Stærðfræði
Hvað varðar lýsingu á stærðfræði er bent á að ekki er ætlast til að öllum þekkingar-, leikni- og hæfniþáttum stærðfræðinnar sé náð á hverju þrepi, heldur skal vinna með þá námsþætti sem undirbyggja hæfniviðmið viðkomandi námsbrautar. Þannig er hægt að vinna með afmarkaða þætti stærðfræðinnar upp á efri hæfniþrep.
Hér er einnig látin fylgja lýsing á þeirri þekkingu, leikni og hæfni sem einkennir stærðfræði á hæfniþrepi fjögur. Ástæðan er meðal annars sú að námsbrautir sem undirbúa nemendur til raungreinanáms á háskólastigi kenna oft stærðfræði upp á fjórða hæfniþrep.
HÆFNIÞREP 1
ÞEKKING
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:
tölum og algebru:
- forgangsröð aðgerða og algengum stærðfræðitáknum,
- talnareikningum og deilanleika með lágum tölum,
- brotum, prósentu-, hlutfalla- og vaxtareikningi,
- snyrtingu og námundun talna,
- notkun tákna sem staðgengla talna.
rúmfræði:
- metrakerfinu, hnitakerfinu, mælingum, flatarmáli og rúmmáli,
- færslum og einslögun mynda, stækkun og smækkun,
- eiginleikum beinnar línu í hnitakerfi.
talningu, tölfræði og líkindareikningi:
- framsetningu gagna á myndrænu formi.
LEIKNI
Nemandi geti notað í einföldu samhengi:
táknmál:
- forgangsröðun aðgerða og algeng stærðfræðitákn og túlkað þau í mæltu máli.
tölur og algebru:
- talnareikning og deilanleika með lágum tölum,
- almenn brot, prósentu-, hlutfalla- og vaxtareikning,
- nákvæmni í snyrtingu og námundun talna,
- jöfnur og jafnaðarmerki.
rúmfræði:
- metrakerfið, hnitakerfið, flatarmál og rúmmál algengra hluta,
- færslur, stækkun og smækkun, kort og töflur,
- eiginleika beinnar línu í verkefnum um línulegt samband.
talningu, tölfræði og líkindareikning:
- uppsetningu, aflestur og túlkun gagna á myndrænu formi og skoði þau með gagnrýni með tilliti til villandi notkunar,
- líkindi atburða og metið afleiðingar þeirra.
hjálpartæki:
- reiknivélar og algeng tölvuforrit.
HÆFNI
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér t.d. á sviði:
miðlunar í mæltu og rituðu máli:
- sett sig inn í og túlkað útskýringar og röksemdir annarra af virðingu og umburðarlyndi án fordóma,
- skráð lausnir sínar skipulega, skipst á skoðunum um þær við aðra og útskýrt hugmyndir sínar og verk í mæltu máli og myndrænt,
- áttað sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu,
- greint og hagnýtt upplýsingar á fyrsta þrepi stærðfræði í töluðu og rituðu máli, myndrænt og í töflum.
stærðfræðilegrar hugsunar:
- unnið með merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu,
- áttað sig á hvers konar spurningar leiða til stærðfræðilegra viðfangsefna, hvers konar svara megi vænta, og spurt slíkra spurninga.
lausna, þrauta og verkefna:
- beitt skipulegum aðferðum við lausnir þrauta úr kunnuglegu samhengi og útskýrt aðferðir sínar,
- beitt gagnrýninni og skapandi hugsun og sýnt áræðni, frumkvæði, innsæi og frumleika við lausnir,
- klætt hversdagsleg verkefni í stærðfræðilegan búning, leyst þau og túlkað lausnirnar,
- notað lausnir verkefna við val, samanburð, áætlanir og ákvarðanir.
röksemdafærslu:
- fylgt og skilið röksemdir í mæltu máli og texta og beitt einföldum röksemdum,
- metið hvort upplýsingar eru réttar og/eða áreiðanlegar.
daglegs lífs og almennrar menntunar, s.s.
- í starfi, á sviði fjármála, tækni eða lista.
HÆFNIÞREP 2
ÞEKKING
Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings t.d. á:
tölum, mengjum og algebru:
- deilanleika út frá frumþáttun og tilvist rauntalna,
- veldareglum, venslum velda og róta, tugveldarithætti,
- algengum reiknireglum, algebrubrotum,
- fyrsta og annars stigs jöfnum, ójöfnum.
rúmfræði:
- mikilvægi nákvæmni í mælingum,
- hugtökum evklíðskrar rúmfræði og hnitafræði í sléttum fleti, hlutföllum lengda, flatarmála og rúmmála.
föllum:
- margliðum, hornaföllum, logra- og vísisföllum.
talningu, tölfræði og líkindareikningi:
- einföldum talningarreglum,
- flokkun gagna og einkennishugtökum úr lýsandi tölfræði,
- einföldum líkindum.
LEIKNI
Nemandi geti unnið af öryggi og sjálfstæði, beitt röksemdafærslu og hafi aflað sér þjálfunar í aðferðum og verklagi um t.d.:
táknmál:
- stærðfræðilega framsetningu viðkomandi námsefnis og túlkun táknmálsins á mæltu máli.
tölur, mengi og algebru:
- frumþáttun og deilanleika, tugveldarithátt, rauntölur, allar algengar reiknireglur og beitingu veldareglna,
- meðferð algebrubrota og lausn annars stigs jafna.
rúmfræði:
- Evklíðska rúmfræði og hnitafræði í sléttum fleti,
- línu- og snúningssamhverfu.
föll:
- tengsl jafna við föll og túlkun þeirra.
talningu, tölfræði og líkindareikning:
- beitingu talningarreglna,
- flokkun gagna og einkennishugtök úr lýsandi tölfræði,
- notkun einfaldra líkinda til að segja fyrir um atburði, meta áhættu, velja og takaákvarðanir.
hjálpartæki:
- vísindalegar reiknivélar og sérhæfð stærðfræðiforrit.
HÆFNI
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér t.d. á sviði:
miðlunar í mæltu og rituðu máli:
- sett sig inn í og túlkað útskýringar og röksemdir annarra af virðingu og umburðarlyndi án fordóma,
- skráð lausnir sínar skipulega, skipst á skoðunum við aðra um þær og útskýrt hugmyndir sínar og verk skilmerkilega í mæltu máli og myndrænt,
- áttað sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna,
- greint og hagnýtt upplýsingar á öðru stærðfræðiþrepi, í töluðu eða rituðu máli, myndrænt eða í töflum.
stærðfræðilegrar hugsunar:
- skilið merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og unnið með þau,
- vitað hvers konar spurningar leiða til stærðfræðilegra viðfangsefna, hvaða svara megi vænta og spurt slíkra spurninga,
- gert greinarmun á nauðsynlegum og nægjanlegum skilyrðum fyrir lausnum verkefna,
- hagnýtt sér stærðfræðilega þekkingu til ákvarðanatöku í sértækum verkefnum.
lausna, þrauta og verkefna:
- beitt gagnrýninni og skapandi hugsun og sýnt áræði, frumkvæði, innsæi og frumleika við lausnir,
- beitt skipulegum aðferðum við að leysa þrautir, t.d. beitt prófun og ágiskun og sett upp jöfnur,
- klætt verkefni í stærðfræðilegan búning, leyst það og túlkað lausnina,
- notað lausnir verkefna við val, samanburð, áætlanir og ákvarðanir.
röksemdafærslu:
- fylgt og skilið röksemdir í mæltu máli og í texta, m.a. í sönnunum,
- beitt einföldum samsettum röksemdum,
- greint röksamhengi í röksemdafærslum og gengið úr skugga um hvort þær eru rangar eða ófullkomnar.
daglegs lífs og almennrar menntunar, s.s.
- í starfi, á sviði fjármála, tækni eða lista.
HÆFNIÞREP 3
ÞEKKING
Nemandi skal hafa aflað sér sérhæfðrar þekkingar og skilnings:
tölum, mengjum og algebru:
- óendanleika talnakerfisins, tvinntölum og mengjaaðgerðum,
- endanlegum og óendanlegum runum og röðum,
- lausnum jafna , s.s. á hornafalla- og lograjöfnum.
rúmfræði:
- rúmfræðilegum hugtökum og viðfangsefnum í tvívíðum og þrívíðum hnitakerfum.
föllum:
- deildun helstu falla, einfaldra og samsettra,
- heildun og venslum deildunar og heildunar.
talningu, tölfræði og líkindareikningi:
- samsettum talningarreglum,
- líkindadreifingum og fylgnihugtakinu.
