9

 

 

 

 

  • Markmið skólastarfs eru margvísleg og hægt að fara ýmsar leiðir til að ná þeim og því verða matsaðferðir að vera fjölbreyttar. Þær verða að hæfa hæfniviðmiðum, endurspegla áherslur í kennslu og taka mið af nemendahópnum. Námsmat á að vera áreiðanlegt, óhlutdrægt, heiðarlegt og sanngjarnt gagnvart nemendum. Það þýðir að meta þarf alla þætti námsins, þekkingu, leikni og hæfni með hliðsjón af hæfniviðmiðum í aðalnámskrá.