Öll vinna nemenda í framhaldsskóla skal metin í stöðluðum námseiningum og skal að baki hverri einingu liggja því sem næst jafnt vinnuframlag nemenda. Öll vinna nemenda í fullu námi veitir 60 framhaldsskólaeiningar (fein.) á einu skólaári eða 30 einingar á önn.
Ein framhaldsskólaeining samsvarar 18 til 24 klukkustunda vinnu meðalnemanda, það er að segja þriggja daga vinnu nemenda ef gert er ráð fyrir sex til átta klukkustunda vinnu að meðaltali á dag eftir eðli viðfangsefna og afkastagetu nemenda.
Við útreikning á fjölda framhaldsskólaeininga er tekið tillit til:
-
þátttöku nemenda í kennslustund óháð kennsluformi,
-
vinnustaðanáms undir umsjón tilsjónarmanns,
-
starfsþjálfunar á vinnustað eða í skóla,
-
þátttöku í námsmati, svo sem próftöku,
-
heimavinnu, verkefnavinnu og annarrar vinnu sem ætlast er til að nemandi sinni.
Comments:
|