Komið skal til móts við afreksfólk á þann hátt að fjarvera þess á námstíma vegna keppnis- og/eða æfingaferða reiknast ekki inn í skólasóknareinkunn þeirra. Komið skal til móts við afreksfólks á þann hátt að fjarvera þess á prófatíma vegna keppnis- og/eða æfingaferða útiloki ekki nemendur frá því að gangast undir námsmat í lok skólaárs eða námsannar. Leitast skal við að gefa nemendunum tækifæri til að ljúka prófum eða lokaverkefnum eftir því sem við verður komið.
Afreksmaður telst sá sem valinn hefur verið í unglingalandslið eða landslið viðkomandi íþrótta-, keppnis-, list- eða starfsgreinar eða sá sem hefur verið valinn til þátttöku og/eða undirbúnings fyrir Norðurlandamót, Evrópumeistaramót, heimsmeistaramót, Ólympíuleika eða önnur sambærileg mót í sinni grein.
Þegar staðfesting á fyrirhugaðri þátttöku nemandans liggur fyrir er mælt með því að skólastjórnandi geri sérstakan samning við hann um þær undanþágur sem á þarf að halda, svo sem um skólasókn nemandans, verkefnaskil og próftöku. Viðkomandi sérsamband/landsliðsþjálfari/landsliðsnefnd skal leggja fram staðfesta áætlun um þátttöku í verkefnum fyrir upphaf skólaárs eða námsannar. Leitast skal við að gefa nemandanum tækifæri til að ljúka prófum eða lokaverkefnum eftir því sem við verður komið.
Comments:
|