9

 

 

 

 

  • Námi í framhaldsskóla er skipað á fjögur hæfniþrep sem skarast annars vegar við grunnskólastig og hins vegar við háskólastig. Þrepin lýsa stigvaxandi kröfu um þekkingu, leikni og hæfni nemenda. Mikilvægt er að nemandi hefji nám á því þrepi í framhaldsskóla sem hentar honum best. Sameiginleg viðmið í námsmati við lok grunnskóla og samræmdur matskvarði á að stuðla að því. Nemendur hefja nám í framhaldsskóla ýmist á 1. eða 2. þrepi samkvæmt nánari útfærslu í aðalnámskrá framhaldsskóla og skólanámskrá viðkomandi skóla. Mat á því hvaða þrep hentar best hverjum og einum er í höndum viðkomandi framhaldsskóla í samráði við nemendur og foreldra og er útfært nánar í almennum hluta aðalnámskrár framhaldsskóla. Ávallt er um einstaklingsmiðað mat að ræða. Grunnskólinn er ábyrgur fyrir því að um réttmætt og áreiðanlegt mat sé að ræða og að veita nemendum, foreldrum og framhaldsskólum sem besta leiðsögn um nám í framhaldsskóla.