LEIKNI
Nemandi hafi fullt vald á, geti byggt eigin sannanir þar sem við á og hafi aflað sér þjálfunar í aðferðum og verklagi um t.d.:
beitingu táknmáls:
- allar meginreglur um stærðfræðilega framsetningu og túlkun táknmálsins á mæltu máli.
tölur, mengi og algebru:
- óendanleika talnakerfisins, endanlegar og óendanlegar runur og raðir, tvinntölur,
- lausnir sérhæfðra jafna, s.s. hornafalla- og lograjafna.
rúmfræði:
- viðfangsefni í tvívíðum og þrívíðum hnitakerfum.
föll, deildun og heildun:
- deildun flókinna falla, s.s. vísis- og lografalla,
- tengsl deildunar og heildunar,
talningu, tölfræði og líkindareikning:
- samsettar talningarreglur,
- líkur byggðar á talningu, líkindadreifingu og fylgni.
hjálpartæki:
- örugga notkun vísindalegra reiknivéla og stærðfræðiforrita með tilliti til takmarkana þeirra.
HÆFNI
Nemandi skal geta hagnýtt þá sérhæfðu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér t.d. á sviði:
miðlunar í mæltu og rituðu máli:
- sett sig inn í og túlkað útskýringar og röksemdir annarra af virðingu og umburðarlyndi án fordóma,
- skráð lausnir sínar skipulega, skipst á skoðunum við aðra um þær og útskýrt hugmyndir sínar og verk skilmerkilega í mæltu máli og myndrænt,
- áttað sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu hugmynda og viðfangsefna og valið aðferð við hæfi,
- greint og hagnýtt stærðfræðilegar upplýsingar á þriðja þrepi, hvort sem er í töluðu eða rituðu máli, myndrænt eða í töflum.
stærðfræðilegrar hugsunar:
- unnið með merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu,
- áttað sig á hvers konar spurningar leiða til stærðfræðilegra viðfangsefna, hvaða svara megi vænta og spurt slíkra spurninga,
- gert greinarmun á nauðsynlegum og nægjanlegum skilyrðum fyrir lausnum verkefna,
- skilið hvað felst í alhæfingu,
- hagnýtt sér stærðfræðilega þekkingu til ákvarðanatöku í sérhæfðum verkefnum.
lausna, þrauta og verkefna:
- beitt gagnrýninni og skapandi hugsun og og sýnt áræði, frumkvæði, innsæi og frumleika við lausn yrtra verkefna,
- leyst þrautir með skipulegum leitaraðferðum og uppsetningu jafna
- klætt yrt verkefni í stærðfræðilegan búning, leyst og túlkað lausnina,
- notað lausnir verkefna sinna við val, samanburð, áætlanir og ákvarðanir.
röksemdafærslu:
- fylgt röksemdafærslu í mæltu máli og texta,
- rakið sannanir í námsefninu,
- greint hvenær röksemdafærsla geturtalist fullnægjandi sönnun,
- byggt upp einfaldar sannanir.
daglegs lífs og almennrar menntunar, s.s.
- í starfi, á sviði fjármála, tækni eða lista.
HÆFNIÞREP 4
ÞEKKING
Nemandi skal hafa aflað sér fræðilegrar þekkingar og skilnings á t.d.:
tölum og mengjum:
- samleitni óendanlegra runa og raða.
algebru:
- hugtökum hreinnar algebru, s.s. grúpum og flokkun þeirra.
rúmfræði:
- línulegri algebru, helstu hugtökum hennar og samhengi við rúmfræði.
föll, deildun og heildun:
- samleitnihugtakinU,
- heildun með allviðamiklum innsetningum.
talningu, tölfræði og líkindareikningi:
- sérhæfðum hugtökum, s.s. slembistærðum, tilgátuprófunum, öryggisbilum.
