Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Hagnýt margmiðlun (Staðfestingarnúmer 53) 18-53-4-11 viðbótarnám við framhaldsskóla hæfniþrep 4
Lýsing: Námsbraut í hagnýtri margmiðlun er á fjórða þrepi, ætluð fólki með stúdentspróf eða sambærilega menntun sem auka vill fagmennsku sína á sviði skapandi miðlunar. Námið er skilgreint sem 60% vinna á námstímanum og er hægt að ljúka því á fjórum önnum (tveimur árum).

Námið er hugsað fyrir fólk sem stundar vinnu, það er með dreifnámssniði sem þýðir að stór hluti þess fer fram í námsumsjónarkerfi á netinu auk þess sem nemendur mæta í staðbundnar lotur. Markmið námsins er að gera nemandann sjálfbjarga í miðlun efnis fyrir prent-, skjá- og kvikmyndamiðla og koma að hagnýtum notum í þeim störfum sem viðkomandi stundar. Það er því að hluta til einstaklingsmiðað. Hagnýti hluti námsins veitir undirstöðuþjálfun í hönnun, umbroti, vefgerð og kvikmyndun en í fræðilega hlutanum er lögð áhersla á sögulegar forsendur og hugmyndfræði skapandi miðlunar. Þar sem námið er á fjórða þrepi er það einingabært á háskólastigi en mat á náminu er þó ávallt háð viðkomandi háskólastofnunum.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Stúdentspróf eða sambærileg menntun. Ekki er gerð krafa um sérþekkingu á sviði margmiðlunar.
Skipulag: Forsendur:
1. Námið er skipulagt sem dreifnám.
2. Námið er skipulagt sem 60% nám í 2 ár. Á hverri önn eru kenndar 18 einingar og námið því alls 72 einingar sem deilist á 4 annir (A–D).
3. Námi á hverri önn er skipt í verklega og fræðilega áfanga. Vægi verklegra áfanga er 2/3, þ.e. 12 einingar á önn eða 48 einingar alls. Vægi fræðilegra áfanga er 1/3, þ.e. 6 einingar á önn og 24 einingar alls.
4. Reiknað er með að kennsla á hverri önn deilist á 18 vikur (þar sem námsmat er innifalið) og er námsþungi því 1 eining á viku.
5. Verklegu áfangarnir eru skipulagðir sem einn áfangi á önn sem skiptist í afmarkaða hluta sem lýkur með verkefnaskilum og fjölþættu námsmati.
6. Fræðilega námið er skipulagt sem einn áfangi á önn, 6 einingar sem kenndur yrði í 18 vikur (þar sem fjölþætt námsmat er innifalið).

Námið skiptist í fjórar annir – A, B, C og D – með eftirfarandi áherslum á hverri önn:
Önn A: Grunnur að margmiðlun
Markmið verklegs áfanga eru á þrepi 3 (1/4) og 4 (3/4).
Markmið fræðiáfanga á sviði sjónmenningar eru á þrepi 4.

Önn B: Umbrot og myndlýsing
Markmið verklegs áfanga eru á þrepi 3 (1/4) og 4 (3/4).
Markmið fræðiáfanga eru á sviði ljósmynda- og prentmiðlafræði á þrepi 4.

Önn C: Kvikmyndun og hljóðvinnsla
Markmið verklegs áfanga eru á þrepi 3 (1/4) og 4 (3/4).
Markmið fræðiáfanga eru á sviði fræða kvikmyndunar og rafrænna miðla á þrepi 4.

Önn D: Upplýsinga- og gagnamiðlun
Markmið verklegs áfanga eru á þrepi 3 (1/4) og 4 (3/4).
Markmið fræðiáfanga eru á sviði upplýsinga- og gagnamiðlunarfræða á þrepi 4.
Námsmat Námsmat er fjölbreytt og byggir í ríkum mæli á frammistöðu- og leiðsagnarmati og felur þannig í sér trausta heimild um hæfni nemandans. Það tekur til allra þátta námsins þannig að mat er lagt á þekkingu, leikni og hæfni nemandans auk framfara.

