoða viðskiptavini við að leysa úr einföldum tæknilegum vandamálum.
  • Námsmaður skal hafa leikni í að vinna með öðrum við lausn tæknilegra vandamála.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að greina og leysa úr algengum tæknivandamálum viðskiptavina.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að veita viðskiptavinum viðeigandi ráðgjöf og leiðsögn.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að fylgja málum eftir til enda þannig að viðskiptavinir fái úrlausn vandans.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að tryggja að meðferð persónuupplýsinga og gagna sé í samræmi við reglur fyrirtækisins og gildandi lög.


Nemendastundir Fjöldi klukkustunda til að ljúka námskrá

140  klst.

Kjarni Námsþættir í námskrá


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Vinnustundir
Credits Percentage
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir námsþættir sem hægt er að velja/meta í námskránni

Lýsing: Skipuleggjanda er heimilt að gera breytingar sem nema allt að 10% af heildarlengd námsins ef þær fara ekki í bága við markmið eða tilgang þess. Breytingar sem nema meira en 10% af heildarlengd námsins eru aðeins heimilaðar með samþykki Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
Námshæfni:
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
Menntun til sjálfbærni:
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
Heilbrigði:
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
Lýðræði og mannréttindi:
Jafnrétti: