15

Meðal meginatriða nýrrar menntastefnu, sem mótuð var með gildistöku laga um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla 2008, var að auka svigrúm, sveigjanleika og samfellu á milli skólastiga og innan hvers skólastigs. Lögð er áhersla á að grunnskólinn komi betur til móts við ólíkar þarfir barna en það kallar á að svigrúm í skipulagi náms sé aukið, þ.m.t. námslengd og skil milli skólastiga. Helstu markmið samstarfs og tengsla milli skólastiga eru að skapa samfellu í námi barna, koma til móts við þarfir þeirra og stuðla að markvissari uppbyggingu náms. Einnig er markmiðið að treysta gagnkvæma þekkingu og skilning á starfi kennara og námi nemenda og stuðla að vellíðan og öryggi barna þegar þau flytjast milli skólastiga.