Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Meistarnám í matvælagreinum (Staðfestingarnúmer 168) 17-168-4-11 iðnmeistaranám hæfniþrep 4
Lýsing: Iðnmeistarar gegna ólíkum störfum og hlutverkum í matvælafyrirtækjum. Þeir vinna við mismunandi aðstæður allt eftir eðli starfseminnar, stærð fyrirtækis og stöðu innan þess. Í litlu iðnfyrirtæki er meistarinn allt í senn; atvinnurekandi, stjórnandi, faglegur leiðtogi og kennari eða leiðbeinandi. Í stærri fyrirtækjum er oftast um að ræða hreinni verkaskiptingu þar sem meistarar gegna aðallega stjórnunarstörfum, faglegri umsjón og leiðsögn til nemenda og starfsmanna. Iðnmeistarinn ber ábyrgð á að miðla handverki sínu til nemandans og er endanleg ábyrgð á námi nemandans á hans herðum. Hann þarf því að búa yfir grunnþekkingu og yfirsýn varðandi stjórnun, rekstur og vera fær um að leggja sjálfstætt mat á einstaka þætti í rekstri fyrirtækisins ásamt því að annast kennslu í iðngrein sinni.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Að nemandi hafi lokið iðnnámi og sveinsprófi í matvælagrein þ.e. bakstri, framreiðslu, kjötiðn og/eða matreiðslu.
Skipulag: Námið fer fram eftir frekara skipulagi hversskóla/fræðsluaðila fyrir sig ýmist í dreifnámi/fjarnámi eða staðbundum lotum. Námsbrautin er á fjórða þrepi. Nemendur sækja námið eftir fyrirfram ákveðnu skipulagi sem gefið er út við upphaf kennslu. Starfsgreinaráðið mælir með því að fræðsluaðilar nýti kosti fjarnáms og rafrænnar miðlunar. Markhópurinn sem sækir námið er fullorðið fólk sem er dreift víða um land og mikilvægt að þörfum hópsins sé mætt með fjölbreyttum og sveigjanlegum kennsluaðferðum eins og kostur er.
Námsmat Námsmat í meistaranáminu er fjölbreytt. Það fer fram með skriflegum prófum, hagnýtum verkefnum þar sem nemendur fá tækifæri til að vinna með vðfangsefni er tengist starfi þeirra og/eða vinnustað þeirra. Nemendur skulu ljúka hverjum áfanga með einkunnina 5 að lágmarki.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Nemendur þurfa að ljúka hverjum áfanga fyrir sig með einkunninni 5.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

 • stofna fyrirtæki bæði út frá fjárhagslegum og lögformlegum atriðum/áherslum.
 • starfa skv. lögum og reglugerðum er snúa að matvælafyrirtækjum
 • þekkja rekstrarumhverfi á Íslandi og tengingu þess við faggrein sína
 • fást við stjórnun í matvælafyrirtæki s.s. markmið, starfsmannahald, skipulag, fjármál, bókhald og marksðamál
 • greina markaðsaðstæður í grein sinni og útbúa makaðáætlanir af kunnáttusemi
 • beita mismunandi stjórnunarstílum og þeim stjórnunaháttum sem mest eru viðhafðir í dag við rekstur matvælafyrirtækja
 • gera átælanir byggðar á markmiðum fyrirtækisins og hvernig markmiðum er náð með áætlunum og eftirliti
 • teikna skipurit fyrir matvælafyritæki og að skilja mikilvægi þeirra við stjórnun í fyrirtækjum
 • hafa skilning á gæðastjórnun ISO og innra eftirlit í matvælagreinum HACCP
 • beita framlegðarútreikningum og sölufræði við innkaup á vörum matvælafyrirtækisins. Geta stjórnað fjárhagslegum og markaðslegum þáttum með réttu bókhaldi við stjórn og rekstur fyrirtækisins
 • skipuleggja þjálfun starfsfólks í sinni iðngrein. Annast um skiplagningu náms og þjálfun nemenda í grein sinni eftir þeim lögum, reglugerðum og námskröfum sem gerðar eru hverju sinni. Hann getur einnig metið námsþarfir nemenda og starfsfólks og valið réttar viðeigandi aðferðir við leiðsögn. Hann getur gert heilstæða námsáætlun fyrir nemanda með tilliti til vinnustaðaþjálfunnar og skv. þeim viðmiðum sem koma fram í Aðalnámskrá.

