Námsbraut
Titill brautar: | Námsleið: | Námslok: |
Nýsköpunar- og tæknibraut (Staðfestingarnúmer 392) 18-392-3-6 | stúdent | hæfniþrep 3 |
Lýsing: | Námi á nýsköpunarbraut er ætlað að veita nemendum góða, almenna undirstöðuþekkingu í bóklegum og verklegum greinum með áherslu á nýsköpun og tækni. Í námi sínu tileinka nemendur sér mismunandi nálgun við lausn ýmissa verkefna og temja sér verkleg, skapandi og listræn vinnubrögð. Meðal kennslugreina á brautinni eru auk bóklegra greina frumkvöðlafræði, stafræn smiðja (fab lab), nýsköpun, forritun, vefmiðlun, rafmagns-, málm- og trésmíðaáfangar. Námið veitir góðan undirbúning fyrir nám í háskólum eða sérskólum einkum á sviði skapandi greina. Námið er 200 framhaldsskólaeiningar og því lýkur með stúdentsprófi. Frjálst val á brautinni er 25 einingar og er nemendum bent á að nota það til að styrkja undirbúning sinn fyrir það nám sem stefnt er að í háskóla. |
Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar
Inntökuskilyrði: | Inntökuskilyrði inn á brautina er að nemandi hafi einkunnina B í ensku, stærðfræði og íslensku úr grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum. |
Skipulag: | Nám á nýsköpunarbraut er hvort tveggja bóklegt og verklegt og fer fyrst og fremst fram í skólanum. Námsbrautin skiptist í kjarna, brautarkjarna og frjálst val. Kjarninn samanstendur af áföngum sem nemendur á öllum stúdentsbrautum taka en brautarkjarninn er einkennandi fyrir nýsköpunar- og tæknibraut. Gæta þarf að því að kröfum um fjölda eininga á hæfniþrepi sé fullnægt: • Einingar á fyrsta hæfniþrepi mega að vera að hámarki 33% • Einingar á öðru hæfniþrepi mega að vera að hámarki 50% • Einingar á þriðja hæfniþrepi þurfa að vera að lágmarki 17%. |
Námsmat | Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat. Lokanámsmat áfanga byggir m.a. á lokaprófi, mætingu, ástundun, verkefnaskilum, skyndiprófum, ritgerðum og sjálfs- og jafningjamati. |
Starfsnám: | |
Reglur um námsframvindu: | Lágmarkseinkunn er 5 í öllum áföngum. Meðalnámstími er 6 annir og þarf nemandi að ljúka að meðaltali 33-37 f-einingum á önn. Lágmarkseiningafjöldi á brautinni er 200 einingar. |
Hæfniviðmið: |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
|
Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni
200 fein. |
Kjarni Skylduáfangar brautarinnar
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Lýsing: | Í frjálsu vali eru 25 einingar. Við val á áföngum þarf nemandi að hafa í huga samsetningu áfanga hvað þrepaskiptingu varðar til að uppfylla skilyrði aðalnámskrár. |