Allt nám í verklegum áföngum er verkefnamiðað en viðfangsefni í hverjum áfanga eru að jafnaði nokkur talsins. Skil stærri verkefna fara fram með kynningu þar sem nemandi útskýrir hugmyndir sínar, vinnuaðferðir, vinnuferli og lokaafurð þar sem frammistaða hans er metin sem hluti af lokaeinkunn fyrir verkefnið. Í sumum verkefnum er farið fram á milliskil; að nemandi skili hugmyndavinnu og drögum fyrir lokaskil í þeim tilgangi að veita honum hvatningu og leiðsögn meðan á vinnuferlinu stendur. Við lokamat verkefna er horft til margvíslegra námsmatsþátta: hugmyndavinnu, frumleika, sjálfstæðis, skynbragðs, heildarsýnar, samræmis, tæknilegrar hæfni og vinnuaðferða.

Nám í fræðilegum áföngum er verkefnamiðað þar sem sjálfstæð fræðileg vinnubrögð, ábyrg heimildanotkun og gagnrýnin, frumleg og gefandi tjáning er metin.

Til þess að ljúka námi af brautinni þarf nemandi að hafa lokið öllum þáttum námsins á fullnægjandi hátt.

MAT Á FYRRA NÁMI
Í upphafi náms verður leitast við að meta styrk og stöðu nemandans með tilliti til væntanlegs náms og áætlaðrar námsframvindu. Mögulegt er að meta fyrra nám inn á námsbrautina.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Á fyrstu önn ljúka nemendur áföngunum Grunnur að margmiðlun (MMGR4GV12) og Fræði sjónmenningar (MMGF4GF06), alls 18 einingum. Áfangarnir eru undanfarar allra annarra áfanga í náminu og geta nemendur því valið aðra áfanga í hvaða röð sem þeir kjósa. Til að standast áfanga þarf lágmarkseinkunnina 5,0. Sjá nánar í skólareglum.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • skipuleggja og fylgja eftir verkferli á sviði margmiðlunar frá hugmynd til lokaafurðar.
  • beita mismunandi samskiptaleiðum á sviði margmiðlunar af öryggi og sýna áræðni við val á viðeigandi leið með tilliti til verkefna og aðstæðna hverju sinni.
  • fylga eigin sannfæringu, sýna frumkvæði og skapandi nálgun við útfærslu verka sinna.
  • greina á fræðilegan og fjölbreyttan hátt áhrif margmiðlunar í umhverfi sínu og nýta við framsetningu sína.
  • setja verk sín á sviði margmiðlunar skilmerkilega fram, skiptast á skoðunum við aðra um þau og útskýra hugmyndir sínar og verk í mæltu máli og myndrænt.
  • leysa af hendi verkefni á sviði margmiðlunar þar sem áhersla er á skapandi hugsun, áræðni og frumkvæði.
  • standa sjálfstætt að kynningu verka sinna og miðla þar fagurfræðilegum styrk sínum.
  • koma á framfæri skoðunum sínum um miðlun á öruggan hátt.
  • nýta skilning sinn á aðferðarfræði margmiðlunar í sköpun og starfi á sjálfstæðan hátt.
  • tjá sig á skýran, ábyrgan og gagnrýninn hátt um eigin verkferli, hönnunarforsendur og niðurstöður.
  • efla fagvitund sína og ábyrgð á sviði miðlunar.