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

35  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
 • Í stjórnunar- og rekstraráföngum í meistaranáminu vinna nemendur að fjölbreyttum verkefnum er snúa að útreikningum, bókhaldi, þjónustu og markaðssetningu á afurðum úr matvælageiranum.
 • Nemendur vinna markaðsáætlanir og læra viðbrögð við breytingum á markaðaðstæðum.
 • Í bókhaldáföngum námsins læra nemendur fjármálalæsi og hvernig beri að halda utan um bókhald matvælafyrirtækja. Þar er unnið með tölulegar upplýsingar sem þarf að hafa í huga við rekstur fyrirtækja.
Námshæfni:
 • Nemendur sem sækja meistaranám eru margir hverjir að koma aftur í nám eftir nokkurra ára hlé. Vegna þessa er lögð áhersla á að efla þá á alla vegu. Námsráðgjafar koma í upphafi hverrar annar og leiðbeina nemendum um námstækni og annað sem getur ýtt undir námshæfni þeirra.
 • Nemendur eru þjálfaðir í að setja sér raunhæf markmið í námi og vinna að þeim. Kennslu- og námsaðferðir eru fjölbreyttar og reyna á ýmsa hæfni. Unnið er sérstaklega með styrkleika nemenda og hvernig megi efla þá.
 • Í öllum áföngum þurfa nemendur að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og takast á við áskoranir í náminu.
 • Nemendur þurfa stöðugt að meta eigið vinnuframlag og læra þannig að þekkja styrkleika sína og veikleika og setja sér raunhæf markmið. Nemendur vinna í innra tölvukerfi skólans með góðan aðgang að kennara í hverri grein og geta lagt inn til hans fyrirspurnir varðandi þætti er varða áfangann. Með þessu móti fá nemendur endurgjöf frá kennara á meðan á námi í áfaganum stendur.
 • Nemendur þurfa að nota fjölbreytt gögn og er gefinn kostur á að leita sér upplýsinga í fyrirtækjum á matvælasviði til að auka þekkingu sína á mismunandi áherslum sem við eiga í matvælagreinum.
 • Í meistaranáminu er lögð mikil áhersla á sjálfstæð og skapandi vinnubrögð.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
 • Í öllum námsgreinum í meistaranáminu reynir á frumkvæði og skapandi hugsun. Nemendur þurfa að hagnýta þekkingu sína með margs konar verkefnavinnu þar sem m.a. gefst tækifæri á að vinna með raunhæf verkefni úr atvinnulífinu.
 • Í lokaverkefnum reynir á hagnýtingu þekkingar og skapandi hugsun nemenda þar sem þeir skila af sér tillögum, hugmyndum og fullmótuðum verkefnum er snúa að rekstri fyrirtækja í matvælagreinum.
Jafnrétti:
 • Í skólastarfinu öllu er áhersla á jafnrétti sem byggir á jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun skólans.
 • Áhersla er lögð á fjölbreyttar kennsluaðferðir, kennsluefni og námsmat með það fyrir augum að allir hafi jafna möguleika til að standa sig sem best í náminu.
 • Brýnt er fyrir nemendum að sýna virðingu og virða skoðanir annarra t.d. óháð kyni, bakgrunni eða námslegri getu.
 • Boðið er upp á nám til meistara í dreifnámi þannig að sem flestir geti sótt það óháð búsetu.
Menntun til sjálfbærni:
 • Í öllu skólastarfinu er lögð áhersla á sjálfbærni og sjálfbæra hugsun. Unnið er að því að nemendur verði virkir og ábyrgir borgarar bæði gagnvart samfélaginu og umhverfi sínu.
