Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Stafræn hönnun (Staðfestingarnúmer 191) 18-191-4-11 viðbótarnám við framhaldsskóla hæfniþrep 4
Lýsing: Þetta er nám í þrívíddarhönnun, tölvuleikjagerð og kvikmyndabrellum. Markmið námsins er að nemendur fái sértæka þekkingu á öllum þáttum þrívíddarhönnunar. Útskrifaðir nemendur veljast í ýmis tæknistörf við kvikmynda- og tölvuleikjagerð og til framleiðslu á tölvuleikjum, teiknimyndum og tæknibrellum fyrir kvikmyndir. Einnig störf sem tengjast upptökum á kvikmyndum og sjónvarpsefni og eftirvinnslu á því efni.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Umsækjendur þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða hafa sambærilega menntun. Auk þess þurfa þeir að hafa haldbæra tölvuþekkingu og góða enskukunnáttu. Hafi umsækjandi ekki viðeigandi menntun en getur sýnt fram á framúrskarandi hæfni á þessu sviði er hægt að meta það sérstaklega. Skólinn getur þó óskað eftir því að viðkomandi bæti við sig undirbúningsgreinum. Umsækjendur þurfa að skila inn ferilmöppu (e. portfolio) og staðfestum gögnum um námsárangur frá öðrum skólum.
Skipulag: Námið er tveggja ára viðbótarnám á fjórða hæfniþrepi íslensks hæfniramma um menntun. Námið er fullt nám í dagskóla, kennt á fjórum önnum. Námið er verkefnadrifið þar sem reynir á sköpunarkraft nemenda, sjálfstæði og úrræði. Einnig reynir á samvinnu, skipulagshæfileika og verkefnastjórn. Námið byggir nær algerlega á tölvuvinnslu og eru nemendur að mestu í skólanum allan daginn þar sem þeir hafa öll þau tæki og tól sem þeir þurfa. Á brautinni er gert ráð fyrir 24 klukkustunda vinnuframlagi nemenda fyrir hverja f-einingu. Nemendur sem útskrifast úr náminu hafa margir farið í háskóla erlendis til að ljúka BA-námi og þá fengið þetta nám metið þar inn.
Námsmat Námsmat er með fjölbreyttum hætti eins og krafa er gerð um í gæðakerfi skólans. Meðal annars er byggt á símati á vinnu nemanda, mati á úrlausnum og afurðum, prófum og þátttöku í tímum. Ýmist er um einstaklingsverkefni að ræða eða verkefni unnin í stærri eða smærri hópum. Kynningar á verkefnum og virkni nemenda eru einnig hluti námsmats.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Nemendur þurfa að ná lágmarkseinkunn í öllum áföngum annarinnar til að halda áfram á næstu önn. Falli nemandi í einum áfanga getur hann óskað eftir því að fá að halda áfram námi og er það skoðað með tilliti til virkni og ástundunar í falláfanganum. Sé slíkt leyfi veitt þarf nemandi að vinna umbeðna námsþætti. Falli nemandi í fleiri en einum áfanga getur hann ekki haldið áfram námi.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • Vera virkur og ábyrgur við að beita sérþekkingu sinni á þrívíddarhönnun við tölvuleikja- og teiknimyndagerð.
  • Vinna af öryggi við upptökur og eftirvinnslu ýmissa tæknibrellna fyrir kvikmyndir, sjónvarp og tölvuleiki.
  • Beita þeim sértæku aðferðum og verklagi sem viðurkennt er í faginu í alþjóðlegu umhverfi hvort heldur sem er í starfi eða frekara námi.
  • Taka þátt í samræðum á grundvelli sérhæfðrar þekkingar við ýmis tæknistörf í kvikmynda- og tölvuleikjagerð á ábyrgan og gagnrýninn hátt.
  • Vinna sjálfstætt og í hóp að öllum þáttum þrívíddarhönnunar og tjáð sig um sérhæfða þekkingu sína á íslensku og erlendu tungumáli sé þess krafist.
  • Sýna siðferðilega ábyrgð við að skipuleggja og fylgja eftir verkferli á sviði margmiðlunar frá hugmynd til lokaafurðar.

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

120  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • með því að þjálfa nemendur í að greina upplýsingar.
  • með því að þjálfa framsetningu og túlkun á tölulegum upplýsingum.
  • með því að þjálfa nemendur í að koma frá sér upplýsingum.
Námshæfni:
  • með því að þjálfa nemendur í skipulögðum vinnubrögðum og setja sér markmið.
  • með því kenna nemendum að leita sér aukinna upplýsinga um þau málefni sem verið er að vinna með.
  • með því að kenna nemendum að tjá sig og rökstyðja skoðanir sínar t.d. með kynningu á verkefnum.
  • með því að styrkleikar hvers nemanda fái að njóta sín t.d. í hópavinnu.
  • með því að nemendur læri að bera ábyrgð á námi sínu og skipuleggja sig. Geti valið sér vekefni og skipulagt í samráði við kennara.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • með mikilli og fjölbreyttri verkefnavinnu þar sem nemendur þurfa að vera skapandi og koma með nýjar og ferskar hugmyndir.
  • með því að vinna bæði í hóp og sjálfstætt að verkefnum þar sem verið er að skapa nýjar afurðir svo sem teiknimyndir og tölvuleiki.
  • með því að láta verkefni skarast þvert á áfanga og tengja þannig saman í lokaafurð þar sem byggir á þekkingu frá mörgum fögum.
Jafnrétti:
  • með því að framfylgja jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun Tækniskólans.
  • með fjölbreyttu námsmati og kennsluaðferðum.
  • með því að gefa öllum jafna möguleika á að rækta hæfileika sína á jafnréttisgrundvelli.
Menntun til sjálfbærni:
  • með því að kenna mikilvægi þess að skapa samábyrgt samfélag.
  • með því að takast á um álitamál og kenna lýðræðisleg vinnubrögð.
  • með því að kenna nemendum að þekkja og virða umhverfi sitt og auðlindir þess.
  • með því að framfylgja umhverfisstefnu Tækniskólans.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • með því að hvetja nemendur til að afla sér upplýsinga á erlendum vefsíðum í fræðibókum og fleiru.
  • flestir tölvuleikir eru hugsaðir fyrir erlendan markað jafnt sem íslenskan og því mikilvægt að nemendur hafi góð tök á ensku. Nemendur þjálfast því mikið í að lesa og skrifa á ensku.
Heilbrigði:
  • með því að kenna rétta líkamsbeitingu miðað við aðstæður.
  • með forvarnarfræðslu eins og til dæmis í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli.
  • með því að skapa aðstöðu fyrir nemendur til að standa upp frá vinnu sinni og skipta aðeins um umhverfi. En nemendur í þessu námi sitja óneitanlega mikið fyrir framan tölvuskjái.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • með því að láta nemendur kynna verkefni sín fyrir samnemendum og kennurum.
  • með ritgerðarvinnu og verkefnum.
  • með því að efla skilning á mikilvægi góðrar málvitundar í tengslum við textavinnslu og fleira.
  • með hópavinnu þar sem reynir á samskipti og tjáningu.
Lýðræði og mannréttindi:
  • með því að leggja áherslu á að allir nemendur fái að tjá sig og segja sína skoðun.
  • með hópverkefnum þar sem mikið reynir á samvinnu og nemendur læra að taka tillit til mismunandi skoðana.
  • með því að læra að bera virðingu fyrir eigin störfum og annarra til dæmis þegar nemendur kynna verkefni sín.