Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Nám til iðnmeistara (Staðfestingarnúmer 389) 20-389-4-11 iðnmeistaranám hæfniþrep 4
Lýsing: Iðnmeistaranám nær til náms í stjórnunar- og rekstrargreinum ásamt fagtengdu námi þar sem það á við. Námið miðar að því að gera nemendur hæfa til að reka fyrirtæki skv. 10. grein iðnaðarlaga nr. 42/1978 og vera færa um að sjá um leiðsögn og kennslu iðnnema í eigin iðngrein. Hver maður getur leyst til sín meistarabréf ef hann fullnægir skilyrðum 3. gr. laganna, hefur lokið sveinsprófi, unnið síðan undir stjórn meistara í iðngrein sinni eitt ár minnst og jafnframt lokið meistaraprófi í iðninni frá meistaraskóla. Meistarabréf veitir meistara leyfi til að reka þá iðngrein, er meistarabréf hans tekur til.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Til að innritast á brautina þarf nemandi að hafa staðist sveinspróf í einhverri af eftirfarandi iðngreinum: bifreiðasmíði, bifvélavirkjun, bílamálun, blikksmíði, bókbandi, flugvirkjun, grafískri miðlun, gull -og silfursmíði, hársnyrtiiðn, húsasmíði, húsgagnabólstrun, húsgagnasmíði, kjólasaum, klæðskurði, ljósmyndun, málaraiðn, múriðn, netagerð, pípulögnum, prentun, rafvirkjun, rennismíði, skósmíði, skrúðgarðyrkju, snyrtifræði, stálsmíði, söðlasmíði, tannsmíði, úrsmíði og veggfóðrun vélvirkjun og dúkalögn.
Skipulag: Náminu er skipt í tvo hluta, A og B, í A-hluta eru grunnáfangar í rekstri, stjórnun og stofnun fyrirtækja auk kennslu og leiðsagnar. Í B-hluta eru einnig fög tengd fyrirtækjum og rekstri auk fagtengds efnis greinar þar sem við á. Námið fer fram eftir frekara skipulagi hvers skóla ýmist með dreifnámi/fjarnámi eða staðbundnum lotum. Námið hefur námslok á fjórða hæfniþrepi íslensks hæfniramma um menntun.
Námsmat Námsmatið á að vera leiðbeinandi fyrir nemendur og gefa þeim möguleika á að fylgjast með eigin árangri. Námsmat skal vera fjölbreytt: skrifleg próf, verkefni, kynningar og fleira. Lögð er áhersla á verkefnabundið nám þar sem nemendur vinna einir eða í hóp með verkefni tengd sínu fagi.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Nemendur þurfa að ljúka hverjum áfanga fyrir sig með einkunninni 5 að lágmarki. Nemendur þurfa að hafa lokið eða vera að ljúka öllum fögum A-hluta áður en byrjað er á B-hluta. Áfanginn Grunnur að gæðahandbók skal tekinn á fyrstu önn og lokaverkefni hvers hluta er unnið samhliða öðrum fögum hlutans. Nemendur velja mismunandi pakka eftir starfsnámi.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • stofna og reka fyrirtæki í íslensku atvinnulífi í samræmi við lög og reglur.
  • greina markaðsaðstæður og meta stöðu fyrirtækja út frá þeim.
  • þekkja rekstrarumhverfi á Íslandi og tengingu þess við faggrein sína.
  • stjórna starfsfólki og starfsmannahaldi.
  • þróa og útbúa gæðahandbók fyrir fyrirtæki/verk.
  • gera áhættugreiningu, áhættumat og öryggis- og heilbrigðisáætlun fyrir vinnustað.
  • tileinka sér og nýta þær rannsóknir og nýjungar sem tilheyra rekstri í greininni.
  • annast skipulagningu náms og þjálfun nemenda í sinni grein eftir þeim lögum, reglugerðum og námskröfum sem gerðar eru hverju sinni.
  • stjórna framleiðslu- og framkvæmdum, greina og skipuleggja öryggis- og umhverfismál, skipuleggja vinnustaði og stjórnunar- og framleiðsluferla.

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

38  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


A hluti
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
B hluti
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið pakkaval

Pakkaval fyrir húsasmíði, pípulagnir, múrsmíði og blikkara er:
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Pakkaval fyrir rafvirkja er:
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 2

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: A- og B- hluti eru 38 einingar. Þess utan þurfa vélvirkjar, stálsmiðir og rennismiðir að taka 8 einingar í vali í faggrein.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • Þjálfa nemendur í að greina upplýsingar.
  • Þjálfa framsetningu og túlkun á tölulegum upplýsingum.
Námshæfni:
  • Nemendur þjálfist í skipulögðum vinnubrögðum og læri að setja sér markmið.
  • Nemendur læri að leita sér upplýsinga um þau málefni sem unnið er með.
  • Nemendur læri að tjá sig og rökstyðja skoðanir sínar t.d. með kynningum á verkefnum.
  • Styrkleikar hvers nemanda fái að njóta sín t.d. í hópavinnu.
  • Nemendur læri að bera ábyrgð á námi sínu og skipuleggja sig. Þeir geti valið sér verkefni og skipulagt í samráði við kennara.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • Með mikilli og fjölbreyttri verkefnavinnu þurfa nemendur að vera skapandi og koma með nýjar og ferskar hugmyndir.
  • Nemendur tileinki sér að vinna bæði í hópi og sjálfstætt að verkefnum þar sem unnið er að stofnun eigin fyrirtækis.
  • Verkefni skulu skarast þvert á áfanga og tengja þannig saman í lokaafurð þekkingu frá mörgum fögum.
Jafnrétti:
  • Framfylgja skal jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun Tækniskólans.
  • Beita skal fjölbreyttu námsmati og kennsluaðferðum.
  • Allir skulu eiga jafna möguleika á að rækta hæfileika sína á jafnréttisgrundvelli.
Menntun til sjálfbærni:
  • Nemendur skilji mikilvægi þess að skapa samábyrgt samfélag.
  • Nemendur geti tekist á um álitamál og ástundi lýðræðisleg vinnubrögð.
  • Nemendum þekki og virði umhverfi sitt og auðlindir þess.
  • Framfylgt skal umhverfisstefnu Tækniskólans.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • Nemendur eru hvattir til að afla sér upplýsinga á erlendum vefsíðum í fræðibókum og fleiru.
  • Nemendur kynni sér hvernig leiðbeina má og kynna verklag og reglur fyrir erlendum starfsmönnum í íslenskum iðnfyrirtækjum.
Heilbrigði:
  • Nemendur tileinki sér rétta líkamsbeitingu miðað við aðstæður.
  • Nemendur taki þátt í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli.
  • Nemendur skulu hvattir til að standa upp frá vinnu sinni og skipta um stöðu og umhverfi.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • Nemendur kynna verkefni sín fyrir samnemendum og kennurum.
  • Nemendur skili ritgerðarvinnu og verkefnum.
  • Nemendur efli með sér skilning á mikilvægi góðrar málvitundar í tengslum við textavinnslu og fleira.
  • Nemendur taki þátt í hópavinnu þar sem reynir á samskipti og tjáningu.
Lýðræði og mannréttindi:
  • Áhersla er lögð á að allir nemendur fái að tjá sig og segja sína skoðun.
  • Í hópverkefnum reynir mikið á samvinnu og nemendur læra að taka tillit til mismunandi skoðana.
  • Nemendur læri að bera virðingu fyrir eigin störfum og annarra.