LEIKNI
Nemandi hafi fullt vald á, geti byggt eigin sannanir þar sem við á og hafi aflað sér þjálfunar í aðferðum og verklagi um t.d.
beitingu táknmáls:
- allar meginreglur um stærðfræðilega framsetningu viðkomandi námsefnis, og túlkun hugmynda í táknmálinu á mæltu máli.
tölur og mengi:
- samanburð og rannsóknir á samleitni óendanlegra runa og raða.
algebru:
- helstu hugtök hreinnar algebru, s.s. grúpum og flokkun þeirra.
rúmfræði:
- aðferðir línulegrar algebru og tengslum hennar við rúmfræði.
föll, deildun og heildun:
- aðferðir til að rannsaka samfelldni.
talningu, tölfræði og líkindareikning:
- forrit til að vinna úr megindlegum gögnum.
hjálpartæki:
- örugga notkun vísindalegra reiknivéla og fjölbreyttra stærðfræðiforrita með tilliti til takmarkana þeirra.
HÆFNI
Nemandi skal geta hagnýtt þá fræðilegu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér t.d. á sviði:
miðlunar í mæltu og rituðu máli:
- sett sig inn í og túlkað útskýringar og röksemdir annarra af virðingu og umburðarlyndi án fordóma,
- skráð lausnir sínar skipulega, skipst á skoðunum við aðra um þær og útskýrt hugmyndir sínar og verk í mæltu máli og myndrænt,
- áttað sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu og valið af öryggi aðferð sem við á,
- greint og hagnýtt stærðfræðilegar upplýsingar í töluðu og rituðu máli, myndrænt og í töflum.
stærðfræðilegrar hugsunar:
- unnið með merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu,
- áttað sig á hvers konar spurningar leiða til stærðfræðilegra viðfangsefna, hvaða svara megi vænta og spurt slíkra spurninga,
- gert greinarmun á nauðsynlegum og nægjanlegum skilyrðum fyrir lausnum verkefna,
- skilið hvað felst í alhæfingu,
- hagnýtt sér stærðfræðilega þekkingu til ákvarðanatöku í sérhæfðum verkefnum.
lausna þrauta og verkefna:
- beitt gagnrýninni og skapandi hugsun og sýnt áræði, frumkvæði, innsæi og frumleika við lausn yrtra verkefna,
- leyst þrautir með skipulegum leitaraðferðum og jöfnum,
- klætt yrt verkefni í stærðfræðilegan búning, leyst og túlkað lausnina,
- notað lausnir verkefna til að byggja á val sitt, samanburð, áætlanir og ákvarðanir.
röksemdafærslu:
- fylgt viðamikilli röksemdafærslu í mæltu máli og texta,
- greint hvenær röksemdafærsla getur talist fullnægjandi sönnun,
- byggt upp eigin sannanir.
daglegs lífs og almennrar menntunar, s.s.
- í starfi, á sviði fjármála, tækni eða lista.
Enska og önnur erlend tungumál
Lýsing á þeirri þekkingu, leikni og hæfni sem einkennir ensku á mismunandi hæfniþrepum á við um öll erlend tungumál. Mikilvægt er að hafa í huga að hæfniþrepin lýsa þeirri þekkingu, leikni og hæfni sem einkennir nemendur, óháð skólastigi. Þannig eru nemendur í grunnskóla sem læra norrænt tungumál eða ensku á hæfniþrepi eitt, sem og nemendur í framhaldsskóla sem læra nýtt tungumál. Munurinn er að nemendur geta verið mislengi að öðlast þá hæfni sem einkennir hvert hæfniþrep.
Árið 2006 gaf mennta- og menningarmálaráðuneytið út þýðingu á evrópsku tungumála-möppunni sem Evrópuráðið hafði áður gefið út (http://www.menntamalaraduneyti.is/nyrit/nr/3931). Tungumálamappan felur meðal annars í sér sjálfsmatsramma sem lýsir hæfni í hlustun, lestri, ritun og töluðu máli, í tengslum við samskipti annars vegar og frásögn hins vegar. Lýsing á hæfni nemenda er sett fram í sex þrepum sem kallast A1, A2, B1, B2, C1 og C2.
Viðmið tungumálamöppunnar sem einkenna þrep A1, A2 og að hluta til B1 má fella að lýsingu þekkingar, leikni og hæfni á fyrsta hæfniþrepi.
Viðmið tungumálamöppunnar sem einkenna þrep B1 og B2 má fella að lýsingu þekkingar, leikni og hæfni á öðru hæfniþrepi.
