Námsbraut
Titill brautar: | Námsleið: | Námslok: |
Bifvélavirkjun (Staðfestingarnúmer 286) 18-286-3-8 | bifvélavirki | hæfniþrep 3 |
Lýsing: | Bifvélavirki er lögverndað starfsheiti og bifvélavirkjun er löggilt iðngrein. Markmið námsins er að gera nemendum kleift að takast á við hin ýmsu viðfangsefni sem bifvélavirkar inna af hendi, það er viðhald, viðgerðir og breytingar á ökutækjum. Námið samanstendur af bóklegu- og verklegu námi í skóla ásamt starfsþjálfun á vinnustað undir leiðsögn meistara. Námstíminn skiptist tvo vetur í faggreinanámi og 12 mánaða starfsþjálfun á vinnustað. Að því loknu þreyta nemendur sveinspróf í greininni sem veitir nemendum rétt til starfa í greininni og rétt til náms til meistara í greininni. |
Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar
Inntökuskilyrði: | Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið. |
Skipulag: | Nám í bifvélavirkjun eru sex annir í skóla sem felast í faggreinanámi bifvélavirkjunar auk kjarnagreina sé þeim ekki lokið. Námið felst í bók- og verklegu námi. Námi í skóla lýkur með burtfaraprófi úr framhaldsskóla. Auk þess þarf neminn að ljúka starfsþjálfun á vinnustað undir stjórn meistara áður en hann þreytir sveinspróf í greininni. |
Námsmat | Lögð er áhersla á leiðsagnarmat og símat sem gefur nemendum uppbyggilega og hvetjandi leiðsögn og metur vinnuframlag þeirra jafnt og þétt yfir námstímann. Námsmat er fjölbreytt og aðferðir taka mið af fjölbreyttum kennsluháttum, námsmarkmiðum og hæfni nemenda. Námsmat á brautinni er fólgið í símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats s.s. skiladagar verkefna og vægi kemur fram í námsmatsreglum skólans. |
Starfsnám: | Starfsnám brautarinnar felst í starfsþjálfun á verkstæði undir stjórn meistara. Starfsþjálfunin er 80 einingar eða 52 vikur. Þjálfunin er skipt í fjóra hluta. Í fyrsta hluta er nemandanum kynntar kröfur um hreinlæti. Nemandanum eru kynntar samstarfsreglur starfsmanna ásamt mikilvægi heiðarlegrar og ábyrgar framgöngu gagnvart vinnufélögum, vinnuveitanda og viðskiptavinum. Nemandanum eru kynntar allar öryggskröfur á vinnustað og mikilvægi þeirra. Honum skal gerð grein fyrir þeim hættum sem geta verið samfara vinnu við ökutæki þar með talið á lyftu. Nemandinn skal læra meðhöndlun og beitingu allra handverkfæra sem nota þarf við bílaviðgerðir. Hann á að geta unnið sem aðstoðarmaður bifvélavirkja og geta framkvæmt einfaldar viðgerðir. Gott er að leyfa nemandanum að byrja á einföldum verkþáttum og bæta svo í eftir því sem hæfni hans eykst. Í öðrum hluta heldur nemandinn áfram að byggja ofan á þá þekkingu sem hann hefur áður aflað sér í greininni. Hann kynnist enn betur öryggiskröfum og meðhöndlun efna og tækja sem notuð eru á bílaverkstæðum og lærir að þekkja þær hættur sem fylgja störfum í bíliðngreinum. Nemandinn kynnist kröfum framleiðenda um gæði íhluta, merkingar og efnisstaðla og þjálfast í að framkvæma einfaldar viðgerðir á ökutækjum eftir leiðbeiningum framleiðanda. Nemandinn fær einnig þjálfun í að lesa bilanaupplýsingar einfaldra kerfa í ökutækjum og til dæmis endurstilla handhemil. Lögð er áhersla á að nemandinn tileinki sér kurteisi og lipurð í samskiptum við samstarfsmenn og viðskiptavini. Í þriðja hluta er lögð áhersla á að nemandinn geti unnið sjálfstætt m.a. að viðgerðum á boðskiptakerfum og ýmiss konar tölvukerfum. Nemandinn þjálfast í notkun mælitækja og rökhugsun við bilanaleit. Nemandinn fær þjálfun í að bilanagreina stýrikerfi ökutækja og meta hvort upplýsingar frá kerfunum séu trúverðugar. Í lok áfangans skal nemandinn hafa öðlast hæfni til þess að geta leiðbeint viðskiptavinum um val á viðgerðarleið. Nemandinn skal geta efnistekið nákvæmlega og forgangsraðað verkþáttum viðgerða. Í fjórða hluta er sérstök áhersla lögð á skipulag og sjálfstæð vinnubrögð nemandans. Í starfsþjálfun er nemandinn sérstaklega þjálfaður í samskiptum við viðskiptavini til að skilja óskir viðskiptavina og mikilvægi kurteisi, heiðarlegrar framgöngu og virðingar í samskiptum. Nemandinn á að vinna með sjálfstæðum hætti við fjölbreytta verkþætti á vinnustað og skal öðlast þjálfun, leikni og hæfni í að vinna við verkþættina. Lögð er áheyrsla á að nemandinn vinni við verkþætti þar sem að hann tekur sjálfstæðar ákvarðanir hvað varðar framvindu verks sem hann vinnur við og sjálfstæð þekking og hæfni endurspegli kunnáttu hans í verkþáttum sem unnið er við. Eftirfylgni með vinnu nemandans á tilgreindum verkþáttum á að vera með ferilbók sem meistari og nemandinn fylla inn í eftir framvindu. |
Reglur um námsframvindu: | Nám í bifvélavirkjun er 262 einingar og skilar nemendum hæfni á 3. þrepi. Námstími er 3 ár í skóla og eitt ár í starfsþjálfun. Til að standast námsmat í áfanga og fá heimild til að hefja nám í eftirfarandi áfanga þarf lágmarkseinkunnina 5. Reglur um námsframvindu eru birtar í skólanámskrá. |
Hæfniviðmið: |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
|
Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni
262 fein. |
Kjarni Skylduáfangar brautarinnar
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Lýsing: | Nemendur hafa 5 einingar í frjálsu vali. |