Námsbraut
Titill brautar: | Námsleið: | Námslok: |
Félags- og hugvísindabraut (Staðfestingarnúmer 71) 15-71-3-6 | stúdent | hæfniþrep 3 |
Lýsing: | Á félags- og hugvísindabraut er áhersla á kjarnagreinar og sérgreinar í félagsvísindum og hugvísindum, s.s. félagsfræði, sögu, sálfræði og heimspeki. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og nám á henni er góður undirbúningur fyrir háskólanám, ekki síst á sviði félagsvísinda, hugvísinda og íslensku. |
Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar
Inntökuskilyrði: | Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum. Nánar er tilgreint um inntökuskilyrði á heimasíðu skólans. |
Skipulag: | Nám á félags- og hugvísindabraut er fyrst og fremst bóklegt og fer fram í skólanum. Á brautinni er lögð áhersla á kjarnagreinar ásamt sérhæfingu í félags- og hugvísindagreinum. Nám á brautinni fyrri tvö árin er bundið við bekki, en á þriðja árinu geta nemendur valið milli ýmissa námsgreina, sem annaðhvort eru framhaldsáfangar í félags- og hugvísindagreinum eða byrjunaráfangar í náttúruvísindagreinum eða skyldum greinum. |
Námsmat | Námsmat getur farið fram með mismunandi hætti eftir ákvörðun kennara. Matið er ýmist samsett úr símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats er í höndum kennara hverrar faggreinar. Í upphafi hvers skólaárs skal nemendum kynnt kennsluáætlun og námsmarkmið svo og tilhögun námsmats hvers áfanga. Nemendum er sérstaklega bent á að í sumum áföngum verða þeir að standast lokapróf áður en símatseinkunn er reiknuð inn. Þetta kemur þá fram á námsáætlun. |
Starfsnám: | |
Reglur um námsframvindu: | Lágmarkseinkunn er 5 í öllum áföngum. Skipulag náms á brautinni gerir ráð fyrir þriggja ára námstíma til stúdentsprófs. Lágmarksfjöldi eininga á hverju hæfnisþrepi tekur mið af aðalnámskrá framhaldsskóla. Nánar er fjallað um námsframvindu í skólanámskrá. |
Hæfniviðmið: |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
|
Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni
200 fein. |
Kjarni Skylduáfangar brautarinnar
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Bundið pakkaval
Fjöldi pakka sem nemendur velja: | 1 af 2 |
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Lýsing: | Nemendur þurfa að taka að lágmarki 40 einingar í frjálsu vali. Hafa þarf í huga við allt val að einingar á fyrsta þrepi geta verið 66 að hámarki, annars þreps einingar 100 að hámarki og það þurfa að vera að lágmarki 34 einingar á þriðja þrepi. |