Viðmið tungumálamöppunnar sem einkenna þrep C1 má fella að lýsingu þekkingar, leikni og hæfni á þriðja hæfniþrepi.
HÆFNIÞREP 1
ÞEKKING
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:
- þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins,
- mannlífi, menningu og siðum í löndum þar sem tungumálið er talað sem móðurmál/fyrsta mál og þekkja samskiptavenjur,
- grundvallarþáttum málkerfisins,
- formgerð og byggingu texta og mismuninum á töluðu og rituðu máli.
LEIKNI
Nemandi skal hafa öðlast leikni í:
- að skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er skýrt og áheyrilega,
- lestri ýmiss konar texta á eigin áhugasviði eða texta um kunnugleg efni og beita viðeigandi aðferðum eftir því hver tilgangur með lestrinum er hverju sinni,
- að taka þátt í almennum samræðum um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á og beita kurteisisvenjum, málvenjum og hljómfalli við hæfi,
- að beita orðaforða á skýran hátt með því að beita málvenjum, framburði, áherslum og hljómfalli á sem réttastan hátt,
- að skrifa samfelldan texta um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á og nota viðeigandi málfar,
- að fara eftir grundvallarreglum sem gilda umritað mál,
- að nota upplýsingatækni og hjálpargögn í tungumálanámi.
HÆFNI
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- fylgjast með frásögnum og erindum og ná aðalatriðum úr fjöl- og myndmiðlum ef efnið er kunnuglegt,
- afla sér upplýsinga, greina helstu atriði þeirra og hagnýta sér í náminu,
- tileinka sér aðalatriðin í stuttum tímarits- eða blaðagreinum og geta dregið ályktanir af því sem hann les,
- lesa, sér til ánægju og þroska, skáldskap af hæfilegu þyngdarstigi og tjá skoðun sína,
- takast á við margvíslegar aðstæður í almennum samskiptum, beita viðeigandi mál- og samskiptavenjum og halda samtali gangandi,
- miðla eigin þekkingu, skoðunum og tilfinningum sem og persónulegri reynslu, vonum og væntingum,
- útskýra og rökstyðja ákvarðanir og fyrirætlanir sem og gera málamiðlanir,
- miðla efni sem hann hefur aflað sér þekkingar á,
- skrifa um atburði, ímyndaða og raunverulega,
- skrifa samantekt byggða á tilteknu efni, s.s. kvikmynd eða blaðagrein,
- skrifa um hugðarefni sín og áhugamál.
HÆFNIÞREP 2
ÞEKKING
Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:
- grundvallaruppbyggingu þjóðfélaga þar sem tungumálið er notað sem móðurmál eða fyrsta mál,
- ólíkum viðhorfum og gildum og hvernig þau móta menninguna í þeim löndum þar sem tungumálið er notað og geti tengt þau eigin samfélagi og menningu,
- orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins, þ.m.t. orðasamböndum og þverfaglegum orðaforða,
- notkun tungumálsins til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins bæði munnlega og skriflega,
- helstu hefðum um uppsetningu og skipulag ritaðs máls, s.s greinamerkjasetningu.
LEIKNI
Nemandi skal hafa öðlast leikni í:
- að skilja mál sem talað er með mismunandi hreim og við mismunandi aðstæður sem og skilja algengustu orðasambönd sem eru einkennandi fyrir talað mál,
- lestri margs konar gerða af textum og beita þeim lestraraðferðum sem við eiga eftir því hverrar gerðar textinn er,
- að taka virkan þátt í samskiptum á viðeigandi hátt og beita málfari við hæfi,
- að tjá sig skýrt og hnökralaust um málefni sem hann hefur kynnt sér og undirbúið,
- að skrifa margs konar texta, formlega og óformlega, og fylgja helstu rithefðum og reglum um málbeitingu.