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

72  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • í tengslum við miðlun tölulegra gagna. Áhersla er lögð á myndræna framsetningu talnasafna í miðlun og að nemandinn nýti sér sem fjölbreyttust gögn í öflun, varðveislu og miðlun upplýsinga. Í náminu vinna nemendur jöfnum höndum með rafræn og prentuð gögn og þjálfast í margbreytilegir framsetningu þeirra m.t.t. markmiða og notkunar. Rík áhersla er lögð á sjálfstæð og gagnrýnin vinnubrögð í þessu sambandi.
Námshæfni:
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • með því að gefa nemendum tækifæri til að vinna á skapandi hátt að verkefnum og fræðilegum úrlausnarefnum er tengjast markmiðum námsins. Í fræðilegum áföngum er ætlast til að nemendur vinni sjálfstætt og skapandi úr álitamálum í tengslum við miðlun. Í verklegum áföngum vinna nemendur að sjálfstæðum miðlunarverkefnum undir leiðsögn kennara. Hagnýta þekkingu og leikni öðlast nemendur í öllum áföngum.
Jafnrétti:
  • í tengsum við fjölmarga námsþætti. Áhersla er lögð á að mikilvægi þess að bera virðingu fyrir skoðunum og lífsgildum annarra og virða mannréttindi og manngildi. Í tengslum við öll miðlunarverkefni fræðilegra og verklegra áfanga er sérstaklega hugað að siðferðillegum álitamálum. Áhersla er lögð á gagnrýna skoðun á samfélagslegum álitamálum í tengslum það markmið að tryggja jafna stöðu kynjanna. Grundavallaratriði í náminu er hagnýting margmiðlunar til að jafna möguleika fólks til að nálgast og hagnýta sér upplýsingar í lífi og starfi.
Menntun til sjálfbærni:
  • í samhengi við viðfangsefni nemenda hverju sinni. Í margmiðlun felast margvíslegir möguleikar til að draga úr pappírsnotkun og auðlyndasóun en um leið skapar breytt tækni ný úrvinnsluefni. Rík áhersla er lögð á það við nemendur í bæði verklegum og fræðilegum áföngum að leita leiða og taka afstöðu til skynsamlegrar nýtingar náttúruafurða, virða umhverfi sitt og náttúru og taka tillit til þeirra takmarkana sem vistkerfi jarðar setur jarðarbúum.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • Lögð er áhersla á að nemendur afli sér upplýsingar í tengslum við miðlun í erlendum fræðabókum, rannsóknum og gagnasöfnum. Í miðlunarverkefnum er ætlast til að nemendur geti miðlað rannsóknarvinnu sinni með skírskotun til hins alþjóðlega fjölmiðlaumhverfis óháð því málsamfélagi sem þeir búa í.
Heilbrigði:
  • á fjölbreyttan hátt. Við úrlausn fræðilegra og verklegra úrlausnarefna eru nemendur hvattir til að huga að lýðheilsu og heilbrigðra starfshátta í tengslum við miðlun. Við afmörkun og skilgreiningu verkefna er sérstök áhersla er lögð á forvarnir og heilbrigða starfs- og lífshætti.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • Rík áhersla er lögð á markvissa textavinnslu og -framsetningu með tilliti til ólíkra miðla og markhópa. Við úrlausn verkefna skila nemendur afurðum sem endurspegla skilning og markvissa hugtakabeitingu m.t.t. íslenskrar menningar og fræðaumhverfis. Íslenskt samfélag er að stórum hluta undir í markmiðsetningu miðlunarverkefna þar sem markviss og hnitmiðuð beiting íslenskunnar er höfð að leiðarljósi.
Lýðræði og mannréttindi:
  • í tengslum við fjölmarga námsþætti. Í markmiðssetningu fræðilegra og verklegra miðlunarverkefna eru nemendur vaktir til auknar vitundar um mikilvægi þess að virða mannréttindi og manngildi. Ætlast er til að verkefnaval nemenda grundvallist á rökstuddum skoðunum og grundvallaðri afstöðu til siðferðilegra og samfélagslegra álitamála. Rík áhersla er lögð á jákvæða og uppbyggilega félags- og samskiptahæfni.