- Í stærðfræði er lögð áhersla á að nemendur læri talnameðferð.
- Í raungreinum er er framsetning og túlkun upplýsinga og lestur gagna úr töflum og línuritum æfð . Þá er gerð krafa um að nemendur læri að fara með kort, talnagögn, beiti jöfnum og læri að lesa úr þeim.
- Í tungumálanámi eru nemendur látnir vinna með erlenda gjaldmiðla, breytilegan hnattrænan tíma og skipuleggja ferðalög sem allt tengist samskiptum með tölur og upplýsingar.
- Í séráföngum listabrautar er mikið unnið með hlutfallareikning í módelteikningu og tölulegar upplýsingar í ljósmyndun.
|
- Áhersla er lögð á fjölbreyttar kennsluaðferðir og að nemendur kynnist fjölbreyttum vinnubrögðum í margvíslegum viðfangsefnum. Bóklegt nám er fjölbreytt og byggist upp á fyrirlestrum, hópvinnu, umræðum, vettvangsferðum og margs konar æfingum.
- Í öllum íslenskuáföngum þurfa nemendur að flytja fyrirlestra.
- Í dönsku, spænsku og þýsku vinna nemendur með sjálfsmatsramma sem er til þess fallinn að þeir sýni sjálfstæði í vinnubrögðum og meti stöðugt eigið vinnuframlag.
- Í séráföngum listabrautar eru nemendur hvattir til að flytja þekkingu og færni milli áfanga og í lokaáföngum þurfa nemendur að nýta allt það sem þeir hafa lært í fyrri áföngum og sýna fram á hæfni sína í heild.
|
- Margt í skólastarfinu flokkast undir skapandi starf s.s þátttaka nemenda í skóla- og félagslífi. Í mörgum námsgreinum reynir einnig á skapandi hugsun og hagnýtingu þekkingar.
- Nemendur á Listabraut skila t.d. verkefnum með ýmsum hætti, s.s. verklegum verkum, safnmöppum (portfolio), skriflegum æfingum, ritgerðum, myndböndum, veggspjöldum og fyrirlestrum.
- Í myndlistaráföngum reynir á sköpunarferlið á frumkvæði, ígrundun og gagnrýna hugsun.
- Í lokaverkefni velur nemandi sitt sérsvið og þar reynir á hagnýtingu þekkingar, rökstuðning skapandi hugsun, listræna og hæfileika.
|
- Í félagsvísindum er lögð áhersla á að nemendur dýpki skilning skilning sinn á skipulagi samfélagsins og verði færir um að taka virkan þátt í umræðum um samfélagsleg viðfangsefni og geti myndað sér eigin skoðanir með gagnrýnið viðhorf að leiðarljósi.
- Í sagnfræði er í öllum áföngum fjallað um jafnrétti jafnt sem misrétti bæði félagslegt og kynbundið á ýmsum tímum.
- Í íslenskuáföngum er lögð áhersla á að gera hlut kvenna sýnilegan, en einnig á jafnrétti í víðasta skilningi orðsins. Leitast er við að skapa umræður um jafnrétti kynjanna og jafnrétti þjóðfélagshópa.
- Í öllum erlendum málum eru lesnir textar sem tengjast bæði jafnrétti kynjanna og jafnrétti í sinni víðustu mynd og horft á myndefni sem hvetur til samræðna um jafnréttismál.
|
- Í lesefni í ensku er fjallað um umhverfismál.
- Í þýsku eru lesnir textar um endurvinnslu.
- Í íslensku skrifa nemendur stuttar rökfærsluritgerðir þar sem lögð er áhersla á að nemendur verði virkir og ábyrgir borgarar bæði gagnvart samfélagi sínu og umhverfi.
- Í raungreinanámi er fjallað um helstu auðlindir náttúrunnar og nýting þeirra kynntar. Fjallað er um takmörk jarðar og sameiginlega ábyrgð mannkyns varðandi framtíðina, fjallað er um óafturkræfar framkvæmdir, sjálfbæra þróun, vistvæna orkugjafa, vistvæna matvælaframleiðslu, vistspor, vatnsnotkun og gróðurhúsaáhrif.