HÆFNI
- Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- skilja daglegt mál, svo sem samræður og fjölmiðlaefni, hvort sem hann þekkir umræðuefnið eða ekki,
- skilja án vandkvæða megininntak erinda og rökræðna, jafnvel um tiltölulega flókið efni, ef hann þekkir vel til þess,
- tileinka sér efni ritaðs texta og hagnýta á mismunandi hátt,
- lesa texta þar sem ákveðin viðhorf eða skoðanir eru kynnt, átta sig á tilgangi og afstöðu textahöfundar og bregðast við eða tjá skoðanir sínar munnlega eða skriflega um efni þeirra,
- lesa á milli línanna, átta sig á dýpri merkingu í texta,
- leysa ýmis mál sem upp koma í samskiptum og haga orðum sínum í samræmi við aðstæður,
- taka þátt í skoðanaskiptum, færa rök fyrir máli sínu og svara mótbárum og gagnrökum á viðeigandi hátt,
- eiga frumkvæði í samræðum og bregðast við óvæntum spurningum og athugasemdum,
- tjá sig á skýran og áheyrilegan hátt og beita tungumálinu af tiltölulega mikilli nákvæmni við margs konar aðstæður,
- geta útskýrt sjónarmið varðandi efni sem er ofarlega á baugi og rakið ólík sjónarmið með og á móti,
- skrifa læsilega texta um sérvalið efni frá eigin brjósti þar sem hugmyndaflug getur fengið að njóta sín,
- Skrifa margs konar texta og fylgja þeim ritunarhefðum sem eiga við í hverju tilviki fyrir sig.
HÆFNIÞREP 3
ÞEKKING
Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:
- stjórnmálum, fjölmiðlum og sögu og áhrifum þeirra á þjóðfélagsmótun í þeim löndum þar sem tungmálið er talað,
- menningu þjóða þar sem tungumálið er talað sem og eigin menningu í alþjóðlegu samhengi,
- uppruna tungumálsins og útbreiðslu, og skyldleika þess við íslenskt mál,
- orðaforða sem gerir honum kleift að tileinka sér með góðu móti lesefni í áframhaldandi námi eða starfi,
- hefðum sem eiga við um talað og ritað mál t.d. mismunandi málsnið.
LEIKNI
Nemandi skal hafa öðlast leikni í:
- að skilja vel sérhæfða texta á sviði sem hann þekkir,
- að skilja almennt talað mál, jafnvel þar sem frásögnin er ekki sett skipulega fram,
- lestri, sér til ánægju eða upplýsingar, texta sem gera miklar kröfur til lesandans, ýmist hvað varðar orðaforða og uppbyggingu eða myndmál og stílbrögð,
- notkum tungumálsins á sveigjanlegan og árangursríkan hátt í samræðum,
- að geta tjáð sig af öryggi um margvísleg málefni, bæði almenn og persónuleg,
- að beita ritmálinu í mismunandi tilgangi, fræðilegum og persónulegum, með stílbrigðum og málsniði sem við á og mætir hæfniviðmiðum þrepsins.
HÆFNI
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um efni sem hann hefur þekkingu á,
- skilja sér til gagns þegar fjallað er um flókið efni, fræðilegs eða tæknilegs eðlis,
- átta sig á mismunandi málsniði og stíl í töluðu máli og undirliggjandi viðhorfum og tilgangi þess sem talar,
- greina sögulegt, félagslegt, menningarlegt eða pólitískt samhengi í texta, s.s. í bókmenntaverkum og öðrum textum,
- geta lagt gagnrýnið mat á texta,
- hagnýta sér fræðitexta og meta heimildir á gagnrýnan hátt,
- beita málinu án meiriháttar vandkvæða til að geta tekið fullan þátt í umræðum og rökræðum þar sem fjallað er um persónuleg, menningarleg, félagsleg og fjölmenningarleg efni,
- geta flutt vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinargerð, dregið fram aðalatriði og rökstutt mál sitt nokkuð nákvæmlega með dæmum og brugðist við fyrirspurnum,
- geta lýst skýrt og greinilega flóknum hlutum eða ferlum á sviði sem hann þekkir vel,
- beita rithefðum sem við eiga í textasmíð, m.a. um inngang með efnisyrðingu, meginmál með vel afmörkuðum efnisgreinum og niðurlag,
- vinna úr ýmsum upplýsingaveitum og fella saman í eina heild samkvæmt þeim hefðum sem gilda um heimildavinnu,
- skrifa gagnorðan, skilmerkilegan og vel uppbyggðan texta sem tekur mið af því hver lesandinn er,
- skrifa texta með röksemdafærslu þar sem fram koma rök með og á móti og þau vegin og metin,
- tjá tilfinningar, nota hugarflugið og beita stílbrögðum, t.d. myndmáli og líkingamáli.
Comments:
|