16

Framhaldsskólar bera ábyrgð á að starf þeirra sé í samræmi við aðalnámskrá en hafa jafnframt víðtækar heimildir til þess að laga námskrá að þörfum fatlaðra nemenda, langveikra og þeirra sem eiga við námsörðugleika að etja. Ýmsar aðrar ástæður geta gefið tilefni til að skólastjórnendur veiti undanþágur frá aðalnámskrá. Á prófskírteini nemenda skal ávallt gerð grein fyrir undanþágum frá námsframvindu eða námsmati.