9

 

 

 

 

  • Skólar skulu eiga aðgang að greinandi prófum og öðrum matstækjum sem auðvelda könnun á tilteknum þáttum náms og kennslu þar sem hægt er að nota niðurstöður til að veita nemendum leiðsögn og kennslu við hæfi. Stöðluð próf, t.d. lestrarpróf, lesskimunarpróf, málþroskapróf, stærðfræðipróf og hreyfiþroskapróf sem spá fyrir um hugsanlega námsörðugleika, staðlaðir spurningalistar og fleiri slík matstæki geta reynst afar gagnleg hjálpartæki til að greina erfiðleika snemma á skólagöngunni og auka líkur á að ráðin verði bót á þeim með skipulegum aðgerðum.