- Í séráföngum listabrautar er nemendum tamið að fara vel með efni s.s. pappír, vökva. Þá gera allir nemendur verkefni sem byggir á endurvinnslu efniviðar.
|
- Í dönskunámi er kappkostað að allir nemendur auki orðaforða sinn, tjái sig á tungumálinu og fái innsýn í danska menningu og hugsunarhátt.
- Í enskunámi er lögð rík áhersla á að nemendur öðlist orðaforða sem geri þeim kleift að tileinka sér lesefni í áframhaldandi starfi eða námi og samskipti á ensku sem einkennast af háttvísi og virðingu. Þeir geti beitt ensku án vandræða og geti tekið þátt umræðum og rökræðum. Þá eru nemendur þjálfaðir í að beita rithefðum sem við eiga í texta með inngangi, vel afmörkuðum efnisgreinum og niðurlagi. Í áföngum á öðru og þriðja þrepi fer kennsla fram á ensku og þar er lögð áhersla á sérhæfða fræðilega texta og hlustunarefni.
- Í hvort sem er þýsku- eða spænskuáföngum eru nemendur þjálfaðir í að tjá sig munnlega og skriflega með það að markmiði að auka sjálfstraust þeirra til að nota tungumálið við mismundandi tækifæri.
- Í séráföngum listabrautar sjá nemendur fræðslumyndir á erlendum tungumálum og lesa fræðitexta um myndlist á erlendum tungumálum.
|
- Í íþróttum er unnið að því að nemendur geri hreyfingu og þátttöku í íþróttum að hluta af daglegu lífi sínu og auki þannig lífsgæði sín. Þeir fá fræðslu um mataræði, mikilvægi hreyfingar og svefns og skaðsemi vímuefna og lyfja.
- Í öllum erlendum málum eru lesnir textar sem tengjast heilsu og heilbrigðum lífsháttum.
- Í líffræði er umfjöllun um líkamlega heilsu og heilsu umhverfisins stór þáttur.
- Í efnafræði er fjallað um mengunarefni í náttúrunni.
- Í áföngum á brautinni eru nemendur hvattir til heilbrigðra lífshátta og lögð áhersla á að allir byggi upp jákvæða sjálfsímynd.
|
- Í öllum íslenskuáföngum þjálfast nemendur í læsi, þurfa að gera grein fyrir skoðunum sínum og taka þátt í samræðum. Eftir því sem ofar dregur verður mál nemenda blæbrigðaríkara, orðaforði fjölbreyttari, bygging texta og frágangur markvissari.
- Í félagsgreinum og sögu eru læsi og tjáning í forgrunni og lögð áhersla á lestur og skilning fræðilegra texta og áhersla lögð á blæbrigðaríkt ritað mál.
- Í öllum söguáföngum er læsi og tjáning í forgrunni og mikið lagt upp úr góðum textaskilningi, tjáningu og hópvinnu.
- Í raungreinaáföngum læra nemendur að lesa úr línuritum og myndrænum upplýsingum. Þá þjálfast þeir í að setja texta fram á skýran og greinilegan hátt þannig að hver liður verkefnis sé útskýrður áður en tekið er til við þann næsta.
- Í séráföngum listabrautar vinna nemendur ritgerðir og kynna verkefni sín. Þá læra nemendur að lesa myndmál og víðtækan hugtakaforða.
|
- Í grunnáfanga félagsvísinda sem allir nemendur á myndlistarbraut taka er markmið að auka þekkingu nemenda á samfélaginu og félagslegu umhverfi, jafnrétti, lýðræði og mannréttindum.
- Í áföngum á 1. þrepi er lögð áhersla á verkefnavinnu í kennslustundum. Á 2. og 3. þrepi eykst svo áhersla á heimanám.
- Í öllu tungumálanámi gildir að vinna að hópverkefnum eykur samábyrgð. Auk þess er gagnrýnin hugsun þjálfuð í gegn um bókmenntatexta á ýmsum tungumálum.
- Í listaáföngum er nemendum tamið að virða rétt nemenda til að tjá sig um eigin verk og annarra af tillitsemi og kurteisi.
|