Námsbraut
Titill brautar: | Námsleið: | Námslok: |
Blómaskreytingabraut (Staðfestingarnúmer 128) 18-128-3-9 | blómaskreytir | hæfniþrep 3 |
Lýsing: | Markmið blómaskreytingabrautar er annars vegar að búa nemendur undir fjölbreytt störf á sviði blómaskreytinga með þeim hætti að þeir uppfylli hæfnikröfur starfsins og hins vegar að búa nemendur undir frekara nám. Starfsvettvangur útskrifaðra nemenda er blómaverslanir og blómaheildsölur, sala og ráðgjöf til viðskiptavina. Blómaskreytar aðstoða við vöruuppsetningu í verslunum og geta starfað sem verslunarstjórar blómaverslana. |
Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar
Inntökuskilyrði: | Umsækjandi þarf að vera orðinn 18 ára. Gert er ráð fyrir að umsækjandi hafi lokið 12 vikum af 60 vikna verknámi á verknámsstað sem skólinn viðurkennir, áður en bóknám hefst. Umsækjandi þarf að hafa lokið að lágmarki eftirtöldum áföngum í almennum framhaldsskóla alls 20 einingar: • Almenn efnafræði á öðru hæfniþrepi 5 ein. • Almenn líffræði á öðru hæfniþrepi 5 ein • Bókfærsla á fyrsta hæfniþrepi 5 ein • Stærðfræði á öðru hæfniþrepi 5 ein. Æskilegt er að umsækjandi hafi jafnframt lokið eftirtöldum áföngum í almennum framhaldsskóla alls 25 einingar: • Íslenska á öðru hæfniþrepi 10 ein • Enska á öðru hæfniþrepi 10 ein • Danska á öðru hæfniþrepi 5 ein. Gert er ráð fyrir að nemendur séu vel tölvufærir og hafi góð tök á námstækni. Æskilegt er að nemandi hafi gilt skyndihjálparskírteini. Nánari upplýsingar um inntökuskilyrði eru á heimasíðu skóla. |
Skipulag: | Nám á blómaskreytingabraut skiptist í bóklegt nám, 4 annir við (alls 120 fein) og starfsnám í 60 vikur (alls 100 fein) á verknámsstað viðurkenndum af skólanum, undir handleiðslu verknámskennara. Mikil áhersla er lögð á verklegar æfingar í skólanum, samhliða bóknáminu. |
Námsmat | Námsmat á brautinni er ýmist með mati á frammistöðu á kynningum eða í verklegum æfingum, mati á þátttöku í umræðum, frammistöðu í bóklegum/verklegum verkefnum og með skriflegum prófum í áföngum. |
Starfsnám: | Starfsnám í blómaskreytingum er verklegt vinnustaðanám í 60 vikur á verknámsstað viðurkenndum af skólanum, undir handleiðslu verknámskennara. Þessar 60 vikur eru dagbókarskyldar og er dagbókin metin til einkunnar. Verknámið er 100 fein. Nánari upplýsingar um starfsnám eru í skólareglum. |
Reglur um námsframvindu: | Nám á blómaskreytingabraut er rekið sem bekkjakerfi þannig að nemendur þurfa að jafnaði að ljúka öllum áföngum fyrri annar til að geta haldið áfram á aðra önn. Lágmarkseinkunn til að standast áfanga er að jafnaði 4,5 en heimilt er að setja strangari kröfur í séráföngum brauta. Nánari upplýsingar um námsframvindu er að finna í skólareglum. |
Hæfniviðmið: |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
|
Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni
240 fein. |
Kjarni Skylduáfangar brautarinnar
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Nei, frjálst val er ekki leyft