8

 

 

 

  • Lög um grunnskóla ákvarða nánar námssvið og viðfangsefni skólastarfsins. Í 25. gr. laganna segir m.a. að setja skuli ákvæði um inntak og skipulag náms í íslensku, íslensku sem öðru tungumáli eða íslensku táknmáli, stærðfræði, ensku, dönsku eða öðru Norðurlandamáli, list- og verkgreinum, náttúrugreinum, skólaíþróttum, samfélagsgreinum, jafnréttismálum, trúarbragðafræði, lífsleikni og upplýsinga- og tæknimennt. Þar segir jafnframt að kveða skuli á um hlutfallslega skiptingu tíma milli námssviða og námsgreina í grunnskóla. Þess skuli gætt að námið verði sem heildstæðast en hver grunnskóli ákveði hvort námsgreinar og námssvið eru kennd aðgreind eða samþætt. Skólastjóri ber faglega ábyrgð á skipan kennslu. Að öllu jöfnu er gert ráð fyrir því að námsgreinar og námssvið grunnskóla dreifist eðlilega á námstímann og samkvæmt faglegum sjónarmiðum. Engu að síður veitir viðmiðunarstundaskráin sveigjanleika innan námssviða og á milli áfanga en útfærslu á því skal birta í starfsáætlun skóla.

    Hér á að koma tafla:

    Námsgreinar – Námssvið1.-4. bekkur  5. – 7. bekkur 8. – 10. bekkur Vikulegur kennslutími Vikulegur kennslutímiHeildartími í 1. - 4. bekk. Mínútur á viku Heildartími í 5. - 7. bekk. Mínútur á viku Heildartími í 8. - 10. bekk. Mínútur á viku Heildartími í 1. - 10. bekk. Mínútur á viku Hlutfall

    Íslenska, íslenska sem annað tungumál og íslenskt táknmál 1.120 680 630 2.430 18,08%Erlend tungumál; enska, danska eða önnur Norðurlandamál 80 460 840 1.380 10,27%List- og verkgreinar 900 840 340 2.080 15,48%Náttúrugreinar 420 340 360 1.120 8,33%Skólaíþróttir 480 360 360 1.200 8,93%Samfélagsgreinar; trúarbragðafræði, lífsleikni, jafnréttismál, siðfræði 580 600 360 1.540 11,46%Stærðfræði 800 600 600 2.000 14,88%Upplýsinga- og tæknimennt 120 160 80 360 2,68%Til ráðstöfunar /Val 300 160 870 1.330 9,90%Alls 4.800 4.200 4.440 13.440 100%

     

    Skýringar við einstök námssvið í viðmiðunarstundaskrá.

    Erlend tungumál. Undir þau heyra enska og danska þar sem gert er ráð fyrir að enska sé fyrsta erlenda tungumálið og danska, norska eða sænska annað erlenda tungumálið.

    List- og verkgreinar. Undir listgreinar heyra tónmennt, sjónlistir og sviðslistir. Undir verkgreinar heyra hönnun og smíði, textílmennt og heimilisfræði. Þessi tvö svið skulu hafa jafnt vægi innan heildartímans.

    Náttúrugreinar. Undir þetta svið heyra m.a. náttúrufræði, eðlisvísindi, efnafræði, jarðvísindi, lífvísindi og umhverfismennt.

    Skólaíþróttir. Undir þetta svið heyra m.a. íþróttir og sund.

    Samfélagsgreinar. Undir þær heyra m.a. samfélagsfræði, saga, landafræði og þjóðfélagsfræði, trúarbragðafræði, lífsleikni, jafnréttismál og siðfræði ásamt heimspeki.

    Upplýsinga- og tæknimennt. Undir þetta heyrir m.a. miðlamennt, skólasafnsfræði, tölvunotkun og upplýsinga- og samskiptatækni.

    Til ráðstöfunar/val. Undir þetta heyra ráðstöfunarstundir skóla, einkum í 1.−7. bekk og val nemenda í 8.−10. bekk. Út frá áhersluþáttum námskrár í lögum skal hafa jafnvægi milli bóklegs náms og verklegs og þess gætt að ekki halli á verklegt nám þegar skólastarf er skipulagt. Það á einnig við um skipulag valnámskeiða. Því er gert ráð fyrir að allt að helmingur valstunda sé bundinn list- og verktengdu námi.

    Hafa ber grunnþætti menntunar, áhersluþætti í aðalnámskrá og lykilhæfni til viðmiðunar við útfærslu allra námssviða og námsgreina. Auk þeirra námgreina og námssviða, sem tilgreind hafa verið í viðmiðunarstundaskrá, er gert ráð fyrir nokkrum þverfaglegum þáttum, s.s. nýsköpun, frumkvöðlamennt og nýmiðlun.

    Mikilvægt er að horfa til þess við skipulag skólastarfs að viðmiðunarstundaskrá er rammi um vægi námsgreina og námssviða í tímaramma skólanna. Þar er ekki verið að taka ákvörðun um hve mikill tími fer í viku hverri í hverja námsgrein. Það er ákvörðun hvers skóla í samráði við skólasamfélagið hvernig stundaskrár líta út. Það er ekkert sem mælir gegn því að námsgreinar eða námssvið séu tekin fyrir á styttri tíma en heilum vetri þannig að þær hafi meira vægi í stundaskrá nemenda ákveðið tímabil og séu svo ekki í stundaskrá önnur tímabil. Hvað þetta varðar hafa skólar svigrúm.

    Í sérstökum köflum í aðalnámskrá verða sett ákvæði um inntak og skipulag námsgreina og námssviða sem tilgreind eru í grunnskólalögum. Þar er fjallað um:

    •  Menntagildi greinarinnar og megintilgang. Tekið er mið af menntastefnu sameiginlegs inngangskafla aðalnámskrár og almennum hluta aðalnámskrár grunnskóla, einkum grunnþáttum í menntun og áhersluþáttum í grunnskólalögum.

               

    • Kennsluaðferðir. Gerð er grein fyrir þeim kennsluaðferðum sem eru einkennandi fyrir greinina eða sviðið.

     

    • Námsmat. Gerð er grein fyrir fjölbreyttum aðferðum við námsmat sem taka mið af megintilgangi og hæfniviðmiðum. Sett eru hæfniviðmið um námsmat með hliðsjón af ákvæðum aðalnámskrár.

     

    • Hæfniviðmið. Gerð er grein fyrir hæfniviðmiðum sem fela í sér þekkingu og leikni innan hverrar námsgreinar eða námssviðs og lykilhæfni sem stefnt er að við:

                Lok 4. bekkjar

                Lok 7. bekkjar

                Lok 10. bekkjar

     

    • Önnur atriði sem varða sérstöðu greinarinnar eða greinasviðsins, t.d. tengingu við þverfaglega þætti, samþættingu, samstarf heimila og skóla og mögulega nýtingu nærumhverfis.