Námsbraut
Titill brautar: | Námsleið: | Námslok: |
Stafræn hönnun (Staðfestingarnúmer 191) 18-191-4-11 | viðbótarnám við framhaldsskóla | hæfniþrep 4 |
Lýsing: | Þetta er nám í þrívíddarhönnun, tölvuleikjagerð og kvikmyndabrellum. Markmið námsins er að nemendur fái sértæka þekkingu á öllum þáttum þrívíddarhönnunar. Útskrifaðir nemendur veljast í ýmis tæknistörf við kvikmynda- og tölvuleikjagerð og til framleiðslu á tölvuleikjum, teiknimyndum og tæknibrellum fyrir kvikmyndir. Einnig störf sem tengjast upptökum á kvikmyndum og sjónvarpsefni og eftirvinnslu á því efni. |
Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar
Inntökuskilyrði: | Umsækjendur þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða hafa sambærilega menntun. Auk þess þurfa þeir að hafa haldbæra tölvuþekkingu og góða enskukunnáttu. Hafi umsækjandi ekki viðeigandi menntun en getur sýnt fram á framúrskarandi hæfni á þessu sviði er hægt að meta það sérstaklega. Skólinn getur þó óskað eftir því að viðkomandi bæti við sig undirbúningsgreinum. Umsækjendur þurfa að skila inn ferilmöppu (e. portfolio) og staðfestum gögnum um námsárangur frá öðrum skólum. |
Skipulag: | Námið er tveggja ára viðbótarnám á fjórða hæfniþrepi íslensks hæfniramma um menntun. Námið er fullt nám í dagskóla, kennt á fjórum önnum. Námið er verkefnadrifið þar sem reynir á sköpunarkraft nemenda, sjálfstæði og úrræði. Einnig reynir á samvinnu, skipulagshæfileika og verkefnastjórn. Námið byggir nær algerlega á tölvuvinnslu og eru nemendur að mestu í skólanum allan daginn þar sem þeir hafa öll þau tæki og tól sem þeir þurfa. Á brautinni er gert ráð fyrir 24 klukkustunda vinnuframlagi nemenda fyrir hverja f-einingu. Nemendur sem útskrifast úr náminu hafa margir farið í háskóla erlendis til að ljúka BA-námi og þá fengið þetta nám metið þar inn. |
Námsmat | Námsmat er með fjölbreyttum hætti eins og krafa er gerð um í gæðakerfi skólans. Meðal annars er byggt á símati á vinnu nemanda, mati á úrlausnum og afurðum, prófum og þátttöku í tímum. Ýmist er um einstaklingsverkefni að ræða eða verkefni unnin í stærri eða smærri hópum. Kynningar á verkefnum og virkni nemenda eru einnig hluti námsmats. |
Starfsnám: | |
Reglur um námsframvindu: | Nemendur þurfa að ná lágmarkseinkunn í öllum áföngum annarinnar til að halda áfram á næstu önn. Falli nemandi í einum áfanga getur hann óskað eftir því að fá að halda áfram námi og er það skoðað með tilliti til virkni og ástundunar í falláfanganum. Sé slíkt leyfi veitt þarf nemandi að vinna umbeðna námsþætti. Falli nemandi í fleiri en einum áfanga getur hann ekki haldið áfram námi. |
Hæfniviðmið: |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
|
Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni
120 fein. |
Kjarni Skylduáfangar brautarinnar
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Nei, frjálst val er ekki leyft