- Námsbrautir eru að jafnaði skipulagðar sem 90 til 120 fein. og taka yfirleitt um 3 til 4 annir.
- Námslok eru til dæmis próf til starfsréttinda, framhaldsskólapróf og önnur lokapróf.
- Námið felur í sér undirbúning undir sérhæfð og lögvarin störf og sérhæft aðfaranám.
- Námsbraut, sem er skilgreind með námslok á öðru hæfniþrepi, vinnur að þeim þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum sem talin eru upp hér að neðan. Viðmiðin skulu einnig höfð til hliðsjónar við gerð námsáfanga sem flokkast á annað hæfniþrep.
ÞEKKING
Nemandi býr yfir:
- fjölbreyttum orðaforða til að geta tjáð skoðanir sínar og rökstutt þær í daglegu lífi og í tengslum við sérþekkingu og/eða starfsgrein,
- þekkingu sem tengist því að vera ábyrgur þátttakandi í atvinnulífinu,
- þekkingu sem tengist umhverfinu og varðar sérþekkingu og/eða starfsgrein,
- þekkingu sem nýtist til undirbúnings fyrir frekara nám,
- orðaforða til að geta tjáð sig á erlendum tungumálum í tengslum við sérþekkingu krefjist hún þess.
LEIKNI
Nemandi hefur öðlast leikni til að:
- tjá sig á skýran, ábyrgan og skapandihátt um sérhæfða þekkingu sínaog/eða starfsgrein,
- skipuleggja einfalt vinnuferli starfsgreinarog/eða sérþekkingar og beita viðeigandi tækni í því sambandi,
- sýna frumkvæði og sjálfstæði í grunnvinnubrögðum sérþekkingarog/eða starfsgreinar,
- taka þátt í samræðum um sérhæfða þekkingu sína og/eða starfsgrein.
HÆFNI
Nemandi:
- getur tjáð skoðanir sínar og skýra verklag tengt skilgreindu starfsumhverfi á ábyrgan, sjálfstæðan og skýran hátt,
- getur tjáð sig á einfaldan og skýran hátt á erlendum tungumálum,
- ber virðingu fyrir grundvallarreglum starfsumhverfis,
- býr yfir ábyrgð gagnvart starfiog starfsumhverfi,
- hefur skýra sjálfsmynd og gerir sér grein fyrir nýjum tækifærum í umhverfinu,
- getur verið virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu samfélagi og innan samfélags sérþekkingar og/eða starfsgreinar,
- getur tengt þekkingu sína og leikni við starfsumhverfi og daglegt líf.
- Námsbrautir eru að jafnaði skipulagðar sem 150 til 240 fein. og taka yfirleittum 5 til 8 annir.
- Námslok eru til dæmis stúdentspróf, próf til starfsréttinda og önnur lokapróf.
- Námið felur í sér sérhæfðan undirbúning undir háskólanám, lögvarin störf,sérhæft starfsnám og listnám.
- Námsbraut, sem er skilgreind með námslok á þriðja hæfniþrepi, vinnur að þeim þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum sem talin eru upp hér að neðan. Viðmiðin skulu einnig höfð til hliðsjónar við gerð námsáfanga sem flokkast á þriðja hæfniþrep.
ÞEKKING
Nemandi býr yfir:
- fjölbreyttum orðaforða til að geta tjáð skoðanir sínar og rökstutt þær í daglegu lífi og í tengslum við sérþekkinguog/eða starfsgrein,
- sérhæfðri þekkingu sem nýtist í starfi og/eða til undirbúnings fyrir frekara nám,
- þekkingu sem tengist því að vera virkur og ábyrgur borgari í samfélagi sérþekkingar og/eða starfsgreinar,
- þekkingu sem tengist umhverfinu í alþjóðlegu samhengi og varðar sérþekkingu og/eða starfsgrein,
- orðaforða og þekkingu í erlendu tungumáli sem nýtist til frekara náms eða í tengslum við sérþekkingu krefjist hún þess.