 • Í öllum áföngum meistaranámsins gefst nemendum kostur á að vinna með raunhæf verkefni úr atvinnulífinu. Með þessu læra þeir að meta eigin vinnubrögð og annarra og æfast í að setja sér raunhæf markmið fyrir þau fyrirtæki sem þeir starfa hjá.
 • Kennslu- og námsaðferðir eru fjölbreyttar og reyna á ýmsa hæfni nemenda. Unnið er sérstaklega með styrkleika nemenda og hvernig megi efla þá. Einnig nota nemendur reynslu sína og þekkingu úr atvinnulífinu til að öðlast dýpri skilning á því efni sem tekið er fyrir í náminu. Með þessu móti er hægt að mennta nemendur til sjálfbærni með markvissum hætti.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
 • Í iðnnámi matvælagreina er lögð sérstök áhersla á kennslu á erlendum tungumálum er tengjast störfum í matvælgreinum.
Heilbrigði:
 • Í skólastarfinu öllu er lögð áhersla á heilsusamlegan lífsstíl m.a. í tengslum við að MK sem er heilsueflandi framhaldsskóli. Unnið er með næringu, hreyfingu, geðrækt og lífsstíl. Þessir þættir eru nánar útfærðir í heilsustefnu skólans. Gengið er út frá því að nemendur beri ábyrgð á sjálfum sér og eigin gjörðum.
 • Nemendur eru hvattir til að tileinka sér heilsusamlegan lífsstíl og jákvæð samskipti þar sem einelti og annað ofbeldi líðst ekki.
 • Í öllum samskiptum við nemendur er áhersla lögð á jákvæðni og hvatningu. Bæði í samskiptum kennara og nemenda og samskiptum nemenda innbyrðis. Með því er stuðlað að félagslegu heilbrigði og betri líðan.
 • Með stöðugri örvun og æfingu í framsetningu texta er sjálfsöryggi nemenda styrkt, til dæmis með því að nemendur æfast í að tjá sig og flytja eigið efni.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
 • Í meistaranáminu er gerð krafa um verkefnavinnu nemenda í öllum áföngum. Þar reynir á samskipti og samskiptahæfni ásamt tjáningu bæði í rituðu og töluðu máli við kynningu niðurstaðna.
 • Nemendur þurfa að geta svarað spurningum á málefnalegan hátt og rökstutt skoðanir sínar og niðurstöður. Við þessa kennsluaðferð skapast tækifæri fyrir skoðanskipti milli nemenda úr reynsluheimi þeirra úr matvælagreinunum sem nýtist öllum þeim er þátt taka í umræðunum.
 • Í öllum áföngum vinna nemendur með raunhæf verkefni og við það kynnast þeir nýjum hugtökum sem tengjast mismunandi þáttum milli áfanganna. Nemendur læra að tileinka sér aðferðir við rekstur og þjálfast í að lesa úr bókhaldsgögnum og efla þannig fjármálalæsi sitt. Í stjórnunar og rekstargreinum læra nemendur um þætti er snúa að réttindum og skildum einstaklingsins gagnvart fyrirtæki svo og réttindum og skildum fyrirtækisins gagnvart starfsmönnum.
Lýðræði og mannréttindi:
 • Í skólanum er stuðlað að því að gera nemendur að virkum og ábyrgum þátttakendum í íslensku samfélagi.
 • Á hverri önn er áfangakönnun lögð fyrir nemendur skólans þar sem þeir láta í ljós álit sitt á skipulagi og innihaldi áfanga, námsefni og kennsluháttum.
 • Í öllum áföngum brautarinnar eru nemendur hvattir til umburðarlyndis og virðingar fyrir mismunandi lífsgildum. Þannig þjálfast nemendur í því að vera virkir og ábyrgir þátttakendur í lýðræðissamfélagi.
 • Í kennslufræðiáfanga meistaranámsins vinna nemendur verkefni sem lúta að réttindum og skyldum einstaklinga og fyrirtækja. Þeir setja m.a. upp drög að skipulagi þess hvernig staðið skuli að móttöku nemanda í verknám og skipuleggja námstíma hans út frá vinnustaðaþætti og skólaþætti.