12

Skólameistari veitir framhaldsskóla forstöðu. Hann stjórnar daglegum rekstri og starfi framhaldsskóla og gætir þess að skólastarfið sé í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá og önnur gildandi fyrirmæli á hverjum tíma. Hann ber ábyrgð á gerð og framkvæmd fjárhagsáætlunar og hefur frumkvæði að gerð skólanámskrár og umbótastarfi innan skólans.

  • Í framhaldsskólum skal halda kennarafund að minnsta kosti tvisvar á skólaári. Skólameistari boðar til fundar, leggur fram dagskrá og stýrir fundi eða felur öðrum stjórn hans. Allir kennarar sem starfa við skóla eiga rétt til setu á kennarafundi. Skólameistari undirbýr mál er fyrir kennarafund koma en öllum sem þar eiga seturétt er heimilt að bera þar fram mál. Kennarafundur kýs fulltrúa í skólaráð og áheyrnarfulltrúa í skólanefnd.

    Í framhaldsskólum skal einnig halda skólafund að minnsta kosti einu sinni á skólaári. Rétt til setu á skólafundi eiga allir starfsmenn skóla ásamt fulltrúum nemenda samkvæmt nánari ákvörðun skólameistara. Á skólafundi er rætt um málefni viðkomandi skóla. Fundargerð skólafundar skal kynnt skólanefnd.