LEIKNI
Nemandi hefur öðlast leikni til að:
- tjá sig á skýran, gagnrýninn og skapandi hátt um sérhæfða þekkingu sínaog/eða starfsgrein,
- skipuleggja vinnuferli, beita viðeigandi tækni og aðferðum starfsgreinar og/eða sérþekkingar á ábyrgan hátt,
- sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum við að leita lausna innan sérþekkingar og/eða starfsgreinar,
- taka ábyrgan þátt í samræðum um sérhæfða þekkingu sína og/eða starfsgrein.
HÆFNI
Nemandi:
- getur tjáð skoðanir sínar og skýra verklag tengt skilgreindu starfsumhverfi á ábyrgan, gagnrýninn og skýran hátt,
- getur tjáð sig á erlendu tungumáli sé þess krafist í starfi eða vegna frekara náms,
- býr yfir siðferðilegri ábyrgð í skapandi starfi,
- býr yfir ábyrgð gagnvart starfsumhverfi og hagnýtingu almennrar þekkingar sinnar,
- getur nýtt þekkingu sína til að greina ný tækifæri í umhverfinu,
- býr yfir hæfni til að geta tekist á við frekara nám,
- getur verið virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu samfélagi sérþekkingar og/eða starfsgreinar,
- býr yfir hæfni til að meta eigið vinnuframlag,
- sjái menntun sína í alþjóðlegu samhengi,
- getur tengt þekkingu sína og leikni við tækni og vísindi.
- Námsbrautir eru að jafnaði skipulagðar sem 30 til 120 fein. og taka yfirleitt um1 til 4 annir. Þær eru skipulagðar sem framhald af námslokum af þriðja hæfniþrepi.
- Námslokin eru skilgreind sem viðbótarnám við framhaldsskóla.
- Námið felur í sér aukna faglega sérhæfingu og/eða dýpkun í tengslum við þróunog nýsköpun.
- Námsbraut, sem er skilgreind með námslok á fjórða hæfniþrepi, vinnur að þeim þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum sem talin eru upp hér að neðan. Viðmiðinskulu einnig höfð til hliðsjónar við gerð námsáfanga sem flokkast á fjórða hæfniþrep.
ÞEKKING
Nemandi býr yfir:
- sérhæfðri þekkingu sem nýtist til framgangs í starfi og/eða til undirbúnings fyrir frekara nám,
- sérhæfðum orðaforða í erlendu tungumáli sem nýtist til framgangs í starfi og/eða til undirbúnings fyrir frekara nám.
LEIKNI
Nemandi hefur öðlast leikni til að:
- leiðbeina og miðla þekkingu sinni á skýran og skapandi hátt,
- skipuleggja vinnuferli, beita viðeigandi tækni og þróa aðferðir starfsgreinarog/eða sérþekkingar á ábyrgan hátt,
- sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum við að greina aðstæðurog bregðast við á viðeigandi, raunhæfan og skapandi hátt.
HÆFNI
Nemandi:
- getur tjáð sig um sérhæfða þekkingu sína á íslensku og erlendu tungumáli sé þess krafist í starfi eða vegna frekara náms,
- getur tekið þátt í samræðum á grundvelli sérhæfðrar þekkingar og leikni á ábyrgan, gagnrýninn og skýran hátt,
- býr yfir siðferðislegri ábyrgð á hagnýtingu og þróun sérhæfðrar þekkingar sinnar gagnvart starfsumhverfi,
- býr yfir hæfni til að vera virkur og ábyrgur í samfélagi sérþekkingarog/eða starfsgreinar,
- getur metið eigið vinnuframlag og annarra í tengslum við starfsumhverfi og/eða sérþekkingu á gagnrýninn og uppbyggilegan hátt,
- getur tengt þekkingu sína og leikni við alþjóðlegt umhverfi.
